Vísir - 22.12.1975, Síða 9

Vísir - 22.12.1975, Síða 9
VISIR Mánudagur 22. desember 1975. 9 Jón Þórðarson frá Borgarholti Fjölva-útgáfa. Það er ekki nóg að Fjölva-út- gáfan gefi út Tinnabækurnar margrómuðu, og hafi margt fleira látið frá sér fara til að gleðja lesendur i landinu. Hún hefur einnig gefið út ljóðabók- ina, sem hér um ræðir, og þá liklega fyrir sálu sinni, þvi varla mun gróðavon nokkra að hafa af slikri útgáfu, svo höllum fæti, sem ljóð standa i þýfðu en annars grasmiklu túni Braga, svo notuð sé gömul og dálftið hjassaleg liking. Jón Þórðarson frá Borgar- holti hefur mikla skemmtan af þviað vera úti i náttúrunni, sem svo er kallað, þ.e. fara á fjöll og i öræfaferðir og ganga með glöðu fólki á góðum sumardegi. Hann yrkir töluvert um þetta. Hann kveður á landið af mikilli innlifun i harðrimuðu mali, bindur sjón sina og tilfinningu i hljóðstafi og gerir sumt snotur- lega, þótt það valdi honum nokkrum erfiðleikum að margt fallegt hefir verið sagt um landið og varla orðið mikið rými eftir innan hefðbundinna hátta, svo sjálfort er það flest orðið. Hinu er ekki að neita að viljinn er góður og tilfinningin sönn. Með fljóta stökur, varla minna en hringhendur, minn- ingarljóð og afmælisskeyti. Allt er þetta haglegt og vandlega kveðið. Ein visan hljóðar svo: Hún er undur létt i lund, — ljúfa hrund ég kenni, eina stund á Edens grund átti ég fund með henni. Það má til sannsvegar færa, að Edensgrundir séu til á Is- landi, þótt maður i fljótu bragði w A EDENS GRUND láti sér detta hlýrri og rign- ingarminni staði í hug, enda mun þetta vera liking um þann blett á jörðinni, þar sem ástar- fundur stendur hverju sinni. Eru þær því margar Edens- grundirnar, einkum þar i kring sem sveitaböll eru haldin að sumrinu, og jafnvel dæmi um Edensgrund að vetrinum lika. Stökurnar eru ekki margar. öllu mikilsverðara en fyrr- nefnd staka finnst mér erindið: Og ljúfsár minning hjartahlý mér heldur vörð. —• Or timans ólgu hafi hefst in helga jörð með ljósra nátta geisla gull og glöðum blæ, með lóukvak og lambajarm við litinn bæ. Þessar ágætu hugsanir sóttu á Jón frá Borgarholti, er hann var eitt sinn staddur i London á sól- mánuði. Þá er gott kvæðið ,,Þú vakir æ i' minni”, einnig kaflinn ,,Á fjöllum i flokknum ,,út i blá- inn”, og ljóðin ,,Þú, sem....” og ,,A yztu nöf.” Jón Þórðarson gerir sér far um að vanda verk sitt og yrkir kórrétt, svo hvergi sést blettur eða hrukka. Sonur hans, Megas, hefur gert káputeikningu og unnið hana mjög i þeim blæ mikillar fjallasýnar, sem vakir fyrir flestum ljóðum bókarinn- ar. IiulriðiG. Þorsteinsson STRÁIÐ I MOLDINNI stjórnmálum og áreiðanlega hlotið þar ýmsar skrokkskjóður. þótthannhafi látið kyrrt liggja. Ég hef ekki svo ég muni séð eftir Kristján erindi eins og þetta, Ur kvæðinu Gestir: Kristján frá Djúpalæk Sólin og ég Bókaforlag Odds Björnssonar. Komin er út væn ljóðabók eft- ir Kristján Einarsson frá Djúpalæk myndskreytt af Bolla Gústavssyni og tileinkuð Unni. Við yfirlestur litur maður kunn- uglegt landslag, þótt viða sé það töluvert stórbrotnara en áður, eins og tindarnir hafi ýtzt ofar og hærra og hið skaplega slétta land sé orðið hnlflóttara. Kristján frá Djúpalæk hefur ætiðverið skáld mikilla tilfinn- inga, þær hefur hann mótað á steðjum rims og forms, stund- um rauðglóandi. Ljóðskáldið Kristján er að eldast, og hinn ærslafulli tónn, jafnvel I alvörunni, er orðinn agaðri en áður, og hinn mjög svo auðveldu tök, sem skáldið hefur á framsetningunni, veitir aganum æskilegt brautargengi. Kristján frá Djúpalæk er skáld hinna margvislegu dæma, sem draga til ákveðinnar niðurstöðu, þ.e. þau hafa oft og tiðum ein- kenni spakmæla. Þetta kemur einkum