Vísir - 12.12.1975, Síða 8

Vísir - 12.12.1975, Síða 8
8 Föstudagur 12. desember 1975. VISIR vísib Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. fjrétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. t lausasöfu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Mælirinn er fullur Ofbeldisaðgerðir breta i islenskri lögsögu náðu hámarki i gær, þegar þrir dráttarbátar bresku jafn- aðarmannastjórnarinnar gerðu aðför að varðskip- inu Þór og sigldu á það. Hér var ekki einvörðungu um að ræða ruddalega aðför að islenskri löggæslu, heldur var beinlinis verið að stofna mannslifum i hættu. Þessari ögrun verður að svara af fullri al- vöru og án hiks. Atburður þessi gerðist ekki aðeins innan islenskr- ar fiskveiðilögsögu, heldur innan islenskrar land- helgi. Þessi atburður gerist á sama tima og islend- ingar bera fram mótmæli gegn flotaihlutun breta á ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins. Fyrir þær sakir hljótum við að lita þetta einstæða athæfi enn alvarlegri augum en ella. Rikisstjórnin ákvað loks i gærkveldi að kæra breta fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. f gær- dag var athygli ráðsins vakin á þrætu breta og is- lendinga, án þess að um formlega kæru væri að ræða. Eftir ofbeldi breta innan islenskrar landhelgi i gær, var hins vegar ekki lengur unnt að draga beint málskot til öryggisráðsins. öryggisráðið er sá vettvangur, sem að réttu lagi á að fjalla um ofbeldisaðgerðir af þessu tagi. Um leið og við berum þar fram hörð mótmæli fáum við þar tækifæri til þess að koma sjónarmiðum okkar á framfæri með áhrifarikum hætti. Ofbeldisaðgerðir breta fóru fram innan islenskr- ar landhelgi, sem nýtur að sjálfsögðu viðurkenning- ar að alþjóðalögum. Hér er þvi ekki um lagaágrein- ing að ræða. Engin rök eru þvi til þess að öryggis- ráðið geti visað málinu til Alþjóðadómstólsins eins og sáttmáli Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir, ef um lagaatriði er að tefla. Hér var um að ræða ótvi- rætt ofbeldi gegn islenskri löggæslu á islensku yfir- ráðasvæði. Það hefur verið grundvallarregla i samskiptum Atlantshafsbandalagsrikjanna að hlutast ekki til um innanrikismál hvers annars. Þegar bretar hafa nú gert atlögu að islensku varðskipi innan landhelg- innar hafa þeir brotið þessa meginreglu. I ljósi þessarar staðreyndar ber að fagna þeirri ákvörðun rikisstjórnarinnar að kæra breta fyrir ráði Atlantshafsbandalagsins. Bretar hafa ekki að- eins teflt islenskum mannslifum i hættu, þeir hafa ögrað fullveldi landsins. Það verður ekki þolað. Mælirinn er fullur. Fram til þessa höfum við ekki talið rétt að rjúfa stjórnmálasamband við breta. Við höfum þrátt fyr- ir einstaklega lélega upplýsingarþjónustu Land- helgisgæslunnar og utanrikisráðuneytisins getað nýtt sendiráðið i London til þess að koma islenskum sjónarmiðum á framfæri. Við höfum gætt þess að láta breta ekki hræða okkur til tilfinningalegra að- gerða. En eftir þessa ögrun við fullveldi landsins er fullkomið álitamál hvort við getum haldið áfram stjórnmálasambandi við þetta riki, nema breska stjórnin kalli herskip sin og önnur þau skip, sem veist hafa að islenskum löggæsluskipum, út fyrir 200 sjómilna fiskveiðilögsöguna án tafar. Þetta eru alvarlegustu átök sem við höfum átt i fram til þessa. Á miklu veltur, að þjóðin standi saman sem einn maður. t þvi felst styrkleiki okkar. Algjör samstaða utanrikisnefndar Alþingis i gær- kvöldi úm aðgerðir af íslands hálfu er gleðilegur vottur um þá eindrægni sem við þurfum nú að sýna. Umsjón: GP M) WTEáM Eftir nitján mánaöa bylt- ingarólgu eru æöstu herfor- ingjar Portúgal langþreyttir orðnir á stjórnmálum og hug- leiöa þaö i alvöru aö snúa aftur til stööva sinna. Ósigur vinstrimanna i bylt- ingartilrauninni i siðasta mán- uöi var dauöadómurinn yfir þeirri hugmynd, að sá sem gerir byltingu eigi sjálfsagöan rétt til valda. Flestir eru nú fylgjandi al- mennum borgaralegum kosn- ingum og stjórnmálaflokkum, bæði sósialistar og ihaldssinn- ;ar. Herforingjarnir, sem stjórnaö hafa landinu í siðastliöið eitt og hálft ár, hafa alltaf viöurkennt aö þeir eigi uppreisn vald sitt að þakka — sem sé byltingunni i fyrra, sem velti gamla einveld- inu úr sessi. Þannig urðu hermenn frekar tákn byltingarinnar en stjórn- málamenn. Samningur hers og flokka Bandamenn þeirra voru frá upphafi kommúnistaflokkurinn, sem enn heldur á lofti þeim kenningum