Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1925, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1925, Blaðsíða 5
22. nóv. *25. LESBÓK MORGUNBLARSÍNS &TEASPO0l£ J&UNG WMtl" BovBn: BOVRIL LIMITED LONDON BOVRIL VEITIR ÞJER DUG OG| ÞREK OG EYÐIR ALLRI ÞREYTU. DREKTU BOVRIL VIÐ VINNU, ÞÍNA, ÞVl BOT/tlL HELDUR^ ÞJER STARÍ'SHÆFUM. Fyrir gamalt fólk, sem þjáist af svefnleysi, er þessi hjartastyrkjandi og heilsusamlegi drykkur mjög ákjósanlegur. Notaðu aðeins V^ teskeið í einn bolla af heitu vatni og þá færðu samstundis óviðjafnanlegan, nærandi drykk. BOVRIL Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar, sími 300. ast og margir þeirra sjá ekkert annað utan Reykjavíkur. Þá þarf að koma upp vönduðu stóru gistihúsi á Þingvöllum. Húsi sem dugað getur til langframa og sem hæfir staðnum. Líklega fást einstakir menn til að reista þetta hús og reka það á eigin kostnað, en vitanlega verður gerð þess öll áð vera háð eftirliti hátíðanefnd- arinnar. Auk þess verður að gera bráðabirgðagistihús á sta^ðnum. Mjer skilst svo sem aðal-til- gangur hátíðarinnar verði að vera sá, að gefa yfirlit yfir þróunar- sogu þjóðarinnar frá fyrstu tíð til vorra daga og svo bera fram það helsta, er þjóðin afrekar best nú á tímum í atvinnuvegum og listum. Sýningar eru einna besta aðferðin til þessa, en þær þurfa að vera vel úr garði gerðar til þess að koma að gagni. Auk al- mennrar sýningar þarf að vera söguleg sýning, er gefi auganu mynd af íslensku þjóðlífi á liðn- um öldum, eftir þvi sem menn vita best. Húsakynni, klæðnaður, áhöld og því nm líkt, frá ýmsum tímum er nægt efni í góða sýn- ingu, jaí'nvel þó gera verði eftir- líking&r eftir ágiskun að sumu leyti. Slík sögusýning ætti betur heima k Þingvöllum en í Reykja- vík og gæti orðið vísir til safns í framtíðinni, í líkingu við út- lend söfn af líku tagi, svo sem Bygdö-safnið í Oslo. En sjerstak- lega er það nauðsynlegt, að við þetta tækifæri verði mönnum gert ljóst hvernig híbvlaháttum manna hefir verið varið á Þingvöllum um þingtímann, með því að end- urreisa nokkrar búðir þar og ganga svo frá þeim, sem menn best vita að verið hafi á sögu- öldinni. — Þá er og nauðsynlegt, að sýnt verði með leiðarvísura frvar þessi eða hin búðin hafi ver- ið til forna, eftir því sem mönn- um er best kunnugt. Gera má ráð fyrir að hátíða- hóldin á Þingvóllum standi að minsta kosti þrjá daga, og ef til vill alt að viku. Auk ræðuhalda og fyrirlestra verður að sjá fólki fyrir öðrum skemtunum, að minsta kosti hljómleikum og íþróttasýn- ingum. Auk þessa þyrftu að fara fram leiksýningar úti, þegar veð- vr leyfir, og ætti vel við að sýna þætti frá ýmsuni tímum í þeiin leikjum og ennfremur skrautsýn- ingar (tablau) af merkum at- burðum úr sögu þjóðarinnar. — Petta leikrit þarf að fá á þann hátt að efnt verði til verðlauna- samkepni meðal íslenskra rithöf- unda, á sama hátt ákal fá hátíða- ljóðin og tónverk þau sem nota skal, tillögur um fyrirkomulag húsa þeirra sem óhjákvæmilegt er að reisa og því um líkt. Veitir ekki af að tveggja ára frestur sje gefinn til þessarar samkepni. Hjer hefir lauslega verið drep- ið á nokkur atriði, ef vera kynni að það gæti knúð aðra til þess að leggja orð í belg og koma fram með aðrar ítarlegri tillögur. 011 þjóðin þarf að láta sjer umhugað um þetta mál, og það er síst of snemt að hafist sje handa. Bretar voru 12 ár að undirbíia Wembley- sýninguna og þá veitir íslending- um ekki af fjórum til undirbún- ins 1000 ára minningar alþingis. Því það verða menn að athuga að hjer má ekki hroða neinu af. Þessi hátíð verður að vera svo, að hún verði varanleg minning öllum þeim sem hana sækja. Hún á að vekja íslendinga til umhugs- unar um þjóðerni sitt, og á því er ekki vanþörf. Því svo er að sjá sem nú þyki mest í það varið að skafa af sjer öll gömul og góð íslensk einkenni, í lifnaðarháttum, klæðaburði og hugsunarhætti og klína á sig útlenskri lágmenning í staðinn. Eru það ill hamskifti, en að sumu leyti skiljanleg, með því að svo sáralítið hefir verið gert þjóðernismeðvitundinni til eflingar hjer á landi hin síðari árin. En nú er tækifæri til að gera nýja atlögu að sníkjumenn- ingunni og endurreisa og efla sanna þjóðlega menning. Ef fs- lendingar nota ekki slíkt tæki- færi út í æsar, þá er ekki að vita hvernig fer. En þá verður þess máske ekki langt að bíða, að síð- ustu einkenni íslensks þjóðernis hverfi — tungan sjálf. En ef rjett verður að farið, getur þjóðhátíðin 1930 haft mciri áhrif til bóta en starf Fjölnis- manna fyrir nær hundrað árum. Andvari.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.