Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1926, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1926, Side 1
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. Sunnudagirm 3, jan. 1926. híficí Eftir dauöann. Eftir dr. fÍElga PjEturss. i. Ilannen Swaffer ritstjóri í Lun- dónum mun hafa skrifað eina þá bók, sem mesta eftirtekt hefir vak- ið á þessn ári. Norteliffe’s Return heitir hún, o" er um blaðakónginn Norteliffe lávarð, og þó þannig, að hón segir mest af orðum hans and- aðs. Af því sem er eftir -honum haft, þykir mjer einna inest koma til þessarar lýsingar lians á sjálf- um sjer (N. R., s. 49) : Þegar jeg var á jörðunni, voru vöðvar mínir farnir að verða 4iuir og máttlitlir. Nó eru þeir styrkir og þjettir. Jeg er ekki tannlaus, því að tennur mínar eru ágætar. ílann segir enn- fremur, að hann eigi heima uppi í sveit, og eigi þar ”fagran bóstað með fuglum og blómum.“ Höfund- ur bókar þessarar viröist vera mað- ur vel einarður, en hann gefur þó í skyn, að hann hafi þurft að harka af sjer að setja í bókina það sem nó var sagt, og annað af því tagi, og er það ekki furða, þegar þess er gætt, hversu illa þetta kemin1 heim við þá tró, að lífið eftir dauðann sje eingöngu andlegs eðl- is. En einmitt það er það, sem spiritistar ímynda sjer svo fast- lega, að erfitt hefir reynst að fá þar nokkru um þokað, þó að ná- lega megi segja, aö hver einasta lýsing þeirra sem liðnir eru, á líf- inu eftir dauðann, mæli eindregið á móti þeirri tró. II. Sjálfslýsing Northcliffe’s kemur ágætlega heim við það, sem annar mikill blaðamaður, W. T. Stead, segir af sjer eftir dauðann, í bók- inni „The Blue Island“ (Bláa eyj- an), sem jeg hefi skrifað nokkuö um áður. Stead var ekki annar eins gróðamaður og Nortcliffe, en stefndi hærra og var miklu meiri rithöfundur. Og einkennilegt er að sjá, hvernig iians stórkostlegi biaða- roanns áhugi og rithöfundardugn- aður, kemur enn greinilega fram í því, sem honum er eignað eftir dauðann. Honum hefir þar tekist aö koma' í gegn mörgu, sem er al- gerlega gagnstætt sannfæringum miðilsins, sem skrifaði fvrir áhrif frá hontíin, og dóttur hans, sem var viðstödd og hafði stillisáhrif (var determinant). Aðdáun mín á Stead eins og liann er eftir dauðann, er ennþá meiri en hón var á honum lifandi. Sjerstaklega þykir mjer að- dáanlegt, að honum skyldi takast að fá í gegn annaö eins og það, að hinumegin sje „everything as physieal and quite as material in every way as the world we had just finished with.“ Eða með öðr- um orðum, að lífið eftir dauðann sje líkamlegt og efnisbundiö, engu síður en lífið hjer á jörðu. Menn sjá, hversu sjálfslýsing Northclif- fe’s, só sem Swaffer var svo ófós á að birta, er í ágætu samræmi við þctta. Stead segir ennfremur, að ,það að koma yfirum, hafi engu verið líkara en því aö koma til ó- kunnugs lands. Og enn segir liann hið sama með ennþá meiri áherslu: ýB. I., s. 48): it was only like be- ing in a foreign country and no- thing else: það var einungis líkt því að vera í ókunnu landi, og engu öðru. Stead er þarna greini- lega að slá varnagla við því aö menn reyni til að gera orð hans ónýt með því að segja, eins og svo oft liefir verið gert, að undir þeim bói raunar eitthvað alt annað en þaö sem þau þýða. Og enn betur kemur þessi viðleitni hans í ljós, þar sem liann segir: hós þetta (er hann hafði sagt frá áður) var el^ci á nokkurn liátt draumóralegt (fant- astic) .... og þegar jeg þess vegna segi hós, þá er það hós (bygging, building) og ekkert annað, sem orðið á að tákna. Það verða fleiri en jeg, sem fá mikla aödáun á W. T. Stead, ef þeir hugleiða vel þessi orð, og bera þau saman við ýmsar áðrar lýsingar á því, sem kallað er andaheimur. Ilann segir ennfremur: Þarna eru hós, sem ætluð eru til bóklesturs, hljómlist- ar, hverskyns líkamsíþrótta. Sjer- hverja tegund af líkamlegri íþrótt má þarna fremja, koma, á hestbak, synda í sjó. Meðan Stead lifði hjer á jörðu, hafði hann ekki haldiö, að lífinu eftir dauðann væri þannig varið, og þó hafði hann sjálfur skrifað fyrir áhrif frá framliðnum, eins og brjefin frá Jólíu sýna, sem Einar II. Kvaran hefir þýtt. svo vel. Þar er þessi eftirtektarverða setning: jarðstjarnan — því að þaö var jarðstjarna, sem við vorum að nálgast — virtist ekki ólík okk- ar gömlu jörð. f þýðingu Kvarans (Eftir dauðann, brjef frá Júlíu, s. 67) : við vorum að koma í aðra veröld, kemur hið rjetta ekki nógu greinilega fram. World þýðir þarna óefað jaröstjarna; Englendingar tala um suns and worlds, sólir og jarðstjörnur. ITT. The Secret Life (Levndardómur lífsins) heitir bók, rituð ósjálfrátt af W. Richards, 1920, og segir þar ýmislegt fróðlegt af öðru lífi, m. a. þetta: Vjer erum margir og ór

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.