Vísir - 22.12.1975, Side 7

Vísir - 22.12.1975, Side 7
7 VISIR Mánudag ur 22. desember 1975. c Umsjón: Guðmundur Pétursson D Fyrir utan skrifstofur OPEC I Vinarborg f gær. Einn af sendifuiltrúuin Kuwait, dr. Mohammed Nasseer, sést hér leiddur burt særöur á öxl eftir skæruliöana. SKÆRULIÐARNIR f OPEC-SKRÍFSTOFUNUM: Fá að fljúga með gíslana líklega til Alsírborgar Taka með sér sendinefndir 13 OPEC-landa þar á meðal 9 eða 10 ráðherra Stjórn Austurríkis lét i nótt undan kröfum skæruliðanna sem í gær tóku hús á skrifstofum OPEC (samtökum olíu- söluríkja) í Vínarborg. Skæruliðarnir fá að fljúga frá Vín með helstu olíumálaráðherra heims fyrir gísla. Bruno Kreisky kanslari skýrði frá þessari ákvörðun stjórnar sinnar eftir sjö stunda viðræður við ræningjana i nótt sem sendiráösritari Iraks i Vin hafði milligöngu um. Kreisky sagði að skæru- liðarnir hefðu lofað að sleppa gislunum um leiö og þeir væru komnir á ákvörðunarstað. Það var gert ráð fyrir að þeir færu frá Schwechatflugvelli kl. 7 i morgun og leiöinni að likind- um heitið til Alsir. Stungið var upp á Alsir eftir að dr. Kreisky hafði ráðfært sig við Bouteflika, utanrikisráðherra Alsir. Grunur austurrisku lög- reglunnar er sá að fyrirliði skæruliðanna sé sá sami Carlos eða „sjakalinn” frá Venezuela sem lögregla fjölda landa hefur leitað eftir þrjú morð, sem framin voru i júni. Er fundurinn búin? Skæruliðarnir sex ein stúlka þar á meðal, ruddust inn á fund oliumálaráöherran.'i i gær- morgun. Stóðu yfir umræður um verölækkun á oliu. Hryðju- verkamennirnir létu kúlunum rigna úr hriðskotabyssum yfir gangana og felldu tvo öryggis- verði. Blaðamenn sem biðu viö and- dyrið frétta af ráöherrafundin- um sáu skæruliðana ganga inn i skrifstofurnar, án þess að átta sig á hvað var á seyöi — „Þetta ‘ var unglegt fólk og bar iþrótta- töskur. Einn þeirra vatt sér að okkur og spurði, hvort ráðherrafundurinn stæði ekki enn yfir, en við jánkuðum þvi,” mundi einn þeirra eftir á. Blaðamennirnir horfðu á eftir sexmenningunum inn i skrif- stofuganginn, en andartaki siðar heyrðu þeir skothrið. Einn skæruliðanna fékk kúlu i magann, og var íluttur hættu- lega á sig kominn á sjúkrahús. En skæruliðarnir gera það að skilyrði að hann verði með þeim i flugvélinni þegar þeir fara og hafa heilbrigðisyfirvöld beygt sig fyrir þeirri kröfu. Helstu olíu- ráöherrar I skrifstofunum náðu skæru- liöarnir 60-70 gislum á sitt vald. Þar á meðal eru áhrifamiklir fulltrúar landa sem ráða yfir þrem fjórðu oliulinda heims. Eins og Ahed Zaki Yamani, oliumálaráðherra Saudi Arabiu, Tayed Abdel-karim, oliumála- ráðherra íraks, Ezzeddin Mabrouk, oliumálaráðherra Libýu, Belaid Abdessalem, innanrikismálaráðherra Alsir, Jamshid Amouzegar, innan- rikisráðherra Irans, svo að nokkrir séu nefndir. Samkvæmt samkomulagi skæruliðanna við yfirvöld Austurrikis hafa þeir með sér i flugvélinni sendinefndir OPEC- landanna þrettán þar á meðal niu eða tiu ráðherra, en sleppa strax i Vin starfsfólki OPEC- skrifstofanna. Beint gegn furstunum Skæruliðarnir kalla sig „fylkingararm úr byltingu Araba”, .og virðist aðgerð þeirra beint að hinum ihald- samari, oliurikjum og fursta- dæmum við oliuflóann. I orð- sendingu þar sem þeir lögðu fram kröfur sinar fordæmdu þeir Israel og hófsamari leiðtoga Arabalandanna,eins og Anwar Sadat, Egyptalandsfor- seta. Þessar fordæmingar voru lesnár upp i útvarpi Austurrikis á tveggja stunda fresti. 