Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1925, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1925, Qupperneq 4
4 LESBÓr MORGUNBLAÐSINS 22. nðv. '25 fUlllliiUllllllllllllltlllllllllll MANIFEST. FARMSKÍRTEINI. = UPPRUN ASKÍ RTEINI. == Fjölritunarpappír (doplicator) i folio og 4 to. Þerri- = pappír, skorinn niður ókeypis, eftir óskum. Karton, = limpappír, kápupappír, prentpappír, skrifpapp- = ir, ritvjelapappír, alt í rnörgum litum. Nafnspjöld, = ýmsar stærðir llmslög, stórt úrral. Faktúru- og reikn- == ingseyðublöð, þverstrikuð og óþverstrikuð selur ÍSAFOLOARPRENTSMIÐJA H.F. - SÍMI 48. | Þú5und ára hátíð fllþingis. IlauflsynÍEgur undirbúningur. Eftir rúm fjögur ár eiga íslend- ingar að halda hátíðlegt þúsund ára afmæli alþingis. Er þetta svo merkilegur atburður í sögu þjóð- arinnar og í veraldarsögunni yf- irleitt, að minnast verður hans á veglegan hátt. Afmælið á að verða merkasta hátíð þessarar aldar — annað er fslendingum ekki vansa- laust. Og það er í lófa lagið, að gera hana svo úr garði, að hún verði íslendingum til sóma út á við og efli kynni manna af land- inu meira en nokkur athurður hefir gert til þessa. Hinsvegar er það ískyggilegt hve hljótt er um málið enn þá. í blöðum heyrist varla ymprað á því og þá varla heldur manna á milli. Hið eina sem gert hefir verið er það, að kosin hefir verið svokölluð Þingvallanefnd, en starfi hún nokkuð þá starfar hún í of miklu hljóði. En öllum má vera ljóst, að und- irbúningur slíkrar hátíðar sem þessarar verður ekki gerður í einni svipan. Þegar sýningar sem nokk- uð kveður að eru haldnar erlend- is, tekur undirbúningur þeirra mörg ár. Og þá veitir ékki síður af tímanum hjer, þar sem fyrir svo mörgu þarf að hugsa, sem ekki beinlínis kemur sjálfri há- 'tíðinni við, en þarf þó að fram- kvæmast áður en hún verður hald- in. Pjögur ár eru því síst of lang- ur tími til undirbúnings. Fyrir næsta alþingi þurfa að liggja end- anlegar tillögur um alla tilhögun á hátíðinni og undirbúningi henn- ar og framkvæmdir að hefjast á komandi sumri. Skal hjer leitast við að sýna fram á að ekki er of djúpt tekið í árinni með því að benda á sumt af því, sem óhjá- kvæmilegt er að framkvæma. Það mun • vaka fyrir mörgum, að viðurkvæmilegt sje að halda allsherjar sýningu íslenska í sam- bandi við minningarhátíðina. — Mundi það fyrir ýmsra hluta sak- ir verða erfitt að hafa þessa sýn- ingu á Þingvöllum og yrði hún því að verða í Reykjavík eða mestur hluti hennar. Og hjer yrði um sýningu að ræða, sem krefðist sjerstakrar byggingar og bygginga, því býsna lítill hátíða- bragur mundi verða á því, að kúldra sýningarmununum saman í Barnaskólanum, eins og gert hefir verið að undanförnu. Það er býsna inargt sem umbóta þarf við í Reykjavík til þess að hún geti mætt hátíðahaldinu svo skammlaust sje. pví fullyrða má, að meira aðstreymi verði af út- lendum mönnum hingað sumarið 1930, en menn gera sjer í hugar- lund, og það yfirlcitt fólk af betra tagi, þar á meðal opinberir gestir frá öðrum þjóðum, sem stjórnin verður að bjóða á hátíðina. Land- ið á ekkert stórhýsi, sem hentar við slík tækifæri og bærinn ekki heldur, og varla er þess að vænta, að ráðhús verði komið upp í Rvík eftir fjögur ár. En vandað ný- tísku gistihús verður bærinn að hafa eignast fyrir þann tíma, annaðhvort fyrir tilstilli einstakra manna eða á annan hátt. Gisti- húsleysið er orðið bænum bæði til baga og vansa og ástæðulaust að láta við svo búið standa, því vit- anlega getur slíkt fyrirtæki borg- að sig vel. Og menn verða að muna að 1930 verður Reykjavík að geta hýst mörg hundruð gesta, jafnvel þúsundir. Menn hafa gert sjer vonir pm að Þjóðleikhúsið nýja gœti verið komið upp 1930, og er það bráð- nauðsynlegt. Leiksýningar og hljómleikar verða að. fara fram í sambandi vjð hátíðahöldin og sem stendur er ekki í neitt hús að venda með slíkt. En mjög hef- ir leikhússtjórnin hljótt um sig, þó tími sje tilkominn að efna til samkepni utanlands og innan um frumdrætti að húsinu. Leikhúsi verður ekki hróflað upp á einu sumri eins og íveruhús-kumbalda inni við Grettisgötu.Það á að vera hús sem getur verið bænum o£ landinu til sóma um ófyrirsjáan- legan tíma. En verði því flaustr- að af þegar í eindaga er komið getur það ekki orðið öðruvísi en bænum til skammar og þeim til leiðinda, sem að málinu standa. Þá er að minnast á Þingvelli. Margt hefir verið ritað um þann stað og verndun hans undanfarin ár, en nú er sem værð hafi færst yfir málið, þ. á. m. þjóðgarðshug- myndína o. fl. — Hvað sem því líður vita menn, að það er flestra vilji að hlynna að þessum stað og víst er líka um það, að hann verður látinn búa lengi að þeim umbótum sem gerðar verða þar fyrir 1930. Fyrstu „umbæturnar" eru vitanlega þær, að rífa og flytja burt Valhöll, konungshús- rí og aðra kumbalda, sem reistir hafa verið á völlunum. Þá er það næst að jaína við jörðu staðar- húsin Öll, þar á meðal kirkjuna. Þau eru Öldungis ósamboðin staðn um, til að sjá eins og hrúga af umbúðaköSsum. Á Þingvöllum verður að vera prestsetur sem fyr- irmynd er að ytra útliti, bygt í fornlegum og sviphreinum stíl, er orðið gæti fyrirmynd bygginga á öðrum prestsetrum landsins. ping- vellir eru orðnir sá blettur lands ins, sem allir útlendingar kynn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.