Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1925, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1925, Síða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. október 1925. Alllr sem rsynt hafa eru áneegðir meö viöskiftin við osb. Fjölbreyttast úrval af allskonar pappír, kort' um, umslögum o. fl. ISAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F, Þegar maðurinn sneri sjer við, varð Sigurði hverft við, því bann sá nú, að það var ekki Gunnar. En ókunni maðurinn rjetti hon- um óðara regnhlífina, vandræða- legur og stamandi: — Jeg bi—bið yður mikillega afsökunar! Jeg vi—vissi ekki, að það var regnhlífin yðar! Ekkjan. Það var kominn nýr prestur í sóknina og efnaður sjálfseignar- bóndi var nýdáinn. Undir eins og presturinn frjetti það, brá hann við til að samhryggjast ekkjunni og hugga hana. — Já, sagði hann, það gengur því miður oft svo í þessum heimi, að okkur verður fyrst fyllilega Ijóst, hvers virði það er, sem við höfum mist, þegar það er um stinan. — ójá, sjera Jón, svaraði ekk- jan; það er gullsatt-. En jeg hefi ná reyndar ekki mist neitt, því hann var vel vátrygður. Líku líkt. Tvær gamlar kunningjakonur mættust á götu: — Það eru víst nokkur ár síð- an jeg sá yður seinast. Jeg ætlaði varla að þekkja yður. Þjer eruð orðin svo ellileg. — Nei, er það satt? Jeg hefði, svei mjer þá, heldur ekki þekt yður, ef þjer hefðuð ekki verið i sama kjólnum. Jónas. Vinnustofan hans Gísla málara er alþakin óseldum málverkum. Og nú hefir hann í blöðunum auglýst, að þau sjeu til sýnis á hverjum degi kl. 12—4. Þetta hrífur. Það kemur sann- arlega einn sýningargestur. Og þegar hann er búinn að hringsól- ast dálítið í stofunni, stansarhann fyrir framan eitt af málverkun- um og spyr: — Hvað á nú þetta að vera! — Það er hann Jónas og hval- urinn. — Jú, hvalinn kannast jeg við. En hvar er þá hann Jónas! — Sjáið þjer ekki litla þykk- ildið framan á kviðnum á hvaln- um? — Jú, þegar jeg gæti betur að. — Það er hann Jónas! Boðið betur. Þorlákur kjötsali kemur til mál- færslumanns. — Ef hundur kemur inn í búð- ina hjá mjer og stelur kjöti, á þá eigandi hundsins að gjalda mjer skaðabætur fyrir það! — Já, auðvitað! — Það er ágætt. Það var ein- mitt hundurinn yðar, sem stal kjötbita í búðinni hjá mjer. Jeg heimta 10 kr. í skaðabætur. — Með ánægju! En fyrst á jeg að fá 20 kr. fyrir að svara spurn- ingu yðar, Hitamælirinn. Inga litla hafði verið send í að til að kaupa hitamæii. — Sagði hún mamma þjer ekki neitt um, hvernig hitamælirinn ætti að vera, spurði búðarmað- urinn. — Nei, svaraði Inga litla. En það er best að jeg fái einn af þeim stærstu, sem þjer hafið, því það á að hita upp svefnherbergið okkar með honum. t»afoldarprentsmiBja h.f. Shenandoah lofiskipið ameriska, sem fórst 3. september. Myndin sýnir leifarnar af amer iska loftskipinu Shenandoah, er fjell til jarðar í Ohio þann 3. september. Loftfarið lenti í hvirf- ilvindi afskaplegum. Mistu menn alla stjórn á því. Brotnaði það í þrjá hluti, er fjellu hver í sínu lagi til jarðar. Fimtán manns fór- ust af þeim sem í loftfarinu voru, eu allmargir voru þeir, sem kom- ust lífs af. Að nokkur komst lífs af kom til af því, að í loftbelgn- um var Helliumgas, sem eigi er eldfimt, því eldingu mun hafa slegið í loftfarið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.