Vísir - 15.12.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 15.12.1975, Blaðsíða 13
21 VISIR Mánudagur 15. desember 1975. c Töpuðu þrisvor fyrir Danmörku íslenska landsliðið í handknattleik hofnaði í öðru sœti á mótinu í Árósum eftir að hafa tapað úrslitaleiknum gegn Danmörku 20-17 tslenska landsliðið i handknatt- leik hafnaði i öðru sæti — á eftir Danmörku —i fjögra liða keppn- inni i Árósum sem lauk i gær. tJr- slitaleikur keppninnar var á milli tslands og Danmerkur og lauk honum með sigri dana 20:17. Auk islands og Danmerkur tóku þátt i þessu móti danska liðið Arhus KFUM, sem Bjarni Jóns- son lék með á sinum tima, og ung- verska liðið Tatabanya. í fyrsta leiknum áttust við landslið tslands og Danmerkur. Lauk honum með sigri danska liðsins 17:16 — eins og i lands- leiknum tveim dögum áður — og var það hreinn klaufaskapur hjá islenska liðinu að tapa þeim leik. Þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum var jafnt — 16:16 — og is- lenska liðið með boltann. Þá Preston tapaði! önnur umferö ensku deildar- keppninnar var-leikin á laugar- daginn og urðu þá aðeins ein óvænt úrslit, Preston tapaði fyrir Scarborough sem leikur utan deilda 3:2. Þriðja umferðin verður leikin 3. janúar og þá koma liðin i 1. og 2. deild inn i keppnina og bætast við þau 20 lið sem eftir eru. Búið er að draga um hvaöa lið leika saman og veröa þá fimm leikir þar sem lið úr 1. deild eigast við, "West Ham — Liverpool, Derby — Ever- ton, Tottenham — Stoke, Wolves — Arsenal, Leicester — Sheffield United og QPR — Newcastle—BB skaut einn islensku leikmann- anna — við fengum ekki að vita hver það var — á markið úr von- lausu færi, en hitti ekki. Danirnir náðu boltanum og skoruðu sigur- markið þegar 1 sekúnda var eftir af leiknum. Islenska liðið lék vel i þeim leik, og átti skilið að sigra. 1 næsta leik, sem var við Árhus KFUM, gekk liðinu einnig vel, og hafði mikla yfirburði allan timann. Lokatölurnar urðu 25:14 fyrir Is- land, óg var það sist of stór sigur. Axel Axelsson náði sér upp i þeim leik — skoraði 8 mörk. Jón Karlsson skoraði 6, Ólafur H. Jónsson 5, Páll Björgvinsson 4, og þeir Viggó Sigurðsson og Sigur- bergur Sigsteinsson 1 mark hvor. Eftir að öil liðin höfðu leikið tvo leiki var ákveðið að Island og Danmörk, sem voru með flest stig og betri markatölu en hin tvö, kepptu um 1. og 2. sætið i mótinu og Árhus KFUM og Tatabanya um 3. og 4. sætið. 1 leiknum um 3. og 4. sætið varð jafntefli 18:18, svo að þau deildu þeim á milli sin, en danska landsliðið tók 1. sætið með þvi að sigra Island 20:17. Var það þriðja viðureign þess- ara liða á fimm dögum, og höfðu danir vinninginn i öll skiptir . 1 úrslitaleiknum lék islenska liðið mjög vel i fyrri hálfleik. Hafði lengst af forustu, en danir jöfnuðu úr aukakasti á siðustu sekúndu hálfleiksins — 9:9. 1 siðari hálfleiknum komust þeir fljótlega i 11:9 og náði is- lenska liðið aldrei að jafna eftir það. Mestur var munurinn 4 mörk — 17:13 — en minnstur rétt fyrir lokin — 19:17. Siðasta markið skoruðu danirnir út vitakasti og sigruðu þvi i leiknum 20:17. Mörk Islands i þessum leik Áhorf endurnir settu Þrótt út af laginu Möguleikar Þróttar til að sigra i 1. deildinni i blaki minnk- uöu aliverulega er Ilöiö tapaði fyrir UMFL á Laugarvatni I gær. Hefúr liöið nú tapað þrem leikjum, og er allt útlit fyrir aö slagurinn um meistaratitilinn verði á milli ÍS, UMFL og Vik- ings. IS átti að leika við IMA á Akureyri á laugardaginn, en aö- eíns hluti líðsins komst norður, svo að fresta varð leiknum. Var ekki hægt að ienda á Akureyri á laugardaginn með þá sem eftir voru, en nokkrir úr liöinu voru farnir noröur á föstudaginn. 