Vísir - 05.12.1975, Blaðsíða 12
12
Föstudagur 5. desember 1975. vism
Sænsku dómararnir sem
dæmdu landsleikina viö Noreg
könnuöust vel við Jón Hjaltalín,
og sögðu að hann gæti gengið
inn i hvaða lið sem væri.
búið sig mjög vel fyrir keppnis-
timabilið og áður en keppni hófst,
lék liðið 29 æfingaleiki. Æft er
fjórum sinnum i viku auk þess
sem nokkrir leikmenn æfa i há-
deginu tvisvar i viku.
Það kemur þvi óneitanlega á ó-
vart, að landsliðsþjálfarinn, Við-
ar Simonarson, skuli láta hafa
það eftir sér að hann geti ekki
„notað” Jón þar sem hann sé i lit-
illi eða engri æfingu. Annað
hlýtur að liggja að baki, þvi að
æfingalaus maður kemst tæplega
i „topplið” i Sviþjóð i dag.
Okkur veitir ekki af að tjalda
þvi sem til er — okkur vantar
menn með mikla reynslu sem
ekki gera „vitleysur”. Það er of
mikið af þvi góða að tapa boltan-
um 23 sinnum vegna mistaka eins
og átti sér stað i leikjunum við
norðmenn.
Nú um helgina heldur landsliðið
i æfingabúðir I Danmörku og
verða þá „útlendingarnir” (sem
eru heilir) I Þýskalandi sóttir. Af
hverju ekki að skoða Jón I þessari
ferð? Varla er vegalengdinni og
kostnaðinum fyrir að fara.
Staðan i „Alsvenskan”:
Heim 6 5 0 1 130: : 103 10
Guif 6 4 0 2 115: 113 8
Frölunda 6 4 0 2 86: :89 8
Lugi 6 3 0 3 118: :100 6
Malmö 6 3 0 3 110: 102 6
Hellas 6 3 0 3 97: 99 6
Drott 6 3 0 3 97: : 100 6
Ystad 6 3 0 3 117: 122 6
Kristianstad 6 2 0 4 105: : 110 4
Malmberget 6 0 0 6 104: 141 0
—BB
Þessa dagana stendur yfir i
Stokkhólmi i Sviþjóð ein mesta
tenniskeppni 'ársins........
„Masters”....sem er keppni á
milli bestu tennisleikara heims.
Hefur þar gengið á ýmsu —
spennandi leikir og kærumál —
og hefur verið mikið rætt og rit-
að um þcssa keppni víðar um
heim undanfarna daga.
Það sem inesta athygli hefur
vakið er ágreiningur, sem kom
upp á milli Ilie Nastase frá
Rúmeniu og Arthur Ashe frá
Bandarikjunum, er þeir mætt-
ust. Þá gekk Ashe lít af vellinum
til að mótmæla framkomu
Nastase, sem Ashe sagði að
væri „vitlaus”, og var þeim
báðum visað úr keppninni
Þeim dómi var þó breytt
skömmu siðar, og nú er allt útlit
fyrir að þeir mætist aftur i
keppninni, þvi að báðir eru
komnir I undanúrslit ásamt
Birni Borg, Sviþjóð og Gullermo
Vilas Argentinu. Þessi mynd er
tekin af þeim Ashe og Nastase á
blaöamannafundi eftir dóminn,
og er ekki að sjá að mikil vin-
átta sé á milli þeirra...
venskan” meö sex stig eftir sex
leiki. Um siöustu helgi Iék Lugi
við Malmö á útivelli og ipaði illa
15:12, eftir góða byrjun. Lugi
komst I 4:0 og skoraði Jón fyrstu
þrjú mörkin og var að sögn
sænsku blaðanna einn besti leik-
maður Lugi — skoraði fjögur af
tólf mörkum liðsins.
Það er greinilegt að Jón er i
góðri æfingu um þessar mundir,
enda hafa leikmenn Lugi undir-
„Þeir verða ekki teknir
neinum vettlingatökum"
- sagði Þórarinn Ragnarsson um Evrópuleik FH og Oppsal í handbolta á sunnudaginn
„Það er ekki rétt sem kom
fram í norsku dagblöðunum að
við höfum leikið gróft i Evrópu-
leiknum við Oppsal”, sagði Þór-
arinn Ragnarsson, einn af liös-
mönnum FH á blaðamannafundi I
gær, i tilefni af leik FH og Oppsal
i Evrópubikarkeppninni i hand-
knattleik á sunnudaginn.
