Vísir - 22.12.1975, Side 5
Mánudagur 22. desember 1975.
5
Brot af
samvisku
heimsins
Á svölunum
Þuriður Guðniundsdóttir
eigin útgáfa, 54 siður
Þessi þriðja ljóðabók Þuriðar
Guðmundsdóttur sýnir okkur
inn i hugarheim nútimakonu
sem finnur til vanmáttar gagn-
vart ógnum lifs og samtima. I
hljóðlátri hæversku sinni biður
húnaðsérverði kennt að leika á
hörpuna sem hún likir lifinu við:
Kenndu mér að leika
á þetta undarlega hljóðfæri
Kenndu mér að finna
fegursta tóninn
Óskin er fróm, en þess sér
engin merki að hún hafi ræst,
andstæður lifsins og grimmd
valda sárum undirtón i ljóðun-
um, skáldkonan teflir gjarnan
saman fegurð lifsins — oft á
saklausu skeiði bernskunnar —
en snögglega brjótast stað-
reyndirnar inn i þennan heim
og bitra tón hans, skyggja lit
hans:
Við vorum börn
og báðum daginn um leikföng
daginn sem brosti svo biturt
og bar okkur
blikandi sverð sin
Skáldkonan deilir andlegum
kjörum með svo margri nú-
timamanneskju sem ekki finnur
til samkenndar með kristni —
ensaknar hins vegar trúarinnar
sem hún hefur glatað við að
fullorðnast og kynnast heimin-
um:
Það hefur fennt
og falin eru spor
hinna þriggja vitringa
Svartur, stjörnulaus himinn
og hugur þinn
i hjálparvana leit
að litlu fjárhúsi
sem þér finnst
þú hafir gist
i fjarlægri bernsku
Þuriður Guðmundsdöttir
finnur til með heiminum og tjáir
hugmynd sem menn orðuðu
gjarnan hér áður fyrr:
Ég er barn
i heimi
ótta
og brot af samvisku þinni
Það er stórt að lita á sig sem
brot af samvisku heimsins og
hafa ekki skipað sér i neinn hóp
sem álitur sig hafa einkaleyfi á
þeirri tilfinningu.
Þuriður (iuðniuiidsdóttir
1 fáum ljóðum kemst skáld-
konan nálægt þvi að brjóta niður
afstöðuna: ég með von mina,
samvisku, trúargeymdir og vel-
vilja gagnvart þessum harða
heimi — og tjáir þá mishljóminn
heillegar, samlagast honum að
nokkru leyti, dæmi um það er
kvæði eins og Hús án glugga og
Takmark, en það hljóðar svo:
t heimi villu
hungurs og efa
er takmark þitt falið
ferð um öræfi
ókunnra nátta
umlokið fjöllum þess dags
er dregur þér
lokum tómið úr krepptum
hnefa
Menn taki eftir þvi hvar
takmarkiðfelstogaðþaðer tóm
sem dagurinn dregur úr kreppt-
um hnefanum.
Þetta er heiðarleg og tónhrein
bók gerð af listfimi sem hæfir
stefjum og efni. Ef ég mætti
óska mér einhvers um stefnu
þróunar skáldkonunnar væri
það helst að hún beraði stef sin
meir og skerpti um leið and-
stæðurnar innan ljóðanna, en ég
veit að þetta eru markli'til orð,
það sem mun vaxa verður að
vaxa eftir sinum eigin lögmál-
um.
Þorvarður Helgason
Ársdvöl erlendis
UMSÓKNARFRESTUR um ársdvöl er-
lendis ’76-’77 á vegum NEMENDA-
SKIPTA KIRKJUNNAR rennur úr 30.
desember n.k. Mörg lönd koma til greina.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á
biskupsstofu, Klapparstig 27, Reykjavik.
Simi 12236.
Æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar.
^fréttirnar vism
MORRAHIJFM
FRÁ HETTI, BORGARNESI
RLÆÐIR ALLA
NÝ SAIÐ*AÝJAR GERÐIR
FÁST í KAUPFÉLAGINU
OG í SÉRVERZLUNUM
UM LAND ALLT
Saumavélin, sem gerir alla
saumavínnu einfalda, er
NECCHI
spor mögnuð lífi
Fullkominn
íslenzkur leiðarvisir með
skýringamyndum
NECCHI
Fæst hjá kaupmönnum og Suðurlandsbraut 8
kaupfélögum víða um land Simi 8-46-70