Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1925, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1925, Blaðsíða 5
29. nóv. '25. LB8BÓK MORQUNBLAÐSINS 5 Um [ skipulagsuppdráttinn. Hjer birtist skipulagsuppdrátt- ui yfir hluta af Austurbænum, eins og skipulagsnefndin eða hin svonefnda „samvinnunefnd1 ‘ hefir frá honum gengið. Samþykki bæj* arstjórnar um skipulag þetta er ekki fengið að öllu leyti. Þarna er „háborgin" á Skóla- vorðuholtinu, sem myndin var af hjer í blaðinu í fyrra, Landsspí- talinn, Járnbrautarstöðin, í einu orði sagt allar þær helstu bygg- ingar sem nú sveima í loftinu fyr- ir hugskotssjónum manna. Þ. e. a. s. Landsspítalinn er orðinn það jarðbundinn, að nú er farið að flytja til hans sand sunnan úr Öskjuhlíð. Eins og menn vita, á Lands- spítalinn að standa suður á Grænuborgartúni, austan vert við Kennaraskólann. A uppdrættinum sjást allar hinar fyrirhuguðu 9 byggingar hans. Aðalbyggingin í miðjunni syðst, með framhlið suður að Hring- braut. Eigi verður sú bygging öll gerð nú, heldur aðeins mið- hluti hennar með útbyggingunum litlu þremur. Vestan við aðalbygginguna, við Laufásveg (um það bil, þar sem nú er Kennaraskólinn, á að vera hús fyrir starfsfólk), en austast við Hringbrautina læknabústaður. Auk miðpartsins úr aðalbygg- ingunni á nú að reisa húsið, sem standa á í miðri húsaþyrpingunni. Þar á að vera eldhús, þvottahús og bústaður starfsfólks á meðan ekki er meira bygt. Einnig á nú að reisa nokkurn hluta af nyrsta húsinu. Þar eiga að vera rann- sóknastofur. Seinna á og þar að vera kapella og líkhús. Þau fjög- ur hús sem enn eru ótalin, eiga að verða deildir spítalans, farsótta- hús o. s. frv. Austanvið Landsspítalann, með- fram Hringbrautinni taka við knattspyrnuvellir með leikfimis- húsi, sundlaug og tennisvöllum, og síðan „Stadion“, eða íþrótta- sýningasvæði. Er eigi fullráðið enn að þeirri tilhögun verði hald- jð sem uppdrátturinn sýnir. pá tekur við „háborgin“ á Skólavörðuhæðinni. A miðju torg- inu er kross-kirkjan, sem mikið var talað um í fyrra. Grunnflötur hennar — eins og við er að búast — ekki „kirkjulegri“ að sjá, en myndin sú í fyrra. Skólavarðan er sem svartur dep- ill norðvestanvið kirkjuna. Eftir uppdrættinum að dæma, er lengd þessarar fyrirhuguðu kirkju 4—5 sinnum „lengd“ Skólavörðunnar. Gólfflötur kirkjunnar yrði rúm- lega 20 sinnum gólfflötur „vörð- unnar.“ Geta menn af því ráðið hve kirkjan á að taka mikinn „mannfjölda." Suðvestanvið torgið er hús Ein- ars Jónssonar teiknað alsvart, með tveim álmurn óbygðum við báða enda. Austanvið það hið almenna listasafn. En suðaustanvið torgið háskólinn og stúdentagarðurinn. Norðan við stúdentagarðinn er barnaskólinn, sem á að fara að reisa á næsta ári. Silkolin.,2 Munið eftir að biðja kaupmann yðar um hina alþektu „Silkolin“ ofn- sveru. Engin ofnsverta jafnast á við hana að gæð- um! Anör. J. Ðertelsen. Sími 834. Austurstræti 17 Austanvið Hringbrautina er járnbrautin teiknuð, með skifti- brautum stöðvarinnar. Stöðin sjálf löng bygging og mjó vestanvið brautina. Frá stöðinni á svo hafnarbraut* in að liggja í norður, vestanvið Gasstöð, norður í Skúlagötu og eftir henni vestur til hafnarinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.