„Við vorum að visu fastir
fyrir”, sagöi Þórarinn, ,,en ekki
eins grófir og sagt var. Norsku
blöðin byrjuðu strax að brydda á
hversu grófir við myndum verða
nokkrum dögum fyrir leikinn —
likt og þau gerðu fyrir leik lands-
liðsins i knattspyrnu i sumar.
Rúmeniu og 22:13 i Moskvu. Við
teljum okkur þvi eiga góða mögu-
leika á að vinna upp átta marka
forskot norðmannanna — og þeir
verða ekki teknir neinum
vettlingatökum á sunnudaginn.”
„Það eru 10 ár frá þvi að FH tók
þátt i Evrópukeppninni i fyrsta
skipti og höfum við leikið 10
Evrópuleiki á þessu timabili i 10
löndum, og ættum þvi að vera
ýmsu vanir,” sagði Ingvar
Victorsson, formaður handknatt-
leiksdeildar FH. „En þær mót-
tökur sem við fengum hjá frænd-
um okkar norðmönnum eru þær
lélegustu sem við höfum fengið á
þessum tiu árum. Þeir holuðu
okkur niður á 3. flokks hótel og við
fengum ekki einu sinni æfingu
fyrir leikinn.
Við ætlum samt ekki að svara i
sömu mynt, en ætlum að
„flengja” þá ærlega i leiknum á
sunnudaginn — ég tel okkur eiga
góða möguleika — en það er að
sjálfsögðu undir áhorfendunum
komið — þeir geta ráðið úrslitun-
um”.
FH hefur náð bestum árangri af
islenzku liðunum i Evrópukeppn-
inni. Til þessa hefur FH leikið 20
leiki, 9 hafa unnist, 10 hafa tapast
og einum lokið með jafntefli — og
markatalan er 335:383.
Forsala aðgöngumiða á leikinn
verður i iþróttahúsinu i Hafnar-
firði á laugardag frá kl. 13:00-
17:00 og sunnudag frá kl. 13:00-
16:00 og frá kl. 18:00 i Laugar-
dalshöllinni á sunnudaginn.
Leikurinn á sunnudaginn hefst
kl. 20:30 i Laugardalshöllinni og
verður hann dæmdur af dönskum
dómurum — Ohlsen og Rodil.
;
Þetta hafði greinileg áhrif á dóm-
arana sem voru vestur-þýskir og
dæmdu þeir heimamönnum mjög
i hag.
Oppsal er mjög sterkt lið á
heimavelli — hefur ekki tapað þar
leik i Evrópukeppni og hefur
samt leikið viö sterk lið eins og
t.d. Burgas frá Búlgariu (16:15),
Steua frá Rúmeniu (14:13) og Mai
frá Sovétrikjunum (13:10). Liðið
er hins vegar slakt á útivelli, tap-
aði 24:15 i Búlgariu, 21:9 i
Lið Jóns Hjaltalins Magnússon-
ar, Lugi, er nú i fjórða sæti I „AIs-
— var besti maður Lugi um síðustu helgi í Malmö og
skoraði fjögur af tólf mörkum liðsins — Er greinilegt að
Jón er í góðri œfingu þó „sérfrœðingarrT" haldi öðru fram
JÓN HJALTALÍN
í MIKLll STUÐI
er a6 hugsa um aB
iáta Tommy Galt inn &
—*laugardaginn...Me6
Kandall...og Idta þá bá&a
vera miðheria. ^
A cfingu á
þri&judagsmorgni
SIÐAR UM KVOLDIÐ.
r Svo Tommy Galt
ákva& a& fara ekki neitt Alli
Hvernig fórstu a& þvi? y
Hann er ungur
' og stoltur, og þarf
sérstaka me&höndlun.
En Tommy'
er of leikinn fyrir
þá s tööu Alli!!
Ísland-Fœreyjar
Fyrri landsleikur tslands og
Færeyja í blaki verður i Laugar-
dalshöliinni f kvöld og hefst hann
kl. 20.30.