1 frétt frá Venezuela þar sem vitnaö er i Hernandez Acosta námamálaráðherra Venezuela, en hann er á valdi skæru- liöanna, segir að skæruliðarnir hafi skipt gislunum i tvo hópa. — I öðrum eru fulltrúar Saudi Arabiu, Irans, Kuwait og fleiri Arabalanda og þykir greinilegt, að skæruliðunum er alveg sér- staklega annt um þann gisla- hóp. Dr. Kreisky var fölur og þreytulegur þegar hann i morgun sagði blaðamönnum frá ákvöröun sinni. — „Það var erfiö ákvörðun, en mér finnst hún sú rétta,” sagði hann. Gislarnir hafa gengist inn á að fara með skæruliðunum i flugvélinni. Ekki örlátur á lif annarra Kreisky var viðbúinn þvi að þurfa að sæta gagnrýni fyrir undanlátsemi Austurrikis and- spænis nauðungarkostum skæruliða. — „En maöur getur ekki verið örlátur á lif annarra,” sagði hann. Þetta er i annað sinn á tveim árum, sem kannslarinn setur mannslifin ofar öðru i viðureign við skæruliða. — 1 september 1973 lokaði hann flóttamanna- hæli gyðinga i Auturriki til þess að þyrma lifi fjögurra gisla i löndum araba á flugvellinum i Vin. Fengu skæruliðarnir einnig þá að fara frjálsir ferða sinna eftir að hafa sleppt gislunum. Skæruliðarnir að þessu sinni hótuðu að byrja á þvi að taka af lifi gislana frá Iran. en siðan skyldu fulltrúar Saudi Arabiu fylgja á eftir ef kröfum þeirra yrði ekki sinnt. VILL SKERA UPP HEROR GEGN HRYÐJUVERKAMÖNNUM EINS OG FLUGRÆNINGJUM Carlos Andres Peres, forseti Venezúela, lét eftir sér hafa i gærkvöldi að alþjóðasamkomu- lag um aögerðir gegn hryðju- verkamönnum væri eina leiðin til að hindra atburði á borð við töku OPEC-skrifstofanna I Vin í gær. Meðal gfsla i skrifstofunum var Valentin Hernandez Acosta, námamálaráðherra Venezuela. Peres forseti sagði við blaða- jnenn i gærkvöldi að það rifjaðist upp fyrir honum alheimssam- komulagið sem gert var til að sporna gegn ránum á flugvélum. „Eftir að það samkomulag var undirritað var endi bundinn á flugrán á alþjóölegum vett- vangi,” sagði hann. — „I minum augum er timi kominn til svipaðs samkomulags gegn hryðjuverka- mönnum,” hélt hann áfram. Forsetinn hefði eins getað bætt þvi við að lengi voru sjóræningjar plága á höfunum uns riki verald- ar tóku höndum saman að útrýma þeim. Stýrir sjak- alinn aðgerð- inni í Vín? Sendiráösritari Iraks i Vin sem hafði milligöngu i viðræðunum við skæruiiðana i OPEC-skrif- stofunum segir að fyrirliði skæru- liðanna hafi kallast Carlos og tai- að bæði ensku og frönsku. Grunur austurrisku lögregl- unnar er sá að þar sé að verki sá Carlos frá Suður-Ameriku sem lögregla flestra landa vesturálfu hefur leitað frá þvi i júni i sumar. „Sjakalinn”, Carlos Martinez, eins og eitt margra nafngifta hans hljómar. — Uppljóstrarar frönsku lögreglunnar visuðu á hann sem eitt af handbendum arabiskra skæruliða. Þegar lögreglumennirnir komu til að handtaka hann i ibúð einni i Paris, og höfðu i för með sér uppljóstrarann, skaut Carios þá til bana, og launaði svikaranum meö kúlu i höfuðið. Carlos Martinez sem skildi eftir sig þrjá menn myrta i Paris þeg- ar hann slapp úr höndum lögregl- unnar hefur öðru nafni verið kallaður „sjakalinn” eftir leigu- morðingjanum I metsölubókinni „Dagur sjakalans”. Sendiráðsritarinn lýsir skæru- liðaforingjanum semkaldrif juðum en þó skapgoðum og hláturmild- um i viðræðum I blaðafréttum af flótta „sjakalans” var frá þvi skýrt að lögreglan hefði fundið i slóð hans lista yfir þá sem Carlos hugsaði sér fyrir fórnarlömb. A þeim lista voru nöfn ýmissa mektarmanna, þar á meðal Yamani fursta-oliu- málaráðherra Saudi Arabiu, sem nú er á valdi skæruliðanna. Sjakalinn sást siöast i London i júli, en gekk úr greipum bresku lögreglunnar sem leitar hans bæði til að framselja hann frönsku lögreglunni vegna morð- anna og vegna ólöglegra vopna sem hann faldi i ibúð i London. — Tvær vinkonur hans i London voru fangelsaðar fyrir að fela vopn og fölsuð vegabréf fyrir Carlos. Þriðju vinkonu hans er, leitað i Venezuela, heimalandi sjakalans.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.