Lenins, að byltingin séákjósanlegrien þingræðislegt lýðræði. Það var þvi ekki aðeins ósigur fyrir vinstrimenn, þegar herinn var látinn til skarar skriða gegn kommúnistum þann 25. nóvem- ber sl. Það sýndi einnig fram á þýðingarleysi þess, að blanda hermönnum i stjórnmál. Helsta afleiðing þess var sú, að samningur sá er helstu stjórnmálaflokkar voru neyddir til að gera við herinn er orðinn dautt pappirsblað. Sá samningur tryggir það, að herinn muni stjórna þróun mála næstu þrjú til fimm árin. Hann var lagður fyrir flokkana rétt eftir misheppnaða byltingartil- raun stuðningsmanna Antonio E. Spinola innan hersins. Herinn í raun alvaldur Flokkarnir undirrituðu hann af hræðslu við að annars fengju kommúnistar átyllu til að aflýsa næstu kosningum. Samningurinn leyfir nú- verandi herforingjaráði að samþykkja lög er breyta þeim, er sérhver borgaraleg stjórn i framtiðinni setur. Hann gerir hernum fært að útnefna frambjóðendur til forsetakosn- inga, forsætisráðherra og nokk- urra annarra mikilvægra ráð- herraembætta. Einnig geta hermenn leyst upp löggjafarþing og þeir eru háðir fyrirskipunum borgara- legra rikisstjórnar. En nú hefur myndast öflug hreyfing innan hersins, sem vill að herinn sé ekki til annars en að viðhalda lýðræði — eins og i öllum öðrum vesturevrópskum rikjum. Helsti fulltrúi þessarar hreyf- ingarer hinn nýi formaður her- foringjaráðsins, Antonio Ramalho Eanes hershöfðingi, sem stjórnaði „gagnbyltingar” aðgerðum, Jaime Neves liðsfor- ingi, sem stjórnaði flestum bardögunum, og Antonio Pires Veloso herdeildarforingi og yfirmaður hersins i Norður- Portúgal. Einangrunarstefnan innan hersins Þeim hrýs hugur við þeim glundroða innan hersins, sem stjórnmálaafskipti hans hafa haft i för með sér, og þvi aga- leysi, sem þar rikir. Þeir telja tilraunir hersins til að verða hið leiðandi afl byltingarinnar mjög óheillavænlegar. 1 grundvallaratriðum vilja þeir afsala sér öllum völdum og láta borgaralega stjórnmála- menn um að túlka óskir þjóðar- innar, en herinn sjálfur á að vera kyrr á sinum stöðvum, þar sem lýðræðislega kosinni rikis- stjórn stafar engin hætta af hon- um. „Margir eru orðnir leiðir á að horfa uppá hershöfðingja, liðþjálfa og óbreytta hermenn ræða stjórnmál við hliðina á brynvarinni bifreið” sagði dag- blaðið Journal des Noticias i Oporto. Helstu flokkarnir i núverandi samsteypustjórn, sósialistar og miðdemókratar (p.p.d.) eru i meginatriðum á sömu skoöun, sömu sögur er að segja um ihaldsmenn. „Fullt lýðræði kemur aðeins til tals, ef engir samningar eru fyrir hendi, þar eð samningur eins og þessi er og verður ætið vopn i hendi hersins” segir Sósialistaforinginn Mario Soares. Níumanna-nefndin En tveir eru þeir hópar, sem vildu allra heþst að herinn héldi áfram völdum, og þeir eru kommúnistar og niumanna nefnd herforingja, sem eru öflugir bæöi innan rikisstjórnar- innar og herforingjaráðs bylt- ingarinnar. Niumannanefndin bar aðalá- byrgðina fyrir þvi, að róttækir vinstrimenn misstu itök sin inn- an hersins. En vegna þessa sig- urs trúa þeir þvi að hernum gefist nú besta tækifærið til að sameina landið og fylgja þvi leiðina til sósialismans þótt ferðin verði hægari en hingað til. Þeir saka flokkana um inn- byrðis valdastrit og áframhald- andi óstjórn. Þeir trúa þvi, að landið myndi aftur lenda undir hægrisinnaðri stjórn ef stjórn- málaflokkunum væri einum leyft að ráða ferðinni. En bæði kommúnistar og niu- mannanefndin eru þvi samþykkir að hægt sé að endur- skoða samninginn. Ernesto Melo Antines utanrikisráð- herra, sem er forystumaður niumannanefndarinnar, segir að hlutverk hersins þyrfti ekki endilega að vera svo mikilvægt, sem „driffjöður” byltingarinn- ar. Kosningar ráða úrslitum Búist er við ákvörðun bráð- lega, þar eð von er á nýjum samningi milli stjórnmálaflokk- anna og hersins, sem gilda á til frambúðar. En þótt helstu stjórnmála- flokkarnir séu andvigir öllum samningum, er þó búist við þvi að þeir gangi til móts við kröfur hersins um eftirlits- og ráð- gjafarvald. Þá myndi byltingarráðið missa allt löggjafarvald, og þýðing þess yrði'svipuð og rikis- ráðsins, lávarðadeild breska þingsins ellegar þá öldunga- deild. En allt kemur það i ljós þegar löggjafarþing hefur verið kosið til að mynda grundvöll nýrrar rikisstjórnar. Þær kosningar verða liklegast haldnar eftir fimm mánuði.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.