Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1925, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1925, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. október 1925. Trolls & Rofhe h.f. Rvik Elsta viÍpygibigaPBkrlihtofi landsins. ---------Stofnuð IBIO.------ Anout ▼itryggioffar gego ajð og brunatjónl moð bwtu fáanlegum kjðrum hjá Abyggllegum fyrata flakka. vátygglngarfjelflgum. Bargar mlljónlr króna gralddar innlendum vá- tryggendum I akaðabaatur. Látlð b*l aðalna ekkur annaat allar yðar vá- trygglngar, þá ar yður órelðanlaga borglð. ari hugsjón ekki verið síður vel tekið en hinni, enda starfar þessi fjelagsskapur hvortveggja mjög- saman, og víðast sömu menarirnir sem berjast fyrir hvorutveggja. Var alþjóðaþing haldið í Stokk- hólmi 19.—30. ág. síðastl. og þar boðin þátttaka öllum kristnum trúfjelögum og kirkjudeildum ásamt þeim stofnunum og f jelögum sem vinna að vaxandi menningu og siðferði meðal þjóðanna. Hafði sænska kirkjan með Söderblom í fylkingarbrjósti alla forgöngu og umsjón með fundinum, vafalaust myndarlega styrkt af sænska rík- inu og þjóðinni. Dagana 17. og 18. ágúst dreif fundarmennina að Stokkhólmi úr öllum áttum. Stóð í kveldblöðun- um þann 18., að þá mundu vera komnir þangað rúmlega 500 sendi menn frá hinum ýmsu þátttak- and.i kirkjum og flest gistihús borgarinnar væru orðin full. Þótti Svíunum mannfjöldi þessi setja allmikinn heimsborgarblæ á höf- uðborgina. Því þarna gat að líta ærið mörg og ólík þjóðerni. Höfðu líka sumir æðstu kirkjuhöfðingj- arnir, svo sem patriar<karnir grísk- kaþólsku með sjer allmargt fylgd arlið, auk fjölda blaðamanna og frjettasnápa úr öllum áttum, sem þyrptust að. Tóku Svíar vel og rausnarlega á móti öllum sem komu; var fjöldi hjálparmanna og leiðbeinenda á öllum járnbraut arstöðvum, strax þegar kom inn fyrir landamæri Svíþjóðar, og hjálpuðu þeir fundarmönnum með mestu alúð og leiðbeindu hvar sem þurfti. Voru þeir auðkendir með bláu og gulu merki, og stóð á því „Life and "Work". Munu þessir leiðbeinendur hafa skift mörgum tugnm, eða jafnvel hundr uðum, flest ungir menn, sem allir nnnu kanplaust fram til fundar- loka. Þegar til Stokkhólms kom, var hverjum fundarmanni fvrirfram ákveðinn bústaður, annaðhvort á gistihúsum eða heimilum úti um bæinn og ætlast til að bústaðn- um fylgdi morgunmatur. Var þetta að mestu ókevpis því Sví- ar skoðuðu fundarmenn sem gesti sína. Þann 18. munu flestir sem komnir voru hafa: cnot&ð timann til að kynna sjer bæinn, fundar- staðina og skrifstofur þingsins. — Attu fundirnir að fara fram ým- ist í Musikalska Akademien eða Blasiholmákirkjunni, en í sam- bandi við þá staði voru skrif- stofur og lestrarsalir og leiðbein- ingastofur sem menn gátu notfært s-jer eftir þörfum. Var þar póstaf- greiðsla, símastöð, baniki, bóka- og pappírsbúð og yfirleitt flest það sem hugsanlegt var að útlend- íngum, ókunnugum í borginni kæmi vel. Afgreiðslufólkið á þess- um stöðum talaði að heita mátti á öllum tungum, enda var það alment undrunarefni aðkomu- manna hvað Svíar höfðu þarna mörgum og góð.um málamönnum á að skipa. Þegar við höfðum tilkynt komu okkar, var hverjum einum afhent taska, full af skjölum og bókum. Kendi þar margra grasa. Voru þar „progröm“ fundanna, hand- bók, sálmasöngsbók, aðgöngumið- ar að ýmsum stöðum, kort yfir bæinn og ýmislegt fleira, auk (kjör brjefa og skírteina sem hver fund- armaður þurfti að hafa og merki sem þeir áttu að bera til auðkenn- ingar. Voru merkin árituð með nafni og þjóðerni hvers manns, og áttu að berast í vinstra treyju- horni. Gerði það alla viðkynningu auðveldari, þegar ekki þurfti ann- að en lesa nafn og þjóðerni hver t öðrum. Þann 19. ágúst kl. 10,30 hófst svo þingið með guðsþjónustu í öfcoEkicken. .Áttu allir uð vera komuir í sæti kl. 10,50 en kl. 11 kom konungur með fylgdarliði síuu og hirð, útlendum sendiherr- um, höfðingjum og aðli. Var það glæsilegur hópur á að líta. Stóð allur söfnuður upp, þangað til kon ungur var sestur. Bjóst jeg þá við að messan mundi bvrja, en þess í stað heyrðist hringt lítilli bjöllu. Sást þá marskálkur ganga inn kirkjugólfið og skömmu á eftir honum komu austurlensku patri- arkamir með fylgdarliði sínu. — Gekk Photios patriarki og páfi af Alexandríu fremstur, en á eftir honum patriarkarnir og höfuð- borgarbiskuparnir af Jerúsalem, Rúmeníu, Sofíu, Bukavina o. fl. Voru þeir í fullum biskupsskrúða og með hirðstafi sína. Hvarf hug- urinn ósjálfrátt aftur í fornkristni þegar hópur þessi birtist, því all- ir voru þeir hinir postullegustu. Er Photios áttræður að aldri, en þó hinn ernasti. Þegar þeir voru sestir hófst guðsþjónustan. Var fyrst sunginn silmur, en þar næst byrjaði langur vígslusöngur milli prests og safnaðar, á sænsku og latínu. Var fyrir altari ungur prestur, sænskur, afburða radd- maður, og söngkórið svo að óvíða mun heyrast annað eins, hvað þá betra. Þá steig erkibiskupinn af Winchester, Dr. Wood í stóliim og flutti ágæta prjedikun. Hafði hann fyrir texta: Gerið iðrun, því bimnariki er nálægt. Eftir prje- dikun söng söngflokkurinn: Veni, Sancte Spiritus. Hófst þá aftur víg8hisöngur. sem endaði með bœn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.