Vísir - 15.12.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 15.12.1975, Blaðsíða 11
Ovœnt tap Celtic! — Tapaði fyrir Aberdeen á heimaveili 2:0, en heldur samt forystunni „Þetta var einn af þessum leikjum, þar sem næstum allt heppnast hjá ööru liðinu — en ekkert hjá hinu,” sagöi Jó- hannes Eövaldsson þegar viö höföum samband viö hann í morgun. Celtic tapaöi nokkuð övænt á laugardaginn fyrir Aberdeen á heimavelli, en heldur samt forystunni í efstu-deildinni á bestu marka- hlutfalli. ,,Um siðustu helgi gerði Aber- deen sér litið fyrir og vann Rangers hér i Glasgow,” sagði Jóhannes og eftir þann leik sagði nýi framkvæmdastjórinn hjá Aberdeen, Ali McClaud: „Fyrst okkur tókst aö vinna Rangers, þá ætti okkur að tak- ast að vinna Celtic lika”. Þetta stóðst hjá honum, en mikil var heppnl Aberdeen hérna á Park- head á laugardaginn. Við bein- linis óðum i marktækifærum, sérstaklega i siðari hálfleik, en i markið vildi boltinn ekki. Ég átti t.d. „þrumu skalla” á markið af stuttu færi sem mark- verði Aberdeen tókst á óskiljan- legan hátt að verja — hann hélt þó ekki boltanum sem riillaði eftir marklinunni og mér er næstum enn óskiljanlegt hvemig Paul Wilson tókst ekki að pota honum I markið. Þeir skoruðu bæði sin mörk i fyrri hálfleik. Völlurinn var gaddfreðinn og mjög erfitt að fóta sig á honum.'Það kom fyrirgjöf fyrir markið sem Pet- er Latchford i markinu mistókst að handsama — rann til og náði ekki til boltans og Jarvis skall- aði inn. Stuttu siðar átti ég send- ingu á Latchford, hann rann aftur til, en Danny McGrain tókst að ná til boltans, en um leið og hann ætlaði að spyrna frá rann hann lika til og boltinn hrökk til Graham sem skoraði af stuttu færi. Við sóttum svo látlaus i siðari hálfleik, en inn vildi boltinn ekki hjá okkur. Úrslit leikjanna á laugar- daginn urðu þessi: Celtic—Aberdeen 0:2 Dundee Utd.—Hearts 0:1 Hibs—Motherwell 1:0 ers—Ayr 3:0 St. Johnstone—Dundee 1:3 Rangers átti ekki i erfiðleik- um með Ayr, Jardine skoraði fljótlega úr vitaspyrnu og síðan komu mörk frá Henderson og McKean. Motherwell keypti i vikunni nýjan leikmann, Peter Marinello frá Portsmouth. Marinello lék áður með Hibs og Arsenal, en honum tókst ekki sem best upp gegn sinum gömlu félögum, enda Hibs liðið erfitt heim að sækja. Pat Stanton skoraði sigurmark Hibs. Callaghan skoraði mark Hearts gegn Dundee Utd. og Gordon Wallace skoraði öll mörk Dundee gegn St. Johnstone”, sagði Jóhannes. Staðan f Skotlandi er nú þessi: Celtíc 16 9 3 4 31:19 21 Hibernian 16 8 5 3 25:18 21 Motherwell 16 7 6 3 29:21 20 Rangers 16 8 3 5 26:16 19 Hearts 16 6 6 4 19:19 18 Dundee 16 6 4 6 26:30 16 Aberdeen 16 6 3 7 21:22 15 Ayr 16 6 3 7 22:28 15 Dundee Utd. 16 4 3 9 20:26 11 St. Johnstone 16 2 0 14 18:38 4 Jóhannes sagði ennfremur að um næstu helgi ættu þeir hjá Celtic erfiðan leik fyrir höndum, þá lékju þeir gegn Hibs á úti- velli. Ayr léki gegn Hearts, Dundee gegn Dundee Utd, Rangers gegn Motherwell og St. Johnstone gegn Aberdeen. — BB ,,Ef okkur heföi tekist aö skora eitt mark, heföi ekki þurft aö spyrja að leikslokum,” sagöi Jóhannes Eðvaldsson um leik Celtic og Aberdeen á laugardaginn. „Við áttum leikinn, en inn vildi boltinn ekki.” Standard og Charleroi töpuðu stórt! Þaö skiptast á skin og skúrir hjá atvinnumönnunum okkar i knattspyrnu eins og öörum. t sfö- ustu viku stóöu þeir Asgeir Sigur- vinsson og Jóhannes Eövaldsson i eldlinunni meö liöum sinum og gekk stórvel, en á laugardaginn gekk allt á móti liöum þeirra og einnig liöi Guögeirs Leifssonar I Belgiu. Að visu var Guðgeir ekki meö Charleroi i leiknum á laugardag- inn, en þá tapaði liðið á útivelli fyrir Lokeren 4:0. Hefur hann átt við smámeiðsli að striða, og einn- ig er einum of margt af útlendum leikmönnum i liðinu. Asgeir lék aftur á móti með Standard Liege við efsta liöið i deildinni — Brugeois — á útivelli, en þeim leik tapaöi Standard 3:0 eftir að staðan I hálfleik hafði verið 0:0. Standard er nú i 7. til 8. sæti i 1. deildinni i Belgiu meö 19 stig — 6 stigum á eftir Brugeois — en Charleroi er i neðsta sæti i deild- inni ásamt Berchem meö 8 stig. Búnir að velja Olympíuliðið Kanadamenn hafa nú vaiiö Olympiuliö sitt sem mun keppa á sumarieikunum I Kanada næsta sumar og verða keppendurnir 380 talsins. Þetta er mesti fjöldi keppenda sem kanadamenn hafa sent á Olympiuleikana frá upphafi. HVAÐ ER BETRA I HALENDIÐ HEILLAR SAGAN AF Dúdúdú Loftur Guómundsson hefur skróó œvintýralegar frósagnir 11 þekktra Islendinga. Þeir voru brautryójendur sem örœfabílstjórar og opnuóu, öórum fremur, fyrir almenningi hina stórkostlegu hólendisparadís. Fjöldi mynda prýóa bókina. Hin gamansama bók ef tir Örn Snorrason heitir Saganaf Dúdúdú. Bókina myndskreytir Halldór Pétursson. BOKAUTGAFA ÞÓRHALLS BJARNARSONAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.