Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1925, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1925, Blaðsíða 3
4. október 1925. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9 Veggfððurverslunin Sv. Jónsson & Co. Klrkju«tr»il 8 B. hefír miklar birgöir af nýtiaku reggfóöri. :: :: 150 teguDdum úr aö velja. :: :: Niöursett verö. Verð á rúllu ffrá 48 aur. og upp efftir gœðum. KomiS og ekoöift, Aöur en þjer festið kaup annaraetaöar. og blessun frá altari. Að síðustu söng svo allur söfnuðurinn stand- andi: Vor Guð er borg á bjargi traust, hver á sínu móðurmáli og eftir því sem kunnu. Var þá messugerðinni lokið, og hafði bún verið bæði tiikomumikil og hátíð- leg. Þegar gengið var úr kirkju var fundarmönnum öllum raðað og síðan gengið til konungsballar upp í svonefndan Ríksal. Þegar allir voru sestir, talaði Söderblom nokkur orð til konungs og bað hann að opna þingið. Hjelt þá konungur alllanga ræðu og mælti á enska tungu. Bað hann þá full- trúa sem þarna voru mættir vera velkomna í höfuðborg Svíþjóðar. Mintist síðan á kirkjuþingið í Nikea fyrir 1600 árum síðan og hvað eftir það hefði legið, en gat þess ai fyrir þessu þingi Iægju ekki síður mikilsvarðandi mál. Vónaði hann að þingið næði þeim .tilgangr sem fyrir þvr vekti, vist- in yrði okkur góð og samveran og kynningin mætti draga þjóðirnar og hinar mismunandi kirkjudeild- ir -nánar saman. Lýsti hann síðan þingið sett. Þá ávörpuðu konung sinn maðurinn fyrir hverja deild fundarmanna, en þeim hafði áður verið skift í 4 deildir. Talaði patri arkinn af Alexandríu fyrir hönd grísk-kaþólsku kirkjunnar, dr. Arthur Brown fyrir Amerí'ku, erki biskupinn af Winchester fyrir Bretaveldi og dr. Kapber (þýsk- ur) fyrir Evrópu. Að þeim ræðum loknum var gengið í sal einn í konungshöll- inni, sem heitir Vits Havet. Tók konungur og drotning, ríkiserf- ingi og frú hans þar á móti fund- armönnum, gestgjöfum þeirra og ýmsum höfðingjum, sem of lengt yrði upp að telja. Mátti þar sjá margt glæsimanna og margar orð- ur. Þó engin væri þar Fálkaorðan svo að sæist. Voru þar um 1200 manns og ræddi konungur og fólk hans við ýmsa, er á vegi þess uiðtt. Nokkuð var þar hávaða- samt, því menn ræddust' þar við feimnislaust, og þurftu ekki allir að hafa hátt um sig, svo töluverð- ur kliður yrði samt af svo mörgu fólki. Eftir nokkra stund leiddi konungur Photios hinn gamla af Alexandríu út og eltum við hinir. Glaðuaði nú yfir hópnum, því all- ir vissu hvað í vændum var. Var gengið niður í borðsalinn, og stóð Söderblom, erkibiskup. þar framreiddur matur handa ÖU- um; Vár klukkan orðih 2 og flest- ir þreyttir orðnir og þurfandi fyrir hressingu. Bórðkaldi því ætla jeg ekki að'lýsay það getur enginn maðUr, síðan Gröndal ljest. En hressilega var tekið til og vel fram borið, enda munn allir hafa farið þaðan vel undirbúnir undir erfiði næsta dags. Merkilegasia endurminningin sem jeg geymi frá því borðhaldi er það, að þar kyntist jeg Balan, patriarka frá Rúmeníu. Sendi hann til nrín einn af aðstoðarmönnum sínum, til þess að vita hverjir við værum, ídend- ingarnír, af þÝí Við vorum í hemp um. Þá flík hafði hann aldrti fyr sjeð. Var preláti þessi þeim mun vitrari mörgum sem nær okk ur. búa, að hann vissi bæði um kristnitökuna hjer á landi, siða- skiftin og aftöku Jóns Arasonar. Var hann sýnilega gagnmentaður maður og viðræðugóður. Öll fói* móttakan hjá konungi fram með einstakri viðhöfn, en ölltim þjóðtim, smáum sem stór- um, gert þar jafnt undir höfði. Vóru flögg allra þjóða á stöng fyrir framan konungshöllina, og íslenska flaggið hið þriðja í röð- inni frá höllinni, andspænis Danne brog. Ljetum við ekkert tækifæri ónotað þegar gafst, að sýna mönn nm þrílita fánann, og þótti öllum hann sóma sjer þar velj en marg- ur gat þess, að aldrei hefðu þeir sjeð hann fyrri, jafnvel margir Svíar þektu hann ekki. Sýnir það og margt fléira, sem við komumst að síðar, hve raunalega fákunn- andr eriendar þjóðif eru um oklk- ur og hve dæmalausar hugmyndir jcfnvei mentaðif menn hafa um ísland og alt sem íslenskt er. — Varð jeg til dæmie oft að marg* taka fram, að jeg væri fæddur Islendingurt hjeldu menn, að jeg væri annaraT þjóðar, en hefði flust hingað og starfaði hjer, en hjer væru Eskimóar. Sannfærðist jeg fljótt á, hvíiík nauðsyn er á að kynna þjóðina meir út á við, en gert hefir verið, og hve mikið gagn er að því að láta menn hjeð* an sækja svona alþjóðaþing, þó ekki sje nema til þess að sýna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.