Vísir - 22.12.1975, Side 8

Vísir - 22.12.1975, Side 8
 VÍSIR Ctgefandi: Heykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Áuglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Augiýsingar: Hverfisgötu 44xSimar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innaniands. 1 lausasöiju 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Borgarstjórn lætur í minni pokann Fyrir nokkru var til lykta leidd deila borgaryfir- valda og listamanna um Kjarvalsstaði. Samkomu- lagi þessu var af einhverjum ástæðum haldið leyndu af hálfu deiluaðila þar til á fimmtudag i sið- ustu viku, en Visir greindi frá efnisatriðum þess nokkrum dögum áður. Með samkomulagi þessu, sem nú hefur verið staðfest af réttum aðilum, fá listamenn meirihluta i nýju listráði, sem fær úrslitavald um allar listsýn- ingar á Kjarvalsstöðum og hvers kyns önnur not hússins. Austursalur þess verður sem fyrr einkum ætlaður fyrir sýningar á verkum Kjarvals, en önnur starfsemi þar er háð samþykki listráðs. í sjálfu sér er það fagnaðarefni, að þessi leiðin- lega þræta skuli vera úr sögunni. Sérstök ástæða er til þess að fagna þeirri ákvörðun að ráða listfræðing til þess að örva listræna starfsemi á Kjarvalsstöð- um. Mestu máli skiptir að i húsi sem þessu sé lifandi liststarfsemi. Ágreiningurinn, sem reis á sinum tima um notkun Kjarvalsstaða stafaði af þvi, að borgaryfirvöld vildu ekki una þvi, sem þau kölluðu ritskoðunar- stefnu listamanna. Borgarstjóri sagði, að þar ætti að rikja andlegt frjálsræði og þar mætti bæði sýna úrvals list og miðlungi góða, en almenningur og þó umfram allt timinn ætti að skera úr um það, hvað væri vert langlifis, er þar kæmi fram. Þessi fallegu orð hljóma kynlega i eyrum eftir þá samninga, sem nú hafa verið gerðir. Borgarstjórn hefur algjörlega látið i minni pokann. Það er rétt, sem Davið Oddsson benti á i umræðum um málið i borgarstjórn, að borgaryfirvöld eru með þessu samkomulagi að biðjast afsökunar á, að þau skyldu hafa blandað sér inn i rekstur Kjarvalsstaða og haft þá skoðun að reynt hafi verið að misnota þá. Það var visssulega nauðsynlegt að leysa þessa deilu, en það átti að vera unnt án þess að beygja borgarstjórn algjörlega i duftið. Borgaryfirvöld hafa nú enga möguleika til þess að ákveða sýningar eða önnur not hússins, án samþykkis listráðs. Að- staða þeirra er þvi miklu mun verri en var áður en ágreiningurinn reis vegna sýningar sjálfstæðis- manns nokkurs, sem sett hefur liti á blað. Listráðið er skipað þremur fulltrúum myndlistar- manna og þremur fulltrúum Reýkjavikurborgar. Oddamaður er siðan skipaður af Bandalagi is- lenskra listamanna með samþykki borgarstjórnar. Segja má, að borgarstjórn hefði haldið höfði i þess- ari samningsgerð, ef hún hefði fengið að tilnefna oddamapn með samþykki listamannabandalagsins. Leyndin, sem hvildi yfir samningunum, eftir að frá þeim var gengið, er einnig athyglisverð. Þetta blað greindi frá efni þeirra á þriðjudag i siðustu viku. Daginn eftir gefur formaður félags islenskra myndlistarmanna út opinbera yfirlýsingu um að frásögn Visis sé aldeilis ósönn og hið rétta sé, að Kjarvalsstaðadeilan sé aldeilis óleyst. Borgarstjóri lýsti þvi hins vegar yfir á borgarstjórnarfundi sið- astliðinn fimmtudag, að samningarnir hefðu verið frágengnir föstudaginn áður en Visir greindi frá efni þeirra. 