Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1925, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1925, Blaðsíða 2
2 LESBÖK M0RGUNBLAÐ8INS 29. nóv. ’25. gy í!:|!Hi!!1í!!,!lj!1;:!':! == HIANIFEST. FARMSKÍRTEINI. = UPPRUN ASKÍRTEINI. Fjölritunarpappir (dnplicator) í folio og 4to. Þerri- ' pappir, skorinn niðnr ókeypis, eftir óskum. Karton, = límpappír, kápupappír, prentpappír, skrifpapp- = ír, ritvjelapappír, alt í mörgum litum. Nafnspjöld, = ýmsar stserðir llmslög, stórt úrval. Faktúru- og reikn* ingseyðublöð, þverstrikuð og óþverstrikuð <&» 1 selur ÍSAFOLDARPRENTSMIOJA H.F. - SÍMI 48. gilllllllllllllllllllIllllllllllllllllllllllllllllllBlllllllllllllllllll sem vissulega gerir listina að lifa auðveldari. ' Þetta var það, sem mjer kom fyrst í hug, þegar jeg heyrði um kirkjuþingið. Það næsta var, að mig langaði til að hjóða þingið velkomið. Því hvernig svo sem tilrauninni reiddi af, var hugsun- in, sem lá að baki, stór og djarfleg og verð þess, að henni væri fagnað, sem tákni um bjart- ari tíma. Leyfist mjer, að halda áfram sögunni um æfi og lífsverk skip- brotskonunnar. Yiðfangsefnið, er liún vildi ráða fram úr, var hið sama og þessa fundar, þó á ann- an mælikvarða væri. Og jeg verð að viðurkenna, að þegar jeg rifj- aði upp fyrir mjer æfisögu henn- ar, fór titringur gegn um hjarta- ræturnar. Fyrir hugsjónum mín- um blasti rit, skrifað með fingri guðs, rit til leiðbeiningar og trú- arhvatningar, sem einmitt þessi samkoma ætti að lesa. Jeg skal þá fyrst taka það fram, að þessi unga Bandaríkjakona, Anne Spafford, tók boðskapnum, sem hún hafði fengið slysnóttina, eins og hann í raun og veru var, frá guði kominn. Hún reyndi ekki að telja sjer trú um, að hrópið væri misheyrn, eða höfuðórar, en skildi' það sem guðlega skipun, sem henni væri falið að koma í framkvæmd. Samt sem áður liðu nokkur ár svo, að hún gerði ekki neina al- varlega tilraun til þess. Hún var kramin af sorg yfir barnamissin- um. Tvær nýjar dætur hennar komust á legg; en söknuðurinn hvarf eigi að heldur. Loks varð henni það ljóst, að hún mundi ekki fá hjálp og huggun, fyr en hún hefði helgað líf sitt viðleitn- inni á því, að efla eining í þess- um sundrungarinnar heimi. En eining, hvað er eining? — Hvernig er hana að fá? Hvernig er hægt að lifa í einingu við mennina, þegar þeir eru eins og þeir eru: sjálfselskir, sjergóðir, ósannir og glæphuga. Útheimtist ekki í rauninni að allir sjeu full- komnir, til þess að einingin verði ráðandi á jarðríki? Mundi ekki einstaklingurinn, sem reyndi að lifa í einingu við nágranna sinn, verða hafður að spotti, fótum troðinn og krossfestur? Anne , Spafford tók venjulegu leiðina. Hún, maðurinn hennar og tuttugu vinir þeirra, mynduðu fjelag og skuldbundu sig til að lifa í einingu innbyrðis og þjóna og hjálpa öðrum mönnum. Þau reyndu á engan hátt að boða nýja trú. 011 voru þau inni- leg og reynd í kristinni trú og söktu sjer niður í söguna um starf postulanna, til þess að finna sjer leiðarstjörnu fyrir lífið í breytni og líferni hinna fyrstu kristnu rnanna. Eftir fyrirmynd þeirra fluttu þau saman og höfðu sam- eiginlegt heimili. Þau höfðu sam- eign, þjónuðu hvert öðru án end- urgjalds, og urðu forviða á hve líf þeirra varð öruggara og ljett- ara eftir breytinguna. pannig reyndu þau að feta í fótspor hinna fyrstu • játenda Jesú, og líf þeirra í Jerúsalem var þeim sífelt fyrir hugskots- sjónum. Þá barst þeim til eyrna, að hungursneyð og sóttir væru í borginni helgu, og þeim varð á- hugamál að flytja starfsemi sína þangað. Þetta komst líka í fram- kvæmd. Máske hafa mörg drög legið til þessa. Þau lifðu í yl og von hinnar fyrstu hrifningar. — Þeim fanst boðun Anne Spafford vera fullnæging kristindómsins og þau álitu, að hún ætti að koma úr sama stað, sem trúarbrögð vor væru runnin frá. Fvrstu meðlimir fjelagsskapar- ins komu til Jerúsalem árið 1887. Þau tóku á leigu lítið, snoturt hús við borgarmúrana, og • af þak- svölum þess var útsýni til óasa- hringsins, sem er eins og fögur umgjörð um hjeraðið. Það varð • starf þeirra að heimsækja sjúk- lingana í borginni helgu, að seðja hungraða, og að taka að sjer og hirða um munaðarlaus börn. Þau lifðu óbrotnu lífi, höfðu samneyti og tíðar helgistundir. Grrundvall- arboðorð sitt og meginreglu boð- uðu þau naumast öðrum. En öll- um þeim, sem sóttu þau heim, sögðu þau frá boðskapnum guð- dómlega, sem hljómaði í evrum skipbrotskonunnar, og kváðust mundu bera sannleik þeirra orða vitni til æfiloka. Nemum staðar í svip og hug- leiðum þetta. Virðist ekki undar- legt, að f jelag, sem hafði það mark mið að efla einingu í heiminum, kaus að boða stefnu sína í verki. pað krafðist ekki samkvæmni í trúnni, sem menn játuðu. Það vildi, eins og þetta þing, skapa samfjelag kristinna þjóða í lífi og starfi. Það bar við öðru hverju, að þeir, sem sáu friðinn, samlyndið og hina þöglu gleði, sem ríkti í þessum fámenna hóp, sannfærðust um, að þar væri fól'k á rjettri leið og beiddist inngöngu í sam- fjelag Ameríkumannanna. — Það voru nokkrir Sýrlendingar úr hafnabæjum Palestínu, einstöku skírðir Gyðingar, fáeinir ferða- langa úr Evrópu og öðrum heims- álfum; en flest voru það þó Aust- urlandabúar, sem við bættust. — Þannig bættust fjelaginu um 40 nýliðar, lítill hópur í sjálfu sjer, en þegar á það er litið að þess var krafist til inngöngu, að menn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.