Vísir - 05.12.1975, Blaðsíða 15

Vísir - 05.12.1975, Blaðsíða 15
VTSIR Föstudagur 5. desember 1975. 15 Umsjón: Þrúður G. Haraldsdóttir - Sími 86611 Bogasalur. Dagur Siguröarson opnar málverkasýningu á morgun. Hún er opin daglega kl. 2-10 til 15. desember. Hamragarðar. Þar stendur yfir sýning á verkum Ingvars Þor- valdssonar sem er opin daglega kl. 4-10 nema laugardag og sunnudag kl. 2-10. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld. Skógarlundur 3, Garftahreppi. Málverkasýning Jóhanns G. er opin kl. 2-10 og lýkur á sunnudag. Salur Arkitektafélagsins vift Grensásveg. Jörundur Pálsson, arkitekt opnar þar sýningu á sunnudaginn sem stendur til 15. desember. Sýningin veröur opin daglega frá kl. 2-8. Goftift.Sölu-galleri með verkum islenskra listamanna. Opið á verslunartima og laugardag til kl. 6. Kjarvalsstaftir. Kjarvals- sýningin heldur áfram og er op- in daglega kl. 4-10. Höggmyndir Hallsteins vekja sérstaka hrifningu! Kynning á norskum og dönskum bókum þessa árs verður í Nor- rœna húsinu á sunnudag kl. 4 Olav H. Hauge, norska Ijóöskáldiö, verður gestur á bókakynningu i Norræna húsinu á sunnudaginn kemur. Kynningu þessa annast Erik Skyum-Niel- sen og Ingeborg Donali, lektorar í dönsku og norsku viö Háskóla íslands. Kynntar verða athyglisverðar norskar og danskar bækur, gefn- ar út á þessu ári, en þó einkum haustbækurnar. t fréttatilkynningu segir m.a. um gest kynningarinnar: „Norska skáldiðOlaf H. Hauge er fæddur árið 1908. Hann er eitt sér- stæðasta ljóðskáld i nútima norskri ljóðlist, og áhrif frá verk- um' hans hafa farið sivaxandi ekki sist hjá ungu skáldakynslóðinni. Olav H. Hauge verður hin harða og hróstruga náttúra Vestur-Nor- egs að aðalyrkisefni. t elstu ljóð- um hans einkennist stillinn af táknmáli með nokkrum svip ný- norskrar ljóðhefðar, en siðar verður still hans einfaldari og óbrotnari.” Skrif aður skúlp- túr og nýstár- leg listaverk Sýningarsalurinn Loftið hefur fitjað upp á þeirri nýbreytni aö opna sölu- gallerí. Tíðkast þau víða erlendis, en hafa ekki þekkst hér á landi fyrr. t „galleriinu” eru til sölu og sýnis verk eftir vel þekkta lista- menn innlenda t.d. Sverri Har- aldsson, Þorvald Skúlason, Jó- hannes Jóhannesson og Valtý Pétursson. Björg Sverrisdóttir, sem hefur umsjón með Loftinu ásamt Helga Einarssyni sagði, að þessari til- raun væri vel tekið, og högg- myndir Hallsteins Sigurðssonar vektu sérstaka hrifningu. „Esjan hefur 1000 and- og rúmlega það" Jörundur lærði upphaflega auglýsingateiknun og starfaði við það 115 ár, þá tók hann sig til og hélt til Danmerkur i arki- tektúrnám við Kunstakademi- una þar. Málaralistin hefur ver- ið tómstundagaman hans frá mejintaskólaárunum og ekki hvað sist siðustu árin. A sýníngunni, sem verður opnuð á sunnudag kl. 2 eru 50 myndir, allar af Esjunni. Sýn- ingin stendur i rúma viku og er opin daglega kl. 2-8. Sýning á verkum Tony Costa í Gallrí Out Put í gær var opnuð sýn- ing á verkum eng- lendingsins Tony Costa i Galleri Out put að Laugarnesvegi 45 og stendur hún til 21. desember. List Costa þykir efa- laust nýstárleg hér- lendis og er ekki úr vegi að kynna lesend- um feril listamanns- ins. Tony Costa var nemandi i The Fire Art Course at Leeds Poly- tecnic, þar sem hann tók þátt i tilraunaleikflokki sem kallaður var Everyday Occurances og stjórnaði honum að einhverju leyti. Siðan hefur hann starfað sjálfstætt eða með öðrum lista- mönnum. Tony Costa hefur sýnt eða sett upp verk i „The National Student Drama Festi- val i Durham, á götum Leicest- er og Rotterdam (með styrk frá