Vísir - 22.12.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 22.12.1975, Blaðsíða 3
VISIB Mánudagur 22. desember 1975. Þessir fiskkassar Alliberts iikjast mjög þeim hugmyndum og skissum sem islenskir aðilar sendu til þeirra. Gjöf til and- legrar neyslu Dr. Gunnlaugur Þórðarson afhenti f gær gjafabréf fyrir þremur málverkum til St. Jósepssystra á Landakots- spitaia frá sér og konu sinni. Málverkin eru eftir Karl Kvaran, og hefur þeim verið komiðfyrir á göngum spitalans. Dr. Gunnlaugur kvað þessa gjöf vera þakklætisvott til systr- anna fyrir unnin störf þeirra hér og einnig sérstakar þakkir fyrir þá umönnun sem móðir hans hlaut á spitalanum. Dr. Bjarni Jónsson yfirlæknir þakkaði gjöfina fyrir hönd systranna, og sagði hann m.a. að hingað til hefðu gjafir þær sem spitalanum hefðu borist þjónað likamanum, en að þessu sinni væri gjöfin fremur til and- legrar neyslu. — EB. Dr. Gunnlaugur Þóröar- son afhendir priorinnunni gjafabréfið fyrir framan eitt af málverkunum. Ljdsm. Jim. OPNAST MÖGULEIKAR Á NÝRRI FRAMLEIÐSLU ÍSLENDINGA? Það fyrirtæki sem mest hefur framleitt af fiskkössum á Is- landsmarkað er nú orðið gjald- þrota. óvist er hvort framleiðsla á fiskkössum þess heldur áfram. Þessi spurning er áleitin fyrir islendinga ekki sist fyrir þeirra hluta sakir að möguleiki er á að við gætum farið að framleiða okkar eigin fiskkassa sjálfir. Undirbúningsfélag fiskkassa hf. heitir fyrirtæki sem hefur það að markmiði að athuga mögu- ieika á fiskkassaframleiðslu is- lendinga sjálfra. Þetta fyrirtæki hefur staðið I bréfaskiptum við franska fyrirtækið Allibert. Þar á meðal sent þeim út gögn og skiss- ur um fiskkassa sem fullnægja hugmyndum okkar. í nýjasta hefti World Fishing er lýst nýrri gerð fiskkassa sem eru mjög áþekkir hugmyndum og skissum islendinga. Það undir- strikar það að hægt sé að fram- leiða fiskkassa hér á landi. Þessir fiskkassar sem Allibert er farið að framleiða og reyndar lika skissur þær sem islendingar sendu þeim eru mun fullkomnari en áður þekktar tegundir. Þeir spara mikið pláss þvi þeir geta fallið hver inn i annan. Og i annan stað er afar auðvelt að flytja þá til með vélarafli án þess að nota vörupalla. — EKG Ný sportvöruverslun Ný sportvöruverslun hefur litið dagsins Ijós i Breiðholti. Eigandi hennar er Ingólfur óskarsson. Breiðhyltingar þurfa þvi ekki lengur að fara niður á Klappar- stig vilji þeir gera verslun sina við hann. Auðsjáanlega verður þarnóg af boltum til sölu, bæði vindlausum og vindfylltum. Einum slikum eru þeir að henda á milli sin íngólfur og verslunarstjórinn Þorbjöm Guðmundsson. Á milli þeirra stendur Guðrún Hauks- dóttir. — VS Ljósmynd Jim Nú má hlusta í Sesar „Hljdmburðurinn hérna var ekki ndgu góður áður. Nú á hann hins vegar að vera eins og það besta sem þekkist,” sögðu for- ráðamenn diskóteksins Sesars á blaðamannafundi i gær sem þeir boðuðu til vegna uppsetn- ingar á nýju þátalarakerfi. Hátalararnir eru bandariskir af Bose gerð, og er það tegund sem vakið hefur aukna athygli nú upp á siðkastið. Er styrkur hátalaranna samtals um 500 Wött. Heimilistæki s.f. hafa um- boð fyrir þessa hátalara og sáu um innkaup á þeim. Nú starfa þrir diskótekarar hjá Sesar. Það eru þau Goði Sveinsson sem jafnframt sér um plötuinnkaup Erlendur Magnússon og Hulda Jóseps- dóttir. Sagði Goði að plötur til diskóteksins væru keyptar i miklum mæli frá New York og Chicago. Einnig keyptu þeir mikið af plötum frá Faco. Væri spmvinnan við Faco mjög góð og þeir afarhressir við að kaupa inn plötur. Sagðihann aðSesar spilaði oft til reynslu plötur sem hefðu ekki náð vinsældum i Bandarikjun- um eða hér heima. Siðan hefði Faco það til hliðsjónar i plötu- pöntunum sinum hvernig þær likuðu. Aðaleigendur Sesars eru Hákon Antonsson og Valur Magnússon, og hefur hluthöfum fækkað frá þvf að fyrir fyrirtæk- ið var stofnað. Staðurinn tekur um 420 manns og hefur sætanýting verið mjög góð. Kváðu diskótekararnir að aðsóknin hefði aukist og hvað mest i miðri viku. —EKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.