Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1925, Qupperneq 3
11. (yktóber 1925.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Ferð til Finnlands.
Eftir Björn Gudmundsson kennara.
Járnbrautarstöðin í Helsingfors.
Ef'tir hinn fræga b.vggingameistarsl* Saarinen. Hinn sjerkennilegi stíll
stingur í augun.
„Ólafur helgi.“
Ólafur helgi („Hellig 01av“)
átti að fara frá Kaupmannahöfn
1. ágúst kl. 10 f. m. För sú hafði
verið auglýst löngu áður, og var
stofnað til hennar aðallega vegna
norræna kennaraþingsins í Hels-
ingfors. Bennett’ Rejsebureau í
Kauphiannaböfn efndi til farar-
innar.
Gefinn var köstur á fari fram
og aftur og fæði allan tímann og
umhirðu fyrir kr. 300, 410, 475,
500, 525 og 625 og 750, aðeins
handa tveimur fapþegum hvort.
Mismunur verðsins var aðallega
fólginn .í stærð og viðhöfn svefn-
klefanna, því öllum var heimilt
að vera hvar sem var í skipinu á
daginn, og matur samur fyrir alla.
Olafur helgi er eign gufuskipa-
fjelagsins ,Seandinavian-Ameriean
Line‘ og er 10 þús. tonn að stærð
og getur farið með 14 sjóm. hraða
á klst. Gullfoss, sem vera mun
um einn sjöundi af þessari stærð,
myndi ekki sýnast stór við hlið
hans, en í samanburði við stærstu
línu-skipin, sem sum eru nær 60
þús. ton, myndi Ólafur sýnast
smár líkt og Gullfoss hjá honum.
Þetta er þó óvenjulega stór og
góður farkostur hjer milli Norð-
urlandanna, og hefir margan fýst
að rej'na liann, því öll rúm urðu
upptekin.
Lagt af stað frá Höfn.
Frá kl. 8 um morguninn voru
þessir rúmlega 800 farþegar að
þokast um borð. Það tók tíma að
skoða farseðlana, atlmga og
merkja öll vegabrjef.
Stimamjúkir, hvítklæddir þjón-
ar hjálpuðu farþegunum að bera
pjönkurnar upp stigana (land-
gangana), sem bæði voru brattir
og langir, og síðan er á skipsfjöl
k( m, að vísa á klefa og rúm.
Fjöldi fólks var á hafnarbakk-
anum og beið þess að klukkan
yrði 10 og Ólafur legði af stað.
Svo kom stundin, og hægt og há-
tíðlega leið „hinn lielgi“ fánum
skreyttur stafna rnilli út úr höfn-
inni. Ótal myndtökumenn tyltu
sjer upp hvar sem komist varð á
landi, og fjöldinn fylgdi veifandi
svo langt sem kómist varð. Öll
vinstri hliðin á Ólafi moraði af
veifandi, mislitum manngrúa.
Á siglingu.
Aldrei er víst skipalaust á Eyr-
arsundi. Nokkuð var það, að nú
moraði þar af öllum tegundum
skipa, smáum og stórum, er
stefndu í ýmsar áttir.
Fögur er sigling um sundið, og
nutum við nú veðurblíðunnar,
hressandi liafgolu og indæls út-
sýnis á þiljum uppi þennan fagra
ágústmorgun. Lúðrasveit skipsins
ljek við og við á ýmsum stöðum
á skipinu til skemtunar. Legustól-
ar og setustólar voru til afnota
á öllum þiljum.
Þótt borðsalir skipsins væru
margir og rúmgóðir, rejmdust
þeir samt of litlir, svo margir
urðu að bíða næstu umferðar;
var það all-löng bið um miðdag-
inn, því þá voru rjettir þrír og
ekki sem greiðust afgreiðsla hjá
þjónunum, og ljetu þeir þó liönd-
ur standa fram úr ermum. Ann-
ars áttu þeir ekki sjö dagana sæla
í þessari ferð, vesalings þjónarn-
ir ;• svefninn 3—4 tímar, stundum
alls enginn timi til miðdagsverð-
ar, aðköll og aðfinningar, sem
þeir tóku með mestu rósemd og
jí fnaðargeði, en drykkjuskilding-
arnir áttu að jafna yfir þetta alt.
Það væri synd að segja, að matur
hefði ekki verið bæði nógur og
góður, enda held jeg að fæstir
hafi enst til að setjast 6 sinnum
að borðum, eins og ætlast var til.
Má það frekar óhóf teljast og
engum holt.
Sviplítil landsýn.
Klukkan um 5 síðdegis fórum
við frain hjá Borgundarhólmi. —
Þeim sem vanir eru að sjá fjöllin
á Fróni rísa úr ægi, þykir „ ekki
mikið til hæðanna koma á Borg-
undarhólmi eða landsýnar yfir-
leitt þar úr Eystrasalti; löndin
verða, strax og nokkuð kemur frá
landi, að ógnar tilkomulítilli rönd
er aðeins eygist út við sjónhring-
inn og oft hulin móðu.
Meðfram strönd Sviþjóðar.
Kl. 11 árdegis næsta dag, sem
var sunnudagur, sigldum við inn í
skerjagarð Svíþjóðar. Varla getur
fegurri innsiglingu, leiðin liggur
í ótal krókum, um örmjó sund
víða, milli skógivaxinna eyja með
fögrum snmarbý’lum og baðstöð-
um. Þennan dag sólskin og sunn-
anvindur. Mörg hundruð kapp-
siglarar og lystisnekkjur, með há-
um drifhvítum seglum liigðu leið
sína um sundin. Það var gaman
að sjá skipströllið okkar ösla með
fullri ferð inn þessi þröngu sund,