Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1925, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1925, Blaðsíða 3
29. nóv. ’25. LBSBÓK M0RQUNBLAÐSIN8 3 Uonið þassu «ina innlenda fjelagi Þegar þjer sjó- og bruna- tryggið. Simi 542. Pósthólf 417 og 574. Sfmnefnii Insurance. skyldu hverfa frá fyrra líferni sínu, flytja til nýlendunnar í Jerú- salem, fá henni allar eigur sínar í hendur og liía ströngu og lát- lausu lífi, vekur það furðu, að að- sóknin skyldi þó ekki verða minni. Mesti liðsauki vestmanna-ný- lendunnar kom þó ekki frá Palest- ínu, heldur, þó undarlegt megi virðast, frá Svíþjóð. I Nás-sókn og Dölum höfðu nokkrir bændur myndað trúboðsfjelag líkrar teg- undar. Prá löndum sínum, sem flutt höfðu til Chicago, fengu þeir frjettina um Ameríkumenn- ina, sem flutt höfðu til Jerúsalem til þess að lifa þar lífi einingar og fullkomnunar, eins og menn gerðu í öndverðri kristni. Og þeir urðu -gagnteknir af þrá eftir að samein- ast þeim. Þeir seldu eignir sínar, yfirgáfu óðal og ættjörð og fóru til Jerúsalem. Þetta gerðist 1896, þegar Ameríkumennirnir höfðu verið í Jeriisalem í 15 ár. Sænsku útflytjendurnir voru 40 talsins, en í þeim hóp voru bæði börn og unglingar. Verða menn ekki forviða á þessu 1 Nýlendan í Jérúsalem var aðallega skipuð fólki frá sömu þjóðflokkum, sem saman eru komn ir á þessum fundi. Þangað komu fámennir flokkar lengst úr vestri, efst úr norðri, til þess að vinna að einingunni, í samvinnu við nokkra austurlandabúa. par, eins og hjer, mætti engilsaxneskt framkvæmda- þrek austurlenskri dulspeki og germönskum innileik. Þar eins og hjer hlýddu kalvínstrúarmenn, Lútherstrúarmenn og grísk-ka- þólskir á hrópið um einingu, en þjóðirnar frá suðurlöndum höfð- ust ekki að. Er þetta ekki tákn þess, að þeir, sem hjer eru saman- komnir, eigi að leggja grunninn til hins mikla bandalags, er vekja skal bróðurhugann meðal krist- inna þjóða og hefja samstarfið innan kristninnar? En við skulum halda áfram: Strax frá byrjun hafði nýlendan sjerstöðu meðal kristnu safnað- anna í Jerúsalem. Pjelagsmenn Jhöfðu ávalt talið það skyldu sína að sýna kristilegt hugarfar og lialda fast við einingarboðorðið gagnvart austurlandabúunum, er þeir umgengust. Þeir höfðu orðið varir við háðglósur Gyðinganna og Múhameðsjátenda um hinar sí- feldu deilur, sem tvístruðu kristn- um mönnum, og vildu gefa betra eftirdæini. Fjelagarnir, sem voru mentaðir, rjettsýnir og friðsamir menn, hafa ávalt notið virðingar mikillar meðal innfæddra borgar- búa, ekki aðeins hinna fátæku. Tignustu Araba- og Gyðingafjöl- skyldurnar í borginni leituðu ný- lendumennina uppi og gerðust vinir þeirra. Hins vegar varð mörgum kristnum manni nýlendan frá upphafi hneyxlunarhella. — Menn gátu ekki skilið, hvað þessi leikinannasamkunda, sem aldrei hafði starfað neitt að kristniboði og var vinsamleg andstæðingum kristindómsins, hafði í Jerúsalem að gera. Fjelagarnir voru ásakaðir um ósæmilegan liínað, og menn reyndu að vinna þeim mein. — Reyndu að gera þeim ókleyft að lifa í Austurlöndum. Er nokkur sá hjer staddur, sem efast um, að þessi fundur verði fyrir hinu sama! Er það ekki víst, að bestu menn kristninnar fagna slíkum fundi sem þessum og árna honum góðs? En er hitt ekki jafn víst, að mestu andstæðingar hans eru í herbúðum kristninnar, og að þaðan munu þær raddir koma, sem túlka á verri veg tilgang hans og reyna að eyða ályktun- um hans? Jeg þarf varla að taka það fram. Að minsta kosti er það öllum ljóst, að nýlendan í Jerúsalem fjekk ekki að þróast í friði, heldur urðu þar alvarlegar deilur innbyrðis. Hættulegasta deiluefnið var það, að fólkið hafði tekið upp fulÞ komna aíneitun allra lífsþæginda. Það mátti ekki taka við greiða fyrir nokkurt verk, jafnvel það, sem uunið var fyrir óviðkomandi ríkisfólk. Að því er snerfi samfarir karla og kvenna voru strangar reglur settar. Þetta alt hafði í för með sjer fátækt, óánægju og ýms- ar óþarfar deilur, einkum eftir að börn fjelagsmanna urðu fullvaxta. En ráðandi menn fjelagsins kom- ust smámsaman á þá skoðun, að afneitun lífsþæginda væri ekki nauðsynleg, og hefir nú verið horf ið frá því. Þess er krafist, að fje- lagarnir lifi rjettlátu og kærleiks- ríku lífi, en þeir eru ekki bundnir neinurn bönduin, sem stríða á móti mannlegu eðli. Þeir mega taka við launum, og síðan hefir starfsgleði verið ráðandi í fjelaginu. Fjelags- menn mega gifta sig og hafa lieim- il; út af fyrir sig utan stórhýsis þess, sem er aðalstöð fjelagsins, og vegur fjelagsins og velgengni hefir farið sívaxandi. Fjölmargir Svíar, þar á meðal jeg, hafa heim^ sótt fjelagið og talað um það síð-' an með aðdáun og virðingu. Það ber vott um innilegan, kristilegan anda og óbifanlega einingu, um samlíf, sem í insta eðli sínu er alvöruþrungið, en þó svo ríkt og gæfusamt. Mjer finst, að fundur- inn megi ekki láta undir höfuð leggjast að veita þessu athygli. Fundurinn vill koma á kristnú lögmáli í viðskiftum þjóðanna. En þetta verður að ‘gerast með varúð og þess verður að gæta, að ríkin eru lifandi verur með sjereðli, sem ekki er hægt að breyta og ekki (Framhald á 6. síðu).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.