Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1925, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1925, Blaðsíða 6
LBSBðK MORGUNBLAÐSINS 22. nóv. *26. Monið eítir þessu eina innlenda fjeíagi Þegar þjer sjó- eg bruna- tryggid. Slmi 542. Pósthólff 417 og 574. Sfmnefnii Inturance. Fyrir 50 árum. Þegar Thorvaldsensmyndin var afhjúpuð. Merkistíðindi þóttu það, sem vonlegt var, er Thorvaldsens- myndin var afhjúpuð hjer á Aust- urvelli. En að Reykvikingar muna dag- inn, er að miklu leyti liinu góð- kunna Thorvaldsensfjelagi að þakka. Eins og getið var um hjer í blaðinu á fimtudaginn, var fje- lagið stofnað af konum þeim, sem höfðu það á hendi, að prýða myndina og Austurvöll ,við þetta tækifæri. Þannig er frá því sagt í ísafold: Fótstallurinn var allur þakinn hlómsveigum. Þar á meðal var einn frá leiði Thorvaldsens í Kaupmannahöfn, sendur lands- höfðingjanum. Auk þess var eigi einungis ræðustóllinn prýddur með lyngfljettum, heldur var girt með þeim alt í kring um völlinn, enda hafði fjöldi af heldri konum bæjarins setið við marga daga að búa þetta til, og lestaferð farin upp í sveit eftir lynginu. Frá athöfninni er sagt á þessa leið: Thorvaldsensmyndin var af- hjúpuð 19. þ. m., eins og til stóð. Snemma morguns var komið upp flagg á nálega hverju húsi í bæn- um, líkt og við konungskomuna í fyrra. Þegar leið að hádegi tók fólk að þyrpast saman á Austur- völl, er allur var luktur flöggum og blæjum, og varð það mikill sofnuður, þar á meðal fjöldi að- komufólks, eigi einungis úr nær- sveitunum, beldur jafnvel lengra að. Kl. 12 kom landshöfðingi, biskup og amtmaður, allir á við- hafnarbúningi (gaila), og þá bæj- arstjórn Reykjavíkur; námu þeir staðar við ræðustól, er reistur var á vellinum, skamt frá mynda- styttunni, er afhjúpa skyldi. Síð- an byrjaði athöfnin á því, að söng- fjelagið „Harpa", er herra Jónas Helgason stendur fyrir, söng 1. erindið af kvæði, er Steingr. Thor- steinsson hafði ort til hátíðar þessarar. Að því búnu steig bisk- up í ræðustólinn, og mælti á þá leið, að reyndar hefði þjóðhátíð vor í fyrra verið fyrst og fremst hátíð endurminningarinnar, en hún hefði þó einnig þýðingu fyrir yfirstandandi og ókominn tíma, einkum vegna komu konungsins, sem bera mundi landi voru bless- unarríka ávexti og jafnan geym- ast í hjartanlegri endurminningu allra íslendinga; og í öðru lagi sakír gjafar þeirrar frá bræðrum vorum í Danmörku, sem nú ætti að afhjúpa og landshöfðingi vor ætlaði að afhenda bæjarstjórn Reykjavíkur. Gjöf þessi lýsti ekki einungis veglyndi og bróðurhug gefendanna til vor, heldur væri hiin einnig sjerlega vel valin og einkar hentug til að éfla brælhrá- þelið milli vor og Dana. Thorvald- sen hefði verið hálfur Islendingur hálfur danskur. Hann hefði sam- einað í sjer báðar þjóðirnar, og ætti hann (mynd hans) að verða einskonar friðarbogi milli land- anna. Þá fór hann nokkrum orð- um um atgervi og ágæti Thorvald- sens, og benti loks til þess, að á mynd þessari styddist hann við vonina (gyðju vonarinnar) hina kristilegu von því heiðingjar ættu enga von, til. Þetta væri fögur hugsun sem geymdi í sjer bend- ingu frá bræðrum vorum, gefend- unum að vjer skyldum fara að dæmi Thorvaldsens og styðja oss við vonina er við legðum út á hið nýja lífsskeið í sögu þjóðar vorr- ar, önnur þúsund ár, skyldum voua gæfu og blessunar handa landi voru um ókomnar aldir, en jafnframt ætti það að minna oss á þá skyldu vora að styðja sjálf- ir að öllu megni að því að vonin rættist. Hann lauk ræðu sinni með nokkrum innilegum bænarorðum þar að lútandi. Þá var svipt hjúpnum af mynd- inni, og laust þá öll mannþyrp- ingin upp fagnaðarópum. Síðan var sungið það sem eftir var af kvæðinu og stje landshöfð- ingi þá í stólinn. Hann mælti á þessa leið: „pessa mynd Bertels Thorvald- sens hins mesta listasmiðs Norð- urlanda, og hins nafnfrægasta allra þeirra manna sem ættaðir eru frá íslandi á þúsundára-há- tíð landsins, og sem nú stendur ljómandi fögur fyrir augum vor- um, og á að standa oss og niðj- um vorum til vitnisburðar um bróðurlega hluttekningu Dana í þjóðhátíð vorri — þessa mynda- styttu hefijeg þá æru fyrir hönd gefendanna að afhenda hinni heiðruðu bæjarstjórn Reykjavík- urkaupstaðar og fela henni á. hendur fyrir hönd íslands að varð veita og vernda þennan dýrmæta minnisvarða um ókominn tíma." Þá gekk Árni landfógeti Thor- steinsson upp í ræðustólinn og lýsti því yfir fyrir hönd bæjar- .stjórnarinnar, að hún tæki að sjer að varðveita og vernda myndina, jafnframt og hiin þakkaði gjöfina í nafni lanflsinB. „Lifi gtfenðurn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.