fram I síðari hluta bók- arinnar, sem höfundur nefnir Glettur og gráglettur, en auk þess viða I fyrri hluta hennar. Yfirleitt skilur Kristján ekki við ljóð I lausu lofti. Hann fullyrkir, en sé engin svör að finna lýkur ljóðinu gjarnan á meginspurn- ingu, sem i sjálfu sér getur verið niðurstaða. Þessi skáldskapar- lega stefna er bæði styrkur og veikleiki Kristjáns. A tiskutið, þar sem finast þykir að láta allt svlfa, komast margir billlega frá ljóðum sinum, og enda kannski verr en þeir byrja ljóð- ið, svo menn eru engu nær hvers vegna fitjað var upp á þessu. Að hinu leytinu geta „hálfkveðnar visur” veitt ljóðinu meira þan- þol og orðmyndunum meiri spennu. Það er nú einu sinni svo, að orðavalið i ljóði hefur miklu meira að segja um framgang þess, heldur en það atriði að loka hverjum heimi þeirra vel og vandlega. Og Kristján frá Djúpalæk skortir ekki orðin. En það er stundum eins og honum sé meira i mun að fullgera myndina en beita orðunum, eins og myndvarpi innan ljóðsins, og skilur þar á milli þess, sem yrkir af megin- þrótt I snöggum leiftrum hug- ljómunarog hins, sem af þræls- legri áráttu liggur yfir hverju orði, unz þau hvert fyrir sig eru komin i ætt við regnbogann. Mér hefur frá fyrstu tíð þótt gott að fá ljóðabók eftir Kristján i hendur, og svo er um þessa. Þó hægt sé að tala lengi um hina innri tækni ljóða og forms, þá breytir það engu um þá stað- reynd, að Kristján slær steðja sinn til hljóms á skáldaþingi og hefur lengi gert. í þessari bók er fallegt ljóð til Guðmundar Böðvarssonar (Slðasta bréf til G.B.) Þeir skrifuðust á I fjölda ára og voru trúnaðarvinir, og fáa hefur Kristján dáð meir en þannan borgfirska ljóðmæring. Og ekki er nokkur yfirlýsing I eftirfarandi ljóðbroti úr kvæð- inu öl Guðmundar: Mest var þó gæfan að geta gefið tilfinning sinni mál, kveðið burt óttann og efann, angrið, sem leitar á hverja sál, tjá einnig gleðinnar töfra, trú sína, von og ást, hlæja með glöðum, hugga hinn, sem draumurinn brást. Þrátt fyrir hinn heimspeki- lega þankagang i ljóðum Kristjáns, kemur hvergi fram i dæmisögum og spakmælum ljóðanna neinn þytur af skoðun- um höfundar á eilífðarmálum, svonefndum, i meiri mæli en þeim sem eðlilegt getur talizt um lifsskoðanir skálda. Aftur á móti brýnir skáldið röddina, þegar kemur að réttlætinu og hlut litilmagna, svo veraldlegt sem það nú er. Kristján hefur ætið haldið sig til vinstri i Hvar gestirnir Ilendast, þar ganga þeir af þjóðinni dauðri. Sýn varúð gegn framréttri heimsmanna hönd, jafn hvitri sem rauðri. Við hefðum vist allir viljað þetta sagt hafa þrátt fyrir ýms- an ágreining. Kristján frá Djúpalæk ber viða i þessari siðustu ljóðabók. Hann hefur löngum þurft um margt að yrkja. Og alltaf er hann að gera glettilega góð ljóð með þeim aðferðum. sem hon- um þóknast. Hann er ekki um- ' byltingamaður I skáldskap. og listastefnur lætur hann lönd og leið. Skáldskapartunga hans er hans móourmál og þvi fær eng- inn breytt. Hann hefur rika til- finningu fyrir náttúrunni og fólkinu og dregur af þvi dæmi sin og heimspeki. Og ljóð hans eru einlæg. Það verða engar brellur fundnar i hans munni. Og það er ekki á hverjum degi. sem maður les ljóð á borð við það, sem hann nefnir Þetta land. og lýsir honum vel sem skáldi og manni: Þetta land geymir allt. sem ég anh. Býr i árniði grunníónn mins lags. Hjá þess jurt veit ég blómálf minsbrags. Milli bjarkanna yndi ég fann. Ber mér útræna ilminn frá sjó. Blærinn angan af lyngi og mó. Djúpa hugró á fjöllum ég finn. Meðal fólksins er vettvangur minn. Þetta land skamma stund bjó mérstað. Ég er strá i þess mold. Ég er það. lndriði G. Þorsteinsson

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.