Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1926, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1926, Blaðsíða 8
8 3. jan. ’26. „FERÐAMINNINGAR“ Sveinbjarnar Egilson. pað hefir verið drepið á það hjer í blaðinu, að þessar „Ferða- minningar“ Sveinbjarnar væru sjerstæðar í bókmentum þjóðar- innar, og fyrir margra hluta sakir hin merkilegastu bók. Hafa aldrei á vorri tungu verið skrif- aðar aðrar eins ferðalýsingar. Ber margt til þess. Þarna segir frá einn hinn allra víðförlasti ís- lenskra sjómanna, sem komist hef- ir í margra raun, lifað mörg æf- intýri og sjeð hefir lífið, bæði á sjó og landi, í hinum ólíkustu myndum þess. En þó sjómanns- náttúran sje honum í blóð borin, þá er hann meira en venjulegur sjómaður. Hann er mentaður mað- ur, kann að athuga, veit skil á ýmsu því, er margir sjómenn stranda á til fulls, og hann stefn- ir í raun og veru hærra, hefir auðugra ímyndunarafl en allur þorri þeirra manna, er ala aldur sinn á skipsfjöl. Fagrir staðir, mikilfenglegar byggingar, mannlífsdreggjar stór- borganna og allur svipur þeirra er honum meira íhugunar- og lýsingarefni en venjulegum sjó- manni. En við þetta bætist sá mikli kostur, að Sveinbjörn hann að skrifa. Honum kippir í kynið. Hann er sumstaðar Gröndalskur í lýsingum sínum, hispurslaus og einlægur, djarfur og hiklaus. Yera má, að einhverjum finnist hann of bersögl í lýsingum sínum. En bersögli hans hefir áreiðanlega mikinn kost í för með sjer. Því einmitt í henni felst margt, sem til varnaðar má vera íslenskum sjómönnum. Það eru sjerstaklega þeir, hver og einn einasti, sem ætti að lesa þessa bók með athygli. Því til þeirra talar hún fyrst og fremst. Hún gæti orðið þeim nokkurs- kohar uppeldisrit, jafnframt því að vera þeim einhver hinn allra ákjósanlegasti skemtilestur. Jeg er illa svikinn, ef íslenskir sjómenn, hvort sem þeir eru í förum innanlands eða utan, hafa ekki bæði gagn og gaman af henni. Eb hún nær til fleiri en sjó- LEflBOK MOBGUHBLAÐSINS r~" 1 ' g=a—=acac:--v : ■ ■ -x-;. .■ ■ ■ Vigfús Guðbrandsson klseöskeri. Aðalstrseti 8' Ávalt byrgur af fata. og frakkaefnum.Altaf uý-efni með hverri ferfi AV. Saumastofunni er lokað kl. 4 e. m. alla laugardaga. Efnalaug Reykjavikur Laugaveg 32 B. — Sími 1300. — Símnefni: Efnalaug. Hreinsar méð nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhreinan fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er. Litar upplituð föt, og breytir um lit eftir óskum. Eykur þægindi! Sparar fje! mannanna. Jafn snjallar lýsingar, og skemtilegar frásagnir eins og i henni eru, hafa allir gaman af að lesa. Það er ekki tilgangurinn með línum þessum, að rekja efni þess- ara „ferðaminninga". Það er ókleift. Þar kennir svo margra grasa. Hitt er ætlunin, að benda mönnum á sjerstaka bók, merki- lega bók — einmitt nú, þegar höfundur hennar er kominn í frásögn sinni að tímamótum æfi sinnar, þar sem hann hefir nú tckið sjómannapróf og getur því farið að skipa fyrir í stað þess að hafa þurft aðeins að hlýða. pessu síðasta hefti „Ferðaminn- inganna“ fylgir mjTnd af Svein- birni. Mun mörgum þykja gam- an að sjá framan í hann, þennan gamla farandsjómann og æfin- týramann, sem marga hildi hefir Skrí tlur. Vel af sjer undið. Hæstarjettar málafærslumaður hafði nýlