Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1925, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1925, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. október 1925. Þegar maðurinn sneri sjer við, varð Sigurði hverft við, því hann sá nú, að það var ekki Gunnar. En ókunni maðurinn rjetti hon- um óðara regnhlífina, vandræða- legur og stamandi: — Jeg bi—bið yður mikillega afsökunar! Jeg vi—vissi ekki, að það var regnhlífin yðar! Ekkjan. Það var kominn nýr prestur í sóknina og efnaður sjálfseignar- bóndi var nýdáinn. Undir eins og presturinn frjetti það, brá hann við til að samhryggjast ekkjunni og hugga hana. — Já, sagði hann, það gengur því miður oft svo í þessum heimi, að okkur verður fyrst fyllilega ljóst, hvers virði það er, sem við höfum mist, þegar það er um stinan. — Ojé, sjera Jón, svaraði ekk- jan; það er gullsatt. En jeg hefi nú reyndar ekki mist neitt, því hann var vel vátrygður. Líku líkt. Tvær gamlar kunningjakonur mættust á götu: — Það eru víst nokkur ár síð- an jeg sá yður seinast. Jeg ætlaði varla að þekkja yður. Þjer eruð orðin svo ellileg. — Nei, er það sattt Jeg hefði, svei mjer þá, heldur ekki þekt yður, ef þjer hefðuð ekki verið i sama kjólnum. Jónas. Vinnustofan hans Gísla málara er alþakin óseldum málverkum. Og nú hefir hann í blöðunum auglýst, að þau sjeu til sýnis á hverjum degi kl. 12—4. Þetta hrífur. Það kemur sann- arlega einn sýningargestur. Og þegar hann er búinn að hringsól- ast dálítið í stofunni, stansarhann fyrir framan eitt af málverkun- um og spyr: — Hvað á nú þetta að vera! — Það er hann Jónas og hval- nrinn. — Jú, hvalinn kannast jeg við. En hvar er þá hann Jónas? — Sjáið þjer ekki litla þykk- ildið framan á kviðnum á hvaln- Alllr oem reynt hafa eru áneeg&ir með viðsklftin viö oss. Fiölbreyttast urval af allskonar pappfr, Scort* um, umslögum o. fl. ISAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F. Shenandoah loftskipid ameriaka, sem fórst 3. september. Myndin sýnir leifarnar af amer íska loftskipinu Shenandoah, er fjell til jarðar í Ohio þann 3. september. Loftfarið lenti í hvirf- ilvindi afskaplegum. Mistu menn alla stjórn á því. Brotnaði það í þrjá hluti, er fjellu hver í sínu lagi til jarðar. Pimtán manns fór- ust af þeim sem í loftfarinu voru, en allmargir voru þeir, sem kom- ust lífs af. Að nokkur komst lífs af kom til af því, að í loftbelgn- um var Helliumgas, sem eigi er eldfimt, því eldingu mun hafa slegið í loftfarið. um: Jú, þegar jeg gæti betur að. Það er hann Jónas! Boðið betur. Þorlákur kjötsali kemur til mál- færslumanns. — Ef hundur kemur inn í búð- ina hjá mjer og stelur kjöti, á þá eigandi hundsins að gjalda mjer skaðabætur fyrir þaðt — Já, auðvitað! — Það er ágætt. Það var ein- mitt hundurinn yðar, sem stal kjötbita í búðinni hjá mjer. Jeg heimta 10 kr. í skaðabætur. — Með ánægju! En fyrst á jeg að fá 20 kr. fyrir að svara spurn- ingu yðar. Hitamælirinn. Inga litla hafði verið send í dð til að kaupa hitai^celi. — Sagði hún mamma þjer ekki neitt um, hvernig hitamælirinn ætti að vera, spurði búðarmað- urinn. — Nei, svaraði Inga litla. En það er best að jeg fái einn af þeim stærstu, sem þjer hafið, því það á að hita upp svefnherbergið okkar með honum. í»afoldarprentsmlBja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.