Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1925, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1925, Side 8
LBSBÖK MOBOUNBLAÐSHfS i Trolle & Rothe h.f. Rvik Elsta vátryggingarskriTstofa landsíns. ---------Stofnuð 1910.------ ánnaBt vátryggingar gegn sjó og brunatjóni ir.eö bestu fáanlegum kjörum bjá ábyggilegum fyrsta flokks vátyggingarfjelögum. Hlargar miljónir króna greiddar innlendum vá- tryggendum i skadabœtur. Látið þvi aðeins okkur annast allar yðar vá- tryggingar, þá er yður áreiðanlega borgið. París, í „Salle des Agriculteurs1 ‘, hefir framúrskarandi yfirgrips- mikla rödd, sem er sjerstaklega þróttmikil á millitónunum, og gerir hann ágætlega hæfan sem Wagnerssöngvara. Með aðdáanleg- um tónbrigðum fer hann með hina íslensku þjóðsöngva og syngur af mikilli list verk eftir Scarlatti og Pergolese. Paris Soir 26. okt. „.... Röddin er á hátónunum ágætlega æfð; á lágtónunum er röddin hljómmik- il og gerir það söngvarann sjer- staklega færann um að syngja lög Wagners. „Ástarsöngurinn" úr „Siegmund“ sannaði það. Hæfði hann söngvaranum betur enn hið litla brot úr „Bajazzo“, sem var á söngs'kránni. Eðlilega er Is- lendingurinn hr. Stefánsson fram- úrskarandi túlkur hinna íslensku þjóðsöngva, sem eru svo þrungnir af krafti og andagift....“ Komi Eggert heim til Islands og haldi söngskemtanir, ættu menn ekki að setja sig úr færi að hlusta á þenna ágæta söngvara. Eggert M. Laxdal. •••• •«-« Úr heimi kuikmyndanna. Af tvennu illu. Kvikmyndakonan Mae Murray hafði verið á ferð um Evrópu, og kom nú heim til Ameríku. Hafði hún í ferðakistum sínum allmikið af tollskyldum vörum, er hún reyndi að sleppa með í land svo lítið bæri á. Þetta mistókst. Tollþjónar komust að því, hvað það var, er hún hafði meðferðis, og hótuðu að halda farangrin- um í sínum vörslum uns málið væri útkljáð. En þá ljet liún nafns síns getið. Urðu tollþjónar þá stimamjúkari. Lofaði hún að greiða þann toll sem ákveðinn yrði og e. t. v. sekt ef til kæmi, fengi hún að taka farangur sinn með sjer. Ljetu tollþjónar tilleiðast ef hún þá aðeins segði þeim, hvar hún ffitti heima, hvar hún væri fædd og hvenær hún væri fædd. Þegar að því kom, að svara síðustu spurningunni snerist henni hugur og hún sagði: Það er annars best, að þið tak- ið farangurinn. Skilvísir ræningjar. Sænskt kvikmyndafjelag vann að myndatöku í Jerúsalem. Svíi einn, er var kunnugur leikurun- um var tíðindamaður frjettastofu Reuters. Eitt sinn fjekk hann skeyti frá frjettastofunni, þar sem hann var ávítaður fyrir að hafa ekki sím- að um það, að Beduinar hafi rænt hinni frægu leikkonu Betty Blythe. Engin hæfa var fyrir þessu. Fregn um þetta hafði verið send út til þess að vekja athygli á nafni konunnar. Tíðindamaður símaði sem satt var, að þetta væri uppspuni. En heimsblöðin er fluttt höfðu 22. nóv. ’25, skröksöguna vildu ógjarnan taka hana aftur. Frjettinni var því brej'tt, og hljóðaði hún þannig: Hin fræga leikkona Betty Blythe er um þessar mundir við myndatöku í Jerúsalem. Beduina- ræningjar rændu henni nýlega á næturþeli. En þeir skiluðu henni aftur áður en lýsti af degi. S m æ 1 k i. Presturinn: Getið þið geht svo vel að taka mig í bifreiðina til næsta þorps? Rjúpnaskytturnar: pví miður: Við eru fimm í bifreiðinni og tveir pokar, og getum því miður ómögu- lega bætt fleirum við. Tvíkvæni. — Hvað er það eigin- lega, sem menn kalla tvíkvæni? — Það er, þegar einhver maður hefir tvívegis ratað í sömu ógæf- una. Fráfælandi. Gömul bóndahjón komu til Reykjavíkur og ganga um bæinn til að skoða búðarglugg- ana. Þeim líst sjerstaklega vel á einn, en í honum hangir pappa- seðill, sem á stendur með feitu letri: „Hjer er töluð enska, þýska og franska". Þá segir konan við manninn: — Það er víst ekki til neins fyr- ir okkur og okkar líka að fara þarna inn, því þar er ekki töluð íslenska. pað vantaði, sem við átti að jeta. Læknirinn: — Þjer þurfið ekki annað en að taka eina mat- skeið af þessu meðali á eftir hverri máltíð. Sjúklingurinn (allslaus flakk- ari): — Já, það er nú gott og blessað. En hvernig á jeg að fá máltíðina ? í Reykjavík. Útlendingur: — Mikil skelfileg kynstur eru það, sem þið hafið af rigningum í þess- um bæ. Bæjarbúi: — Já, einkum þegar þess er gætt, að bærinn er þó ekki nema smábær. liafoldarpr*ntsmlVJ» h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.