Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1925, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1925, Side 3
22. nóv. ’25. LBSBÓE MOBGUNBLAÐSINS S inu út og jeg fór fram á skip, skar bönd þau, sem hjeldu akkerinu og slepti því með keðju; svo þyngdi það ekki. Eftir það festi jeg flaggið við fokkustaginu og fór síðan að hjálpa Guðjóni og var báturinn þá hálfur af sjó, og hækkaði hann æ. Jeg skildi eftir lítið eitt af vír í lestinni til stöðv- unar og bjóst við að báturinn mundi fljóta fyrir því, þótt fullur yrði, og svo varð. Meðan á þessa stóð, slóst seglið og fór nú bát- urinn að súpa á — og var jeg hræddur um að Guðjón mundi fara útbyrðis. Jeg bauð honum olíukápu mína til skjóls og fór úr henni og gat talað svo um fyrir honum, að jeg fjekk að binda hann við sigluna og að því búnu fór jeg að stýrinu og festi mig þar með kaðli, reyndi að draga í skautið og ía vind í seglið til þess að sjá hvort flakið ekki mjakaðist undan vindi, hrað- ara en því vindlausu. Jeg sá ekkert skip, en bjóst við að hitta Frakka á sínum gömlu miðum,i ef flyti og líf okkar entist. í ólög- unum stóð jeg í mitti í sjó, úr mitt var fult af sjó og jeg vissi ekki hvað tímanum leið. Svo leið dagurinn. Vatnstunnuna hafði jeg sjeð fljóta burtu og í mat gat jeg ekki náð.Guðjón bundinn við sigl- una og alt var ömurlegt Síðari hl. dags, kom jeg auga á skip í fjarska. Eftir nokkra stund sá jeg að saman dró. Því næst varð jeg þess var að við vorum að nálgast skipið og það mundi halda kyrru fyrir. Jeg kallaði til Guð- jóns og sagði honum, að líklega mundum við komast af, en hann svaraði engu, aðeins leit á mig og Voru augu hans voðaleg. Klukkan var 6 um kvöldið er jeg komst að skipinu og gat kall- að hvort þeir gætu sótt okkur eða * jeg ætti að reyna að komast að hlið þess og gáfu þeir mjer bend- ingu að leggja að; leysti jeg nú Guðjón og bað hann að reyna að komast upp á skipið er við kæm- Um að því. Jeg komst til hljes af skipinu Og fjekk þar skjól; svo rak það að okkur og vorum við af mörg- um höndum dregnir inn á þilfar. Guðjón gat ekkert aðhafst, en kápa sú sem jeg lánaði honum hjelt og á henni var hann dreg- inn þar til tökum varð á hann komið. Þar misti jeg föt mín, dag- bækur og íleira, engu varð náð; við losnuðum við ,Kára‘ og hann hjelt sína leið, marrandi í kafi. pá var ferð okkar Guðjóns lokið og vorum við nú staddir á fiskiskipinu „Neptunus“ frá Rvík og var skipstjóri á því Stefán Snorrason en stýrimaður Benedikt bróðir Daníels Daníelssonar dyra- varðar í Stjórnarráðinu. Gekk hann og aðrir skipverjar vel fram að ná okkur upp á skipið og við- tökur voru hinar bestu. Jeg var þjakaður og stirður og ekki var Guðjón betri. Vorum við færðir í þur föt og vísað á ,koju.‘ Jeg sofnaði þegar og þurfti jeg þess, því jeg haíði þá vakað í 60 tíma, staðið í sjó í 8 og setið og staðið við stýri í hjerumbil 40 tíma samfelda. Það var langt „Rortörn.* ‘ Klukkan 12 um nóttina vakn- aði jeg og vay þegar borinn mat- ur og kaffi og leið mjer þá prýði- lega. Síðan hjelt jeg áfram að ~~ sofa. ’J, ,Neptunus‘ var á siglingu langt í hlje af okkur og af hendingu sáu skipsmenn flaggið, sem á fokkustag okkar var og höluðu þeir þá niður og biðu, og ætluðu mjer að komast til sín, því allir, sem þektu „Túna“ gamla vissu að, að vísu mátti slag^a á honum, en hann varð að hafa tímann fyr- ir sjer, þar sem hann var í sinni tið mesti sleði landsins. Skömmu áður hafði skipið verið á ísafirði og skipsmenn heyrðu þar, að til tals hefði komið, að jeg færi suð- Ur með „Kára“ og grunaði þeg- ar, að jeg væri í nauðum stadd- Ur — og þangað kominn. Um kvöldið 12. júní vörpuðum við akkeri á Reykjavíkurhöfa •— og ferðin var á enda. i». .JÉfeiL- Eftirmáli. Ferðin í sjálfu sjer var ekkert athugaverð. Báturinn var lítið lekur, en ónýtur og grunaði mig ekki, að saurnur væri það ryð- brunninn, að alt hrykki í sundur yrði báturinn fyrir kviku, eða rjettara sagt, jeg hafði ekki vit á því. Búið var að ráða 7 menn á bátinn fyrir sunnan óg átti hann að stunda lúðuveiðar og leggja skötulóð í Faxaflóa. Hefði ekkert orðið að, og jeg komist til Reykjavíkur með bát- inn, hefði jeg efalaust talið hann góðan og mælt með honum, og óbeinlínis lagt miun skerf til, að menn dræpu sig á honum síðar, því jeg var sannfærður um það, þegar hann rifnaði, að hefði hann lagt í „krus“ í landsynnings stormi í Faxaflóa þá hefði hann allur liðast í sundur. Ryð hefir margan drepið og var nærri því búið að drepa okkur Guðjón. Um hann er það að segja, að fargjald hafði lengi verið hjá Ey- mundsen. Hann átti að sigla og menn úr hans sveit að koma honum á skip, en hann strauk úr höndum þeirra og komst vestur að lokum og með mjer til Reykjavíkur. 8vo fór hann til Ameríku og þar fór illa tfyrir honum — en sleppum því. Hann var hálf- og albrjálaður meðan hann var með mjer og mun hafa verið það þar. Stefán Snorrason var veikur er við komum inn, og bað Sturla Jónsson mig að fara í hans stað, vestur á „Neptunus“ og kom jeg þá til ísafjarðar þrem vikum eft- ir jeg fór þaðan. Hafði það frjest þangað, að við hefðum druknað. í ágúst sigldum við Markús heit. skólastjóri, Loftur í Bolla* görðum og jeg á „Botniu“, til að sækja skip til Færeyja og komum hingað með „Slangen' ‘ hinn 3. september. Er við komum, frjettum við um hina miklu jarðskjálfta eystra og hjer hjeldust þeir eftir að við stigum á land — og hætta ekki minni en á „Kára“ garminum og fólk á landi bar sig engu betur í kippunum en við Gaui gerðum á flakinu. Það er víðar hætta en á sjó. Rvík, 15. nóvember 1925. Sveinbjorn Egilson. ■m—W** •** Smælki. Líkast til bannlagabrot. — Tvö gummihjól sprengd! Þessi strákur sem við ókum yfir, hlýtur að hafa haft brennivínsflösku í vasanum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.