Verður þetta fyrsti landsleikur
þjóðanna i þessari iþróttagrein og
getur orðið skemmtilegt að fylgj-
ast með honum — og leiknum á
morgun — þvi að búist er við að
þarna sé um mjög áþekk lið að
ræða.
VISIR Föstudagur 5. desember 1975.
„Austur
blokkin"
ó mótið!
Bandarisku stúlkurnar töpuðu aftur stórt i
hciinsmeistarakeppninni I handknattleik
kvenna, sem háð er i Sovétrikjunum þessa
dagana, er þær mættu pólsku stúlkunum i
gærkvöldi.
Þær töpuðu leiknum með 15 marka mun —
21:6 — eftir að hafa verið sjö mörkum undir í
hálfleik — 10:3. Þá tapaði Túnis, sem talið er
að.muni berjastum botnsætið i keppninni, viö
Ungverjaland og tapaði meö 22 marka mun
— 28:6 — eftir að hafa fengið á sig 11 mörk í
fyrri hálfleik og skorað 3.
Þriðji leikurinn i gærkvöldi var á milli
Rúmeniu og Noregs, og lauk honum með 3ja
marka sigri þeirra rúmensku — 13:10 — eftir
að staðan i hálfleik hafði verið 6:3 fyrir þær.
Eftir öllum sólarmerkjum að dæma verður
það „Austurblokkin” sem berst um efstu
sætin i þessu móti — þær vestrænu hafa þar
enga möguleika oghafa tapað öllum leikjum
sinum til þessa.
— klp —
Bandaríkin
með forystu
— eftir fyrsta daginn í
heimsbikarkeppninni í golfi
Bandarikin — með Johnny Miller i farar-
broddi — tóku forustu á fyrsta degi heimsbik-
arkeppninnar i golfi, sem hófst I Bangkok í
gær.
Miller lék 18 holurnar á 66 höggum — sex
undir pari—og hinn bandariski keppandinn,
Lou Graham, á 68 höggum, eða á samtals 134
höggum, t öðru sæti kemur Argentina með
138 högg, þá Formósa og Filipseyjar með 140
bögg.
Hitinn hafði mikil áhrif á keppendur — 32
stig i forsælu —og kvartaði t.d. Lou Graham
mikið undan honum.cn hann setti vallarmet í
„pro-am” keppni á hinum 6316 metra langa
velli daginn áður — er hann lék á 63 höggum
— eða 9 höggum undir pari!!
Langneðstir eftir fyrsta daginn voru júgó-
slavar — á samtals 198 höggum — 15höggum
á eftir Nepal, sem var með 183 högg — en alls
taka þátt í þessari keppni 47 þjóðir.
— klp —
Gunnar sigraði
í fyrsta mótinu
Fyrsta borðtcnnismót vetrarins var haldið
27. nóv. s.l. og var það borðtennisdeild KR
sem gekkst fyrir punktamóti. Sigurvegari i 2.
flokki varð Gunnar Finnbjörnsson Erninum.
i öðru sæti varð Stefán Konráðsson Gerplu og
i þriðja sæti Ragnar Ragnarsson Erninum. i
þriðja flokki sigraði Hjálmtýr Hafsteinsson
KR, i öðru sæti Tómas Guðjónsson KR og i
þriðja til fjórða sæti þeir Sigurður Guð-
mundsson og Alcxander Árnason báðir úr
Erninum.
í öðrum flokki er Gunnar Finnbjörnsson
stigahæstur meö 6 punkta, en aðrir i flokkn-
urn eru: Björgvin Jóhannesson Gerplu, Jón
Sigurðsson UMFN og Ragnar Ragnarsson
Erninum.
i þriðja flokki er Hjálmtýr Hafstcinsson
KR með 15 punkta, Hjörtur Jóhannsson
UMFN með 15 punkta og Tómas Guðjónsson
KR með 12 punkta.
Leikmaður þarf að ná 20 punktum til aö
flytjast upp i annan flokk.
1I\ jSP
■
* ~f’ ,
LAND
Islenskir
togarasjó
sagt fró
nýjasta
Jaguar-
bílnum
menn i
erlendum
C Q
ES
Islensk
í breskum
Playboy-
klúbbi
HÖFUÐ-
PAURINN
Stórkostleg
gamansaga
eftir Birgi
Bragason
mn
Keppendurnir verða
ellefu.
í þessu blaði
kynnum við stúlkur
8 og 9