Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1925, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1925, Síða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. okt. 1925. 14. og 15. öld, Varnarræðu Sókra- tesar, Nokkrar sögulegar athugan- ir um helstu liljóðbreytingar o. £1. í íslensku, 'Norvegia Saera, Sið- fræði — og Kveðjur, síðustu ljóða bók Davíðs Stefánssonar. Eitt einasta skáldverk fær að fljóta með. Ritdómarnir um liinar bækurnar eru nauðsynlegir, en þessi stefna — að útiloka skáld- ritin er óviðunandi og sæmir ekki tímariti Bókmenta-fjelagsins. J. B. Frá hafnarbakkanum- Eins og kunnugt er líta menn mjög misjafnlega á færðina á hafnarbakkanum. Jafnvel hinir vísu forráðamenn í bæjarstjórn- inni eru ósammála um það, hvern- ig færðin sje þar, halda sumir því fram, að hafnarbakkinn sje stein- lagður, og þar sje aldrei mjúkt undir fæti, aðrir eru á þeirri skoð- un, að hafnarbakkinn sje bænum ti! skammar, vegna þess, að út- lendingar sem liingað koma lendi þar í forinni. En eins og allir vita er það síður hjer í bænum, að finna þá fyrst til ósómans, þegar einhverjir útlendingar sjá hann. En þó innlendir menn vaði skít- inn upp í augu, tekur enginn til þess, ef þeir geta gert það án þess útlendingar sjái til. Hinn góðkunni teiknari Tryggvi Magnússon, kom niður á hafnar- bakka í fyrramorgun. Hann lítur á færðina eins og ipyndin sýnir. Skritlur. Kægra sagt en gert. — Sjáðu, pabbi! Þarna situr stór maðka- fluga uppi undir loftinu. Faðirinn (sokkinn niður í að lesa Morgunblaðið): Stígðu á liana strákur, og dreptu hana. Hermikrákan. — Og nú, mínir herrar og frúr, þurfið þið ekki annað en nefna nafnið á einhverju dýri, sama hvað það er, þá skal jeg undireins herma eftir rödd þess. Einn af tilheyrendunum: Reykt síld! Þvílík mildi. — Mig dfeymdi í nótt, að það var bitið eyrað af honum veslings Snata mínum. — En svo vaknaði jeg. En sú mildi! Hann þjáðist þá ekki svo lengi, aumingja grey- ið — Hvað móti öðru. Tveir drengir hittast: Þjer virðist vera gramt í geði, Nonni minn! — Já, er það ekki líka von, þeg- ar maður á aðra eins dæmalausa foreldra og jeg. 1 gær var jeg hýddur, af því að jeg vildi ekki þ mjer, og í dag af því jeg datt of'ap í lækinn, Vafasöm viðurkenning. Kennarinn gekk niður skólagöt- una og sá tvo af nemendunum vera að slást upp á líf og dauða. Hann flýtti sjer til þeirra, þreif í kragann á öðrum þeirra og sagði: — ITm> hvað eruð þið að slást? — Við vorum að slást um yður, herra kennari! sagði sá, sem fyrir takinu varð. Hann Pjetur sagði, að það væri ekki jafnmikið vit í kollinum á vður og í hænuhaus, en jeg sagði, að það væri það. Vinstúlkur tala saman. — Jeg sagði honum, að jeg vildi ekki sjá liann framar. — Hvað gerði hann þá? — Hann slökti ljósið. Brýnt erindi. Drengur kemur inn í búð. — Viljið þjerv að jeg passi búðina yðar, meðan þjer skjótist burt? — Skjótast burt! Mjer hefir als ekki komið til hugar að skjótast burt. — Jú, það verðið þjer nú að gera; því konan yðar datt áðan niður af hafnarbakkanum. Hann átti von á góflunni. Konan vaknar um miðja nótt og heyrir eitthvert þrusk í borð- stofunni. Hún bregður sjer því þangað í náttkjólnum og sjer manninn sinn nýkominn heim sitja flötum beinum á gólfinu með litþanda regnhlíf yfir sjer. — Ertu genginn af göflunum, Guðmundur? Hversvegna situr þú svona með útþanda regnhlíf yfir þjer? -v- Jeg býst við dembu. Veðmál. Eigum við að veðja, hvort þii getur staðið á öðrum fæti á með- an jeg slæ þrjú högg í borðið? — Jeg segi að þú getir það ekki. — Nú slæ jeg 1. og 2. höggið, og fer svo. — Jeg kem eftir liálfan mánuð og slæ það þriðja. í»atoldarpr«nttmltJJ* bg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.