1 leiknum á Laugarvatni var mikið fjör, sérstaklega á áhorf- endapallinum — þeim eina I húsinu — þar sem á annaö hundrað manns var þjappað saman og öskraði án afláts með heimamönnum. Þoldu Þróttararnir illa þessi öskur — eins og t.d. i annarri hrinunni, þar sem þeir voru komnir I 12:5 en töpuðu 16:14 eftir aö „heimamenn” fóru að hrópa. Fyrstu hrinunni töpubu þeir einnig, en henni lauk 15:5 fyrir UMFL. t þriðju hrinunni náði Þróttar- arnir aö „loka eyrunum” og sigruðu 15:12, en þeirri fjórðu töpuðu þeir 15:10 og þar með leiknum samtals 3:1. —klp— gerðu: Jón Karlsson 5 (2 viti), Ólafur H. Jónsson 4, Gunnar Einarsson 3, Axel Axefsson 2, Viggó Sigurðsson 2 og Björgvin Björgvinsson 1 mark. Þeir sem hvildu sig i þessum leik voru þeir Ingimar Haralds- son og Friðrik Friðriksson, og voru þeir hvildinni fegnir, enda búnir að fá meira en nóg af hand- bolta þessa daga i Danmörku. ,,En strákarnir hafa haft gott af þessu og ég hef mikla trú á þeim i viðureigninni við Júgóslaviu,” sagði Hákon Bjarnason, farar- stjóri liðsins, er við töluðum við hann i gærkvöldi. „Þeir eru að vfsu orðnir þreyttir, enda hafa þeir æft og leikið allt upp i þrisvar á dag siðan á mánudaginn var, en þeir hafa mikið á þessu lært og ná orðið vel saman eins og i ljós kom I siðustu leikjunum.”—klp— Jón Sigurðsson, Armanni, á fullri ferö i átt að körfunni hjá UMFN i leiknum á laugardaginn. Annað kvöld fær Jón aftur að taka á honum stóra sinum en þá leikur Ármann við KR I Laugardalshöllinni. Ljósmynd Einar. IR ATTI I VAND- RÆDUM MEÐ VAL! Ármann braut „100 stiga múrinn" í leiknum gegn UMFN og œtlar að gera það aftur annað kvöld er liðið leikur við KR í Laugardalshöllinni tslandsmeistarar ÍR í körfu- knattleik áttu i miklum vandræð- um með Val I leik liðanna i 1. deild á laugardaginn. Mörðu þeir sigur, 94:90, og var það minni munur en nokkrum hafði dottið i hug eftir að hafa séð bæði liðin leika nú I haust. Það var Þórir Magnússon, sem nú er aftur farinn að leika með Val, Sem hélt þeim á floti i þess- um leik. Ef hann hefði haft aðeins meira úthald, eða Valur haft einn góðan leikmann i viðbót, er ekki að efa aö Islandsmeistararnir hefðu legið i þetta sinn — munur- inn var dtki meiri en það. 1R var yfirleitt með forustu i leiknum, en náði aldrei að hrista Valsmennina af sér. Þeir Þórir Magnússon og Torfi Magnússon voru iðnir við að skora á móti, enda vörnin hjá 1R oft eins og gömul vængjahurð — hálf af hjör- um og opin upp á gátt. Munaði IR sýnilega um Þor- stein Hallgrimsson, sem ekki hef- ur leikið með liðinu i tveim sið- ustu leikjum, en hann bindur vörnina saman. Kolbeinn Krist- insson var stigahæstur IR-inga i leiknum — skoraöi 24 stig. Næstir komu þeir bræðurnir Kristinn og Jón Jörundssynir með 21 og 18 stig. Hjá Val var Torfi Magnússon stigahæstur með 29 stig. Þórir Magnússon var með 23 og Lárus Hólm með 17 stig. Ármenningar brutu „100 stiga múrinn” *»r þeir léku við Njarðvik á laug&rdaginn. Skoruðu þeir 101 stig en hjarðvikingarnir 80 stig. Til að byrja meö voru injarð- 'vikingarnir yfir — komust mest i 8 stiga mun — en er á leið þeystu ármenningarnir fram úr og kepptust aðeins við „100 stiga múrinn” i lokin. Jimmy Rogers var i miklum ham i þessum leik — skoraði 42 stig, og er allt útlit fyrir að hann og „Trukkurinn” hjá KR ætli að berjast um að verða stigahæstu menn mótsins. Jón Sigurðsson kom næstur á eftir Rogers með 26 stig. Hjá UMFN var Stefán Bjarkason stigahæstur með 21 stig en siöan kom Gunnar Þor- varðarson með 18 stig. Armenningar verða aftur i eld- linunni annað kvöld, en þá leika þeir við KR i Laugardalshöllinni. Verður það i fyrsta sinn sem félagarnir Rogers og Carter mæt- ast i leik hér á landi, og verður örugglega gaman að sjá þá viður- eign, og að sjálfsögðu leikinn. sem verður siðasti 1. deildarleik- urinn i körfuboltanum fyrir jól. Nú var það Sviss Svisslendingurinn, Engelhard Pargaetzi kom öllum á óvart I stórsviginu i heimsbikarkeppn- inni á skiöum I Madonna di Campilio á ttaliu i gær með þvi að koma fyrstur i mark. Þessi 26 ára gamli skiðamaður, sem aldrei fyrr hefur sigrað á móti innan heimsbikarkeppninn- ar, hafbi rásnúmer 30 þegar keppnin hófst, en það aftraði hon- um samt ekki frá þvi að komast i fyrsta sætið. Landi hans Ernest Good varð annar, en þriðja varð Pierino Gros, ttaliu. Hann var i 6. sæti eftir fyrri umferðina en keyrði vel I þeirri siðari og nábi þá þriðja sætinu — og um leið forustu I heimsbikarkeppninni. Er hann nú með 30 stig, en á eftir honum kemur landi hans Gustavo Thoeni með 29 stig og þriðji er Ernst Good meb 28 stig. t dag verba kapparnir aftur á fullri ferð — I þetta sinn Sterzing/ Vipiteno á itallu, og eru heima- menn ákveðnir i að hefna sin á svisslendingunum fyrir sigurinn i Madonna. t brunkeppninni i Madonna sigraði Frahz Klammer, Austur- rlki. Annar varð Philippe Roux frá Sviss og þriðji Erik Haker frá Noregi. —klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.