Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1925, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1925, Blaðsíða 8
títrjs LBSBÓK MOBOUMBLAÐSHfS 29. nóv. ’25. 8 Jeg er á því, að konur verði að ganga í hjónaband með þeim ásetningi, að láta sjer þar alt sem best lynda. Umfram alt má hún ekki vænta þess, að mað- urinn beri hana sífelt á böndum sjer. Karlmenn þreytast fljótt á því að tilbiðja konur^ sínar. Konurnar verða að sýna meiri eftirlátssemi og nægjusemi en eig- inmennirnir. Ekkert er eins frá- fælandi fyrir karlmennina eins og reigingssvipur kvenna. Þeir æskja eftir því sem gagnstætt er., Menn kunna að kalla þessar skoðanir í anda hins gamla tíma. Rjett er það. En þess ber að gæta, að mannlegt eðli er með sama hætti og það hefir verið alla tíð, frá því á dögum Adams og Evu, þrátt fyrir allar ný- móðins umbreytingar. Venjulega eru það andstæður er mætast i hjónabandinu, maðurinn og konan, sem fella bugi saman eru ólík að skapferli. En þannig befir það verið frá aldaöðli. Oftast nær koma karlmenn inn í hjónabandið þannig, að þeir eru vanir dekri og eftirlæti úr heima- bvisum. Það tekur konuna oft nokkurn tíma að fá þá til þess að venja sig af því, að skoða heimili sitt í öðru ljósl en for- eldrahúsin. Öðru máli er að gegna með krnuna. Hún lætur fljótt' af stássmeyjarsiðum. Hið nýja heim- ili verður henni alt í öllu, ef hún þá skilur hlutverk sitt. Konur eisa auðveldara nieð að fella sig við hreytingar á lífsskil- yrðum, þ. r. a. s., ef þær finna yl ástar hlýja heimili sitt, En verði eiorinmaðurinn þurku- legur og skevtingarlaus 1 um- gengni, eða komí það fyrir, að Jiann verði ósanngjarn og ofstopa- fullur í heimílí, þá fer með kon- urnar eins og viðkvæmar jurtir, sem fölna í vorhretum. Tilveran öll verður eyðileg og hinar feg- urstu og hestu tilfinningar hverfa fyrir fult og alt. Fjármálin eru oft viðkvæm á heimili nýgíftra hjóna. Sje maður- inn ekki eyðslusamur, noti hann ekki peninga að óþörfu handa sjálfum sjer, verður húsmóðirin að gæta hófs í kröfum sínum. Konur, 'sem aldar eru upp í alls- rægtum, eiga oft erfitt með þetta. Því margt vantar oftast nær í nýstofnað heimili. En hjer verður húsmóðirin að gæta sín. Hún verður að hafa það hugfast, að kaupa aldrei neitt eða óska aldr- ei eftir neinu, nema þvi, sem nauð synlegt er, og taka þá altaf það til fyrst, sem nauðsynlegast er. Oft fer öll heimilisánægja for- görðum, fyrir þá sök eina, að húsmóðirin linnir ekki látum að heimta peninga, til þessa og hins. En til hvers eru fínir stólar í stássstofunni, þegar maðurinn berst í hökkum til þess að afla þess, sem nauðsynlegra er en skartið og glysið? Lífshamingjan fer ekki eftir því, hve íburðarmildð heimilið er, og fagurt á að líta. Hún byggist fyrst og fremst á því, oð við- halda góðri líkamsheilsu og jafn- vægi hugans. En einmitt þetta tvent fer oft forgörðum, vegna þess, að nú á tímum er minna hirt um það en margt annað. Að lokum þetta: Fólk á að gifta sig á unga aldri og njóta vorsólarinnar á meðan andleg og líkamleg heilsa er best, og meðan menn geta hleg- ið og notið gleðinnar í fullum mæli með börnum sínum. • (Lausl. þýtt.) S m æ 1 k i. Of mikil hagsýni. — Hvers vegna jeg sagði honum Þorsteini uppf 'Jú, það skal jeg segja þjer. Mjer þótti hann heldur mikill kaupaloki. Hann sendi sem sje fyrirspurn til allra prestanna í bænum og bað um lægsta tilboð fyrir að gefa saman hjón. Á kvenrjettinda-öldinni Konan (við mann sinn): Heyrðu mjer, elsku Gunnar! Hvað hefir þú hugs að þjer að gefa mjer á afmælis- daginn þinn? Dansleiks-trúlofun. — Hvernig í ósköpunum gat þjer dottið í hug að fara að biðja hennar? — Það skal jeg segja þjer. Við höfðum dansað saman alt kvöldið, og seinast hafði jeg ekki annað umræðuefni. Á stefnumóti. — Nú er jeg bú- inn að bíða hjerna í f jóra klukku- tíma — hún ætlar líklega að gabba mig, — en sje hún ekki komin eftir tíu mínútur, þá fer jeg bara mína leið. Á bílféHS. — Nú erum við kom- nir upp í 90 kílómetra. — Já, og ef við höldum svona áfram, þá komumst við bráðum upp í himininn! Honum þótti það vissara. — Hvers vegna hefir þú tekið speg- ilinn burt úr bílnum? — Af varkárni. Konan mín á að aka. Tvísýnt. Móðirin (við kornung- an son): — Þegar þú ert orðinn stór, ferð þú með mig á dansleik ? — Já, ef jeg þá ekki verð að fara með móður einhvers annars drengs. Á hafnarbakkanum. Maður, sem hefir verið bjargað frá druknun, segir við mann, sem gengst fyrir samskotum til björgunarmannsins hjá áhorfendunum: — Þjer skuluð, svei mjer þá, ekki vera að safna saman í björg- unarlaun handa honum! Því hon- nm hefði aldrei dottið í hug að kasta sjer í sjóinn til að bjarga mjer, ef jeg hefði ekki skuldað honum tíu krónur. Heppni. Menn sátu og hjöluðu um að taka hlutina með ró. — Jeg get nefnt dæmi upp á það, sagði Jón. Jeg var hjá hon- um Guðmundi 1 gær. Þið vitið, hvað hann er oft utan við sig. Og þegar hann var búinn að kveikja sjer í vindli, stakk hann þeim endanum, sem hann hafðí kveikt í, upp í sig. Hann þeytti vindl- inum frá sjer, svo að neistarnir flugu út í loftið, og hann skældi sig og æpti ámátlega. En konan hans! Hún sagði bara rólega og brosandi: — pað var, sveí mjer, heppni, góði minn, að þú skyldir upp- götva það svo snemma. t»afol(larpr#nt»mlSJ» h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.