Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1925, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1925, Blaðsíða 2
LESBÓK M0RGUNBLAÐ8INS 22. nóv. '25. ráðið mann um hábjargræðistím- ann, fœtt hann og goldið honum kaup, sjeð um hann í Reykjavík og komið honum vestur. Það vildi Snorrason ekki þótt jeg sýndi honum, að ferðalagið væri auð- velt fram með fjörðunum, aðeins kaflinn frá Látrabjargi til Reykja víkur gæti orðið mjer örðugur sökum svefnleysis, en jeg var van- ur að vaka og ætlaði auk þess að sofa á leiðinni; hvernig jeg færi að því varðaði mig en ekki hann. Gekk því ekki saman með okkur þá. TJm þetta leyti var unglings- piltur að sunnan á flækingi á ísa- firði. Hjet hann Guðjón Jónsson, ættaður að austan og var ekki með fullu ráði. Var hann stór og sterk- ur og var farinn að hafa ýmsa óknytti í frammi og kom ao því, að sýslumaður, H. Hafstein ætlaði að sinna kærum á piltinn. Einn dag mætti jeg Guðjóni og spurði hann hvað hann væri að starfa. Sagði hann mjer þá, að hann vildi helst komast suður; foreldrar sín ir væru í Ameríku og hefðu sent sjer fargjald og væri það hjá Sig- fúsi Eymundsen í Rvík og vildi nú fara, þótt sig hefði ekki langað til þess fyr. Hann sagðist hafa verið á skipi Magnúsar Blöndahl í Hafnarfirði og einnig hjá Geir Zoega. Einnig sagði hann m.jer, a? hann hefði verið kærður fyrir Hafstein og vissi ekkert hvað gera skyldi. Jeg spurði hann þá, hvort hann vildi koma með mjer, ef jeg færi. og vildi hann það. Eftir það hafði jeg lítinn frið fyrir honum. Þenna sama dag fór jeg til Haf- stein og spurði hann, hvort nokk- uð væri bví til fyrirstöðu, að jegr tæki strák með m.ier, ef je? sigldi ,,Kára" suður. Hann Ieyfði mjer það, en rjeði mjer til að hugsa ekkert um þessa ferð. Síðan fór Jeg til L. Snorrasonar og sagðí honum að nú hefði Jeg mann á. bátinn og skyldum við þegar fara að búa til ferðar, en það kvað hann mlg verða að ann- ast. Jeg heimtaði af honum troð, bik og tjðru, en við það var ekki komandi, en Águst Benediktsson hiílnnði mjer um fmislegt, sem i»er burfti. 27. maí var hítnrinn settur nið- ur t f jöru og st6ð þar um nðttina, en næsta morgun sást til íss og komu skip undan honum, þar á meðal „Einar Simers" hvaldrátt- arskip Ellefsens. Klukkan 4 e. h. var ís kominn inn á Skutulsfjörð og þá fluttu öll skip sig, sem í Sundunum voru, inn á Poll. ís þessi lá ekki lengi og 4. júní settum við „Kára" á flot og voru þá 3 kunningjar mínir með mjer á bátnum, og hjeldum við það, sem við kölluðum pínulítið reisugildi, meðan „Kári" var að fyllast, því hann lak eins og hrip. Þegar hann var hálffullur, virt- ist sjór hætta að streyma inn og ályktuðum við fjórir ,að nú væri hann að þjettast og fórum í land. Morguninn eftir var lítið meiri sjór í honum en kvöldinu áður. Var síðan sjó dælt út og bátur- inn sæmilega þjettur. Jeg flutti hann síðan að bryggju og tók nokkra vírbúa, gamla 'ofna, 3—4 kassa og gamlan dívan, sem Teit- ur Jónsson átti. Margt fleira átti jeg að taka en þverneitaði því. Svo tók jeg vatn í tunnu, brauð, smjör, dósamat, kaffi, sykur og kol. Síðan fór jeg að leita að Guð- jóni og spurði hann, er jeg fann hann, hvort hann ætlaði að koma með og var hann þá á báðum áttum og sagði jeg honum þá, að mjer væri svo hjartanlega sama, en bað hann aðeins að ákveða sig, því nú færi jeg. Svo skildum við. Síðari hluta dags hinn 6. júní borðaði jeg á „Nord- polen" með Snorrason og kvaddi hann þar, fór síðan og kvaddi frændfólk mitt, tók brjef fyrir hina og aðra eins og siður er til þegar samgöngur eru slæmar — og drósrst svo tíminn og kl. 10 kom jeg út 1 bát og mjer til undrunar var Guðjón þar fyrir, og sá ijeg þá, að hann var ekki með fullu ráði. Var hann afarilla útbúinn til sjóferðar og ljet jeg hann þegar fá gömul föt, sem.jeg átti og búa sig eins og mann. Að því búnu drógum við upp segl og byrjuðum ferðina kl. 11 e. h., hinn 6. júnf. Ferðin. Jeg vil geta þess, að Aenst Benediktsson lanaði mier flagg suðnr og það biarpraði okkur. Vindur' var hagstæOur út Djúp'- , ið og mjakaðist „Kári" í áttina út með Stigahlíð og gekk alt vel fram með fjörðunum, að öðru en því, að ,ieg vissi að jeg sigldi með hálfbrjáluðum manni. Jeg reyndi að fá Guðjón til að leggja sig og sofa, en hvort sem það hefir verið af hræðslu eða kvíða, þá stóð mjer stuggur af æði því, er á honum var. Jeg f jekk hann til að dæla, en leki var ekki svo, að það gæti dasað hann. Hefði jeg verið einn, hefði jeg farið inn á Patreksfjörð og sætt leiði frá Látrabjargi yfir Breiða- fjörð, en nú vorum við tveir og þar sem jeg var ekki úrkula vonar um, að jeg gæti eitthvert gagn haft af Guðjóni, þá hjelt jeg beina leið yfir röst og fór fram hjá Bjargtðngum, klukkan 2 að morgni hinn 8. júní. Vindur var srarpur svo rjett þoldi með órif- uðu — og stóð hann út Breiða- fjörð. Skömmu síðar tók jeg eitt rif í stórseglið og minkaði klýver og gekk svo sæmilega suður eftir. Guðjón lá nú fyrir og var jeg því feginn. Jeg hafði stýrt alla leiðina og kaffisopa hafði jeg einu sinni fengið, því hvernig sem Guðjón hefir eldað hjá Blöndahl, þá var hann tregur til gangs hjá mjer og með því báturinn var að nokkru opinn (farmrúm, kassi í miðjum bát), þá þorði jeg ekki að láta hann stýra. Klukkan 9 um morguninn var sjór orðinn úfinn og ólag kom fram yfir bátinn. Þá kom Guðjón fram úr skýlinu, sem fram í var og hrópaði að við værum að sökkva. Jeg gaf þegar eftir á skautinu svo ekki færi yfir stag og hljóp fram í og sá þegar, að sjór fossaði inn þar sem tvö borð voru sprungin frá stefninu og ná var að duga eða drepast. Það fyrsta sem jeg gerði, var að ná í flaggið, því stakk jeg inn undir treyju mína, fleygði síðan lúkum af framrými og rak Guðjón til þess að fleygja íitbyrðis, dí- van, ofnum og öllu. Sjálfur tók jeg langan kaðal sem 1& efst í fsrmrúmi og hnýttí honum við vír, sem jeg fleysrði f sióínn og gaf eftir & kaðlinum til enda, festi honum í skut bátsins osr fiell hann þá af og stefndi til hafs. Gurljóp hamaöíst "aí lleTgja gðís-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.