1 ofanálag við þetta einkennilega háttalag mynd- listarfélagsformannsins var borgarstjórnarfulltrú- um gert að greiða atkvæði um samninginn, án þess að fá tækifæri til þess að kynna sér efni hans áður. y Mánudagur 22. desember 197$. VISIR Umsjón: Guðmundur Pétursson. Ströng öryggisgœsla Aöeins veröur um eitt þúsund manns hleypt inn i kirkjuna, sem var reist til minningar um mannssoninn sem fæddist fyrir 1.975 árum. Lokuðu sjónvarps- kerfi mun þó sýna þeim er úti biða hvað gerist inn i kirkjunni. . En þrátt fyrir allan hátiðleik- ann munu þó viðsjárnar i Mið- austurlöndum gleymast, isra- elskir hermenn verða bæði á götunum og uppi á húsþökum, en uppi i Golanhæðum munu friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna halda jólin hátiðleg á hlutlausu svæði milli hinna tveggja striðandi herja Israels og Sýrlands. Jóiahaldið nær hámarki i Betlehem, en striðshættan, sem ávalitvofir yfir, setur sitt mark á hátiðarhöldin. 0 Bœjar- sljörí Nasaret smiður eins og Jesúm pílagrímum En likt og i Betlehem búa menn i Nasaret sig með nokkrum ugg undir jólin. Borgin er mjög háð ástandinu i Miðausturlöndum, sihækkandi flugfargjöldum og efnahags- kreppunni i heiminum. Opinberir ferðamálaeftirlits- menn i tsrael lita miðlungi bjartsýnum augum á málið. Að visu er búist við 25.000 pilagrim- um á þessu ári á móti 17.000 i fyrra, en það var lægsta tala sem vitað er um til Betleham og Nasaret. AUs munu 345 skipulagðir hópar koma hvaðanæva að með sjö farþegaskipum, fjölda flug- véla og i bilum yfir ána Jórdan. Á aðaltorginu I Nasaret munu kórar frá sjö löndum — Banda- rikjunum, Sviþjóð, Kanada, Belgiu, Spáni og Sviss — syngja snemma að morgni jóladags. Með erkibiskupinn yfir Jerú- salemborg i broddi fylkingar mun skrúðganga halda til Betle- hem og þar ná hátiðahöldin há- marki með guðsþjónustu i fæð- ingarkirkjunni. I fyrsta sinn verða jólin haldin í heimabæ frelsar- ans með kommúnista i sæti bæjarstjóra. „Við höfum yfir miklu að gleðjast/ bæði kristnir og islamstrúarmenn — því að við ætlum okkur að losa bæinn undan þeirri spillingu, sem hann hefur grotnað niður í", sagði hann blm. En kjör Sayadds hefur þó hrist rækilega upp i kerfinu þarna i Israel. En allir i bænum, kaþólikkar og kristnir arabar, jafnt sem stuðningsmenn kommúnista, hafa tekið um- skiptunum fegins hendi. En hann er líka kommúnisti En þessi þrekvaxni maður, sem eitt sinn var bygginga - verkamaður segist ekki ætla að breyta neinu, sem skaðað gæti bæinn, hvorki i trúarlegum né félagslegum efnum. Bæjarstjórinn ætlar meira að segja að reyna að auka straum pilagrima til Nasaret, með þvi að bjóða þeim betri aðbúnað og gistingu. Kommúnisti sem borgarstjóri hefur þvi ekki mikla breytingar i för með sér hvað stjórnarfar snertir i hinum helga bæ. Umdeild borg Margir hafa hernumið og rikt yfir Nasaret — þar á meðal arabar, gyðingar, krossfarar, tyrkir og bretar. Frá þvi róm- verskir landstjórar riktu yfir Palestinu hefur borgin oft legið i rústum. Arabar eyðilögðu hana t.a.m. skömmu áður en kristnir krossfarar hertóku hana. Saladin serkjasoldán náði borginni aftur á vald Islams á 12. öld, en nokkrum áratugum seinna náðu kristnir menn henni aftur á vald sitt. Arið 1620 komu til Nasaret franskir fransiskusarmunkar og i aprilmánuði 1799 hélt Napóleon innreið sina i borgina. I fyrri heimsstyrjöldinni her- tóku bretar borgina af tyrkjum. Seinna varð allt svæðið breskt verndarsvæði, sem ýmsar þjóð- ir höfðu þó nokkur völd yfir. Frá þvi að Israel varð sjálf- stætt riki árið 1948 var Nasaret innlimuÖ i það. Múhameðstrú- armenn eru þar aðeins fleiri en kristnir, en allir vilja samt að borgin haldi mikilvægi sinu fyrir kristna pilagrima. Frá Nasaret.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.