Vísir - 12.12.1975, Síða 5

Vísir - 12.12.1975, Síða 5
VISIR Föstudagur 12. desember 1975. 5 Boltaherbergið gerir mikla lukku Hli er hœgt að fó leik- fðng lónuð — í mónuð Nýlega var opnað leikfanga- safn i Quikborn skammt frá Hamborg i Vestur-Þýskalandi. Með stofnun safnsins er komið á fót nýrri þjónustu sem ekki hefur áður þekkst þarlendis. Um fimmtiu þúsund leikföng eru i safninu og geta börnin fengið þau að láni i allt að mánuð. Einnig eru fulloðrnir börnunum til halds og trausts við val leikfanganna. Margt er börnunum tíl gamans gert á meðan þau staldra við á safninu, þar er m.a. herbergi fullt af útblásnum plastboltum, sem börnin geta synt i rétt eins og freyðibaði. Þessir boltar hafa hingað til að- eins verið ætlaðir fötluðum börnum en hafa unnið hylli allra. Bóltarnir vega litið sem ekkert og börnin geta stokkið um á þeim og lélkið sér að þeim að vild. Eini ókosturinn er sá að ekki er hægt að taka boltaher- bergið með sér heim. Góða nótt Það er ætíð óvarlegt að geyma peninga eða aöra fjármuni i misjafnlega traust- um geymslum, - hvort sem þær eru í heimahúsum eða á vinnustað. Með næturhólfum veitir Landsbankinn yður þjónustu, sem er algjörlega óháð afgreiðslutíma bankans. Þjónusta þessi hentar bæði fyrirtækjum og einstakling- um; gerir yöur mögulegt að annast bankaviðskipti á þeim tíma sólarhringsins, sem yður hentar best; sparar yóur fyrirhöfn; tryggir yður trausta og örugga geymslu á fé og fjármunum. Kynnið yður þjónustu Landsbankans. Furðusögur um forseta George Washington, sendi garðyrkjumanninn sinn gagngert á fylleri þrisvar á ári. Grover Cleveland, var eini forsetinn sem áður hafði verið böðull. Andrew Jackson, slapp á furðuiegan hátt frá morðtilraun. Þessar sögur og ýmsar aðrar furðusögur um forseta Bandarikj- anna er að finna i nýrri bók eftir Dough Storer, rithöfund og fri- stunda sagnfræðing. Bókin heitir „Furðuiegar en sanpar sögur af forsetum Bandarikjanna”. Washington Washington var raunsær maður, auk þess að vera húmoristi, að sögn Storers. Hann hafði i sinni þjónustu fyrsta flokks garðyrkju- mann, sem hafði þó þann galla að þykja sopinn heldur góður. Washington gerði þvi formlegan samning sem hann lét garðyrkju- manninn, Philip Baxter undirrita. Þar skuldbatt forsetinn sig til að greiða Baxter fjóra dollara aukalega um hver jól „hverja hann skal nota til að vera drukkinn i fjóra daga”. Washington átti einnig að greiða tvo dollara um páska og hvitasunnu, i sama tilgangi. Hengdi moröingja móður sinnar Grover Cleveland varð böðull árið 1872, þrettán árum áður en hann varð 22 forseti Bandarikjanna. Cleveland var þá lögreglustjóri i Erie fylki i New York. Þá var skálmöld i vestrinu og allskonar óþjóðalýður óð uppi rænandi, ruplandi og myrðandi. Nótt eina braust glæpamaður inn til lamaðrar móður Clevelands, rændi hana og myrti. — Cleveland greiddi venjulega aðstoðarmönn- um sinum aukaþóknun fyrir að sjá um hengingar, segir Storer. — En þegar morðingi móður hans var dæmdur til dauða, opnaði hann sjálfur fallhlerann. Jackson slapp naumlega Andrew Jáckson slapp við klúlu morðingja fyrir makalausa heppni. Hann var úti að ganga þegar maður að nafni Richard Lawrence miðaði á hann byssu úr sex feta fjarlægð. Hún klikkaði og Lawrence þreif upp aðra byssu. Hún klikkaði einnig. Byssurnar voru skoðaöar siðar og reyndust i fullkomnu lagi. En af einhverjum orsökum höfðu aðeins hvellhetturnar sprungiö, en ekki púðurhleöslan sem sendir kúluna sina leið. Möguleikarnir á að svona færi með tvær byssur á sama tima og sama stað voru tald- ir einn á móti hundrað þúsund. Lukkublóm McKinleys William KcKinley var ekki svo heppinn. Hann var myrtur árið 1901. En flestir sagnfræðingar hafa sleppt þvi að minnast á ein- kennilegt atvik i þvi sambandi. Þegar McKinley hafði unnið sigur i forsetakosningunum tók hann upp á þvi að bera alltaf rauða nelliku i jakkaboðungnum. Hann var aldrei án nellikunar. En 6. september 1901 þegar hann gekk um meðal sýningargesta á amerisku sýningunni i Buffalo, sá hann gull- fallega 12 ára stúlku sem hreif hann mjög. Hann gaf henni nellik- una. Augnabliki siðar féll hann. Symphony 11 er kominn ó loft! Gervihnettinum Symphonie II, sem frakkar og vestur-þjóð- verjar smiðuðu i sameiningu, var nýlega skotið frá Kennedy- höfða, og komið á sporbraut i 36,000 km hæð yfir miðbaug jarðar. Kallmerki frá hnettinum gefa til kynna, að allt gangi sam- kvæmt áætlun, eins og hjá Sym- phonie I, sem hefur verið á sporbraut siðan i desember sl. Gervihnettirnir tveir eru fram- lag Evrópumanna til fjarskipta- tækni, en samvinna i þeim efn- um hefur þegar komið til orða, milli Brasiliu og nokkurra Arabarikja. Saumavélin, sem gerir alla saumavinnu einfalda, er NECCHI spor mögnuö lífi Fullkominn íslenzkur leiðarvísir me skýringamyndum i Fæst hjá kaupmönnum og kaupfélögum víða um land

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.