Vísir - 15.12.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 15.12.1975, Blaðsíða 7
VISIR Mánudagur 15. desember 1975. c 7 Pílagrímarnir brunnu í tjaldbúðunum Alls eru 138 múhammeöstrú- ar pilagrfmar taldir af eftir mikinn bruna sem varð i tjald- búöum þeirra nokkra kilómetra frá Mccca, þeirra helgu borg. Mikill straumur pilagrima liggur nú til fæðingarbæjar spá- mannsins Múhammeðs vegna Idd Al-Adha (fórnarhátiðar múhammeðstrúarmanna). Við bæinn Mina. sem er um 10 km frá Mecca hafa verið reist- ar tjaldbúðir sem skýla þessa dagana 52 þúsund manns. Þetta fólk hefur áð þarna á leið til aðalhátiðar ársins. Eldurinn kom upp fyrir þrem dögum, en yfirvöld héldu frétt- um leyndum fyrstu tvo dagana. Nú hefur hins vegar verið upp- lýst að 138 hafi látist af bruna- sárum, en 151 pilagrimur er slasaður þar til viðbótar. — Ekkert hefur verið látið uppi um hverrar þjóðar hinir látnu eru. Það hefur verið frá þvi skýrt að gaskútur hafi sprungið i einu tjaldinu og valdið ikveikjunni. Sovétmenn stuðki oð sundr- ungu Vesturálfumanna — segir James Schlesinger, fyrrverandi varnarmálaráðherra James Schlesinger, fyrrver- a n d i varnarmálaráðherra Bandarikjanna, sagði i viðtali við fréttaritið Le Point i Paris i gær, að Sovétrikin ynnu að þvi að sundra Vestur-Evrópu. Schlesinger sagði að Sovétríkin Fóstruð hjá sönn- um komm- únistum „Börn austur-þjóðverja sem gripnir eru á flótta vestur yfir landamærin eru frá þeim tek- in og þeim komið i fóstur,” segir i nýjasta tölublaði vest- ur-þýska fréttaritsins „Der Spiegel”. Blaðið heldur þvi fram að austur-þýsk yfirvöld hafi leitt i lög að slikum börnum sé ráð- stafað i eitt skipti fyrir öll til foreldra sem eru „sannir kommúnistar”. Hingað til hafa foreldrar sem sleppt var vestur á bóginn eftir afplánun dóma fyrir flóttatilraunir, fengið að taka börn sin með sér, segir i Spiegel. En blaðið telur upp fjölda nýlegra dæma þar sem slikir flóttaforeldrar hafa frétt af börnum sinum, niðursettum hjá öðrum austur-þýskum fjölskyldum. Þessum ættleiðingum stjórnar menntamálaráðu- neyti alþýðunnar, en þvi stýrir frú Margot Honecker, eigin- kona Honeckers formanns austur-þýska kommúnista- flokksins. hefðu mjög eflt herlið sitt i Aust- ur-Evröpu til þess að ná óumdeil- anlegum hernaðaryfirburðum i álfunni. Með þvi móti gætu þau grafið undar trausti vestrænna bandamanna innbyrðis. „Með þessum hætti gera þau sér von um að vinna að sundr- ungu Vestur-Evrópu þegar fram liða stundir,” sagði Schlesinger. „Með öðrum orðum vilja þau, án þess að lenda i stri'ði, teygja áhrifasvæði sitt frá Brest Litovsk (við landamæri Sovét og Pól- lands) til Brest (frönsku hafnar- borgarinnar á vesturströndinni). Schlesinger var spurður hvort hann meinti að sovétmenn stefndu að þvi að „finnlandisera” Vestur-Evrópu, eins 'og ihlutun þeirra og áhrif i innanrikismálum finna, nágranna þeirra, hefur verið kölluð. — „Finnlandisering er nokkuð bjartsýn lýsing á þvi sem vænta má,” sagði Schlesing- er þá. „Þegar maður sér Sovétrikin verja 15% heildarþjóðartekna sinna til hergagnaframleiðslu getur maður ekki varist grun um að eitthvað mikið búi að baki,” sagði varnarmálaráðherrann fyrrverandi. Kissinger var hrekkjóttur í skólanum Henry Kissinger utanrikis- ráðherra snýr i dag heim til fæðingarbæjar síns i Þýska- landi til að veita viðtöku viðurkenningu fyrir framlag sitt til heimsfriðarins. En i leiðinni mun hann hitta að máli Hans-Dietrich Gendcher utanrikisráðherra til að ræða við hann um NATO. Kissinger var 15 ára gyðingadrengur þegar hann flúði Þýskaland með foreldr- um sinum 1938 og ofsóknir nasista á hendur gyðingum fóru i hönd. Hinn ungi Heinz breytti nafni sinu i Henry. — Fæðingarbæ sinn, Furth, sá hann aftur nokkrum árum siðar þegar hann var orðinn ameriskur hermaður og