Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1925, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1925, Síða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. október 1925. Váti«yggið eigup yðar hjá IhE Eagle Star B British Damimans Insurance Co.f ttd. Aðalumboðsmaöur á íslanði GARÐAR GÍSLASON, Reykjavfk. öðrum þjóðum að við lítum út eins og aðrir hvítir menn. Kl. 4,30 byrjuðu svo sjálfir fundirnir.Voru þeir síðan á bverj- um degi og að heita mátti und- antekningarlaust með sama fyrir- komulagi. Á morgnana kl. 9,30 var byrjað með sambæn, og svo byrjaðar umræður kl. 10 og stóðu þær til kl. 12. Þá var hlje til kl. 2, en þá settur fundur sem stóð til kl. 4. Þarnæst hlje til kl. 5, síðan fundur til kl. 7, þá hlje til kl. 9 að guðsþjónustur eða sam- komur voru haldnar í ýmsum kirkjum í borginni og stóðu þær jafnaðarlega til kl. 10,30 eða 11. Var því hinn eiginlegi vinnudag- U’. 8 tímar að minsta kosti. Fund- arsköp voru þau að framsögumað- ur mátti tala í 20 mín., en þeir sem tóku þátt í umræðum 5 mín. en gátu fengið 2 mín., sem nokk- urs konar dýrtíðaruppbót, en voru svo miskunnarlaust hringdir niður ef þeir hættu ekki, hvort sem bún- ir voru eða ekki. Þyrftu forsetar alþingis að fá þá klukku að láni sem notuð var og taka upp þenn- ar. sið. Væri það þjóðþrifaráðstöf- ún. Ennfremur þurftu þeir sem ætlúðu að taka til máls að til- kynna það deginum áður og fá ræðukort og ekki mátti tala á öðr- um málum en ensku þýsku og frönsku. Var framsoguræðum jafn an útbýtt um leið og haldnar voru, prentuðum á þeim af þess- um þremur málum sem þær voru ekki haldnar á. T. d. að ræða sem haldin var á ensku, var prentuð og útbýtt á þýsku og frönsku. Umræður voru þýddar um leið af túlk, svo í rauninni fór alt fram á þessum þrem málum jöfn- um höndum. Dagskráin var þessi: I. Skyldur kirkjunnar með til- liti til heimsfyrirætlana Guðs. II. Kirkjan og fjárhags og iðn- aðarmál: a. Kristilegur kærleikur og fjárhags og iðnaðarmál. b. Maðurinn og eignarrjett- rjetturinn. e. Samvixma í iðnaðarmálum, þjóðleg og alþjóðleg. i d. Barna og unglingavinna. e. Atvinnuleysi. III. Kirkjan og þjóðfjelags og siðferðismál: a. Köllun og lífsstarf. b. Heimili og húsnæði. c. Æskan. d. Kynferðið. e. Hegningarlöggjöfin. f. Drykkjuskapur. g. Hvíldartímar. IV. Kirkjan og alþjóðasambönd: a. Kirkjan sem alheimsstofn- um b. Skylda kirkjunnar að vinna að bræðralagi meðal mannanna. c. Kynþáttaþrætur. d. Hvað getur kirkjan unnið fyrir friðinn, og hvað get- ur hún gert til að sporna á móti ófriðarorsökum. e. Heimsbandalag til að auka alþjóðavináttu. f. Borgaraskyldur kristins manns (við þjóð sína og ríki). g. Lög og rjettur í stað ó- friðar, til að ráða til lykta deilumálum þjóðanna, bygt á opinberunum og leið- beiningum heil. ritningar. h. Sættir og bræðralag í kristilegum kærleiksanda. V. Kirkjan og kristin menning. a. Mentun og þroski kristi- legs maimgildis. b. Mentun með tilliti til borg aralegs manngildis, bæði á trúarlegum grundvelli og með samvinnuhugsjón. c. Mentun með tilliti til al- þjóðasamvinnu hugsjónar. d. Mentun til aukins skiln- ings og samúðar Austur- og Vesturlanda. e. KensluLækur, VI. Uppástungur um sambands- og samvinnutilraunir með kristn- um trúfjelögum:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.