breska rikinu) og á götum Leeds. Hann hefur einnig unnið að Experimet III i Midland Group Gállery i Nottingham og sýndi á annarri hátið i Bath og ásamt öðrum, á ýmsum lista- hátiðum i Englandi. Undanfarin ár hafa ungir listamenn lagt inn á sérkenni- lega braut sem einkennist af nýjungagirni og sérstæðri list- sköpun. Hefðbundin vinnubrögð virðast þeim litt að skapi og gætir mikillar fjölbreytni i hug- myndum og útfærsla lista- verkanna. Á föstudaginn var, var leikrit Costa „Gangan” „flutt” i mið- bænum. Hugmynd leikritsins er sú, að gengið er eftir fyrirfram ákveð- inni leið, merktri inn á götukort. Fjarlægðin á milli umferðaljósa markar skilin á milli þátta. Leikarar eru þrir, allir hvit- málaðir i framan. 1. leikari leggur af stað, 2. leikari fylgir á eftir —- hann heldur á stól, 3. leikari fer síðastur — henn telur skrefafjöldann og mælir tim- ann,og færir niðurstöðurnar inn á göngukortið. Sé umferðarljós á rauðu er fyrsta leikara ber að, leggur 2. leikari honum til sæti. 3. leikari skráir hjá sér lengd hvers þátt- ar. Innan marka, sem ákvarðast af fótastærð og skreflengd, gefst leikurunum svigrúm til per- sónulegrar túlkunar. Útfærslan á þessu skrifaða skulptúr er siðan ljósmynduð og listaverkið hengt upp til sýnis i sýningarsalnum. — Listaverkið „Ég” byggir á svipuðu hugmyndaflugi: Verk þetta byggist á tviræðri merkingu orðsins „Ég”, sem er ýmist ákveðinnar merkingar eða óljósrar. Það má nota um tiltekinn einstakling og sam- timis.höfðar það til allra. Verkið er sett upp i galleri og gestum boðin þátttaka með þvi að stilla sér upp við orðið „Ég” á meðan tekin er ljósmynd. Ljósmyndirnar eru siðan send- ar viðkomandi aðila sem verkið fjallar um. A sýningunni eru um 15 myndir, sem allar eiga sér jafn- litrika sögu og þær myndir sem hefur verið sagt frá. Sýningin er opin fimmtudag — sunnudags frá kl. 16-21 fram til 21. desember. Verk jsett* by*gist i trfnréri nerkingu or6*in* *%* , sea er ýmist ikvefiiramr ærldngar cfta áljísrar. ai nota un tiltekinn einstakling, og áantínis böféar það elrmig til allra. Verkið sett upp l gallery og gestua boftin þMttaka neð þrí að stilla sér upp Tið orðið *ÍC* S meðav teldn er Ijðssynd. Ljðs- Hallsteinn er bróðursonur Ás- mundar Sveinssonar og er frábær myndhöggvari. Loftið er til húsa að Skóla- vörðustig 4 og er opið á verslun- artima en á laugardaginn til kl. 6. Listaverkift „ÉG” býftur upp á þátttöku sýningargesta. ÞETTA BJÓÐA LEIKHUSIN... Þjóftleikhúsift. Stóra sviðiö. Sporvagninn Girnd er sýndur föstudag kl. 8, laugardag og sunnudag kl. 8, Carmen. Litla sviðið. Á sunnudag er Barnaleikritið Milli himins og jarðar sýnt kl. 11 f.h. og Hákarlasól kl. 3. Iftnó.Fjölskyldan föstudag kl. 8.30. Á laugardagskvöld er allra siðasta sýning á Skjaldhömrum. Saumastofan, sunnudag kl. 8.30. Leikfélag Kópavogs. Bör Börsson jr. sýning sunnudag kl. 2. Leikfélag Ilafnarf jarftar. Barnaleikritið Halló krakkar verður sýnt i Bæjarbiói kl. 2 á laugardag og i Breiðholtsskóla kl. 4.30 á sunnudag. Jörundur I vinnustofu sinni. Hann situr á fyrsta forsetastólnum, stól Sveins Björnssonar, fyrrum forseta islands. „Esjan hefur heillað mig hin siðustu ár, hún blasir við úr gluggun- um hjá mér. Danski málarinn Oluf Höst málaði sömu hlöðuna og hlöðuportið i þrjátiu ár og hvers vegna ætti ég ekki að mála Esjuna i 10 ár — Esjan hefur þúsund andlit og rúmlega það,” sagði Jörundur Pálsson, arkitekt þegar við litum inn i tilefni af sýningu sem hann heldur i sal Arkitekta- félagsins við Grensás- veg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.