Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1925, Síða 7
11. október 1925.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
7
lekið liggur ormur með leiftrandi
demantsaugum og innan í lokinu
er þessi vísa úr „Fiinrik Stál“ :
Jag ság ett folk, som kunde allt,
Blott ej sin ára svika,
Jag ság en hár, som frös och svalt
Oeh segrade tillika.
Konan sem svnir manni heim-
kvnni Runebergs, heitir Ida Ström
borg. Hún er dóttir stofnanda og
stjórnanda elsta lýðháskólans í
Finnlandi, ep jeg nefndi fyr. Var
faðir hennar mikill vinur Rune-
bergs og kom hún þar á heimilið
daglega sein barn, og hefir skáld-
konungurinn eflaust klappað á
kollinn á litlu telpunni með þeirri
hendinni sem ekki var aflvana.
Hægri höndin, og að nokkru fót-
urinn varð máttlaus af slagi, sem
hann fjekk í veiðiför og varð
hann því rúmfastur 13 síðustu ár
æfinnar.
Aldrei gleymir maður hrifninni
og lotningunni, sem skín út úr
hverju orði og hverju tilliti gömlu
konunnar, þegar hún leiðir mann
um herbergin og skýrir frá því,
sem þar er að sjá. Hátíðlegur
blær hvílir yfir öllu eins og í guðs
húsi.
Mjög veglegur minnisvarði er á
gröf Runebergs í kirkjugarðinum,
og standmynd af lionum er í borg
argarðinum.
011 þjóðin tignar minningu hans.
Frá Svaíbaröa.
Á myndinni hjer að ofan sjest:
tií vinstri handar efst, Hákon
Noregskonungur, en til hægri efst,
Árið 1920 var undirritaður í
París samningur milli nokkurra
þjóða, er tilkall þóttust hafa til
Svalbarða (Spitzbergen), þegs efn-
is, að frá því ári skyldu eyjarnar
teljast hluti af Noregi og þar
skyldi gilda norsk lög og rjettur.
Fyrir utan Svalbarða fylgdi
með í þessum samningi Bjarney,
Hopen, Karls konungsland og
Hvítaeyja, til samans að flatar-
máli 65,000 ferkm.
Engin verulegur styr hefir stað-
hluti af strönd Svalbarða. Neðst
til vinstri sjest landabrjef, þar
sem Svalbarði er markaður á, norð
ið um Svalbarða, þó ýmsar þjóðir
vildu gjarnan hafa þar ítök, vegna
kolanáma þeirra, sem þar eru. En
Norðmenn höfðu unnið mest að
því að rannsaka landkosti þar og
framleiðslumöguleika, og höfðu
fyrstir manna tileinkað sjer land-
ið. Sættust því aðiljar á það, að
Norðmenn skyldu eignast landið
og 1-áða yfir því.
Ekki var það fyr en þ. 14.
ágúst í suniar að Noregur helg-
aði sjer Svalbarða opinberlega eða
an Noregs; í miðið partur af höfn-
inni Advent Bay, og til hægri
.fjalllendi frá Svalbarða.
ljet ganga þar í gildi lög þau,
e? samin hefðu verið um það efni.
En með konunglegri tilskipan frá
7. ágúst, er svo fyrir mælt, að
Svalbarðalögin gangi í gildi 14.
sarna mánaðar, þann dag er landið
fellur undir norska vernd. Jafn-
framt átti að koma þar þá um
lcið sjerstakur sýslumaður, svo
Svalbarða má skoða sem eina
sýslu Noregs.
Á Svalbarða var atburðarins há-
tíðlega minst með því, að Paal