ók i gegnum hann i hcrjeppa 1945. Við viðurkenningarathöfn- ina i dag i Furth verða foreldr- ar Kissinger sem hafa tekið sér ferð á hendur þangað frá New York i þessu tilefni. Dr. Kissinger mun hitta þarna fyrri skólabræður og gamla kennara sem lýsa þessum fyrrverandi nemanda sinum „sem frökkum strák er hafði gaman af að hrekkja kennara sina.” Brezhnev með krabbamein? Vonir vöknuðu i morgun um að skæruliðarnir sjö frá Molukkaeyjum sem hafa á valdi sinu sendiráð Indónesiu I Amsterdam gefi sig á vald lög- reglunni i dag, sleppi gislunum 25 og fylgi þannig fordænii landa sinna sem rændu lestinni við Beilen. — Þeir gáfust upp I gær eftir 12 daga umsátur, kald- ir og uppgefnir. 23 gisiar sem hirðust með þeim í lestinni voru ómeiddir, þegar þeir komu út. — Á myndinni hér sjást dátar stiga I lestarvagninn eftir að ræningjarnir gáfust upp. Timaritið „News- week” heldur þvi fram að Leonid Brezhnev, Ieiðtogi sovéskra kommúnistaflokksins sé haldinn ólæknandi veiki. Það telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir þvi að Anatoly Dobrynin, ambassador Sovét i Washington, hafi gert sér ferð til Henry Kissingers utanrikisráð- herra til þess að gera honum sér- staka grein fyrir veikindum Brezhnevs. „Kvittur hefur verið uppi i marga mánuði um að Brezhnev væri alvarlega veikur. Bein- krabbi i kjálka er oftast nefndur i þvi sambandi,” segir blaðið. Blaðið lýsir þvi siðan hversu veiklulegur leiðtoginn hafi sýnst á mannamótum að undanförnu, og „Svarti pardusinn" loks fundinn Enska lögreglan telur sig loks hafa haft hendur i hári „svarta pardusins”, morðingja sem leitað hefur verið af miklu kappi allt þetta ár. Hann er grunaður um fjögur morð. Þar á meðal morðið á Les- ley Whittle, 17 ára, sem rænt var sofandi i þorpinu Highley 14. janúar, og fannst sjö vikum siðar, hengd i niðurfallsræsi.' Morðið á milljónaerfingjanum, Lesley, olli miklum harmi og vakti lögregluna til ákafari leitar. Grunaði hana fljótlega að þar hefði verið að verki sami maður- inn sem drepið hafði þrjá póst- meistara og framið um 30 rán. Hans hefur verið leitað undanfar- in ár, og hefur hann i frásögnum blaða fengið á sig nafnið „svarti pardusinn”. Lögreglan handtók á föstudag- inn mann sem liggur undir sterk- um grun. Hann létsig þó ekki fyrr en eftir að hafa skipst á skotum við lögregluna og sært einn lög- regluþjóninn á hendi. Maður þessi býr i Bradford. starfar sjálfstætt og er mikið á faraldsfæti, en ránin og morðin hafa verið framin i mismunandi héruðum iNorður- og Mið-Eng- landi. tekur sérstaklega til þing pólska kommúnistaflokksins i Varsjá i siðustu viku. — „Hann hnaut um orðin og virtist þurfa að tala ó- eðlilega hægt, til þess að koma þeim út úr sér. Samt var mál hans þvoglulegt. Menn veittu þvi siðan eftirtekt, að hann hrasaði i tröppum. Beita Rússar Lasergeislum á gervihnetti? Bandariskir hernaðarsér- fræðingar kanna nú möguleik- ann á þvi að sovétmenn reyni með lasergeislum að trufla við- vörunargervihnetti USA eftir þvi sem vikuritið „Aviation Week and Space Technology” segir. Gervihnettirnir sem gera eiea viðvart ef sovéskum flugskeyt- um er skotið á loft — sumir hnettirnir eiga lika að beina skeytunum frá skotmörkum þeirra — kunna að vera næmir fyrir lasergeislum. Hugsanlega má blinda hnettina með geislun- um. Ýmis dularfull frávik á ferð- um gervihnattanna að undan- förnu vekja grun um að sovét- menn lumi á þessu hrekkjar- bragði. Þessi frávik bar að um leið og vart varð óvenjumikillar orkuútrásar i vesturhluta Sovétrikjanna. Trésmiðjan VÍÐIRhf. auglýsir: Eigum mikið og fjölbreytt úrval af skattholum, skrifborðum og skrifborðsstólum Hentugt til jólagjafa Mjög góðir greiðsluskilmálar Trésmiðjan VÍÐIR h.f. Laugavegi 166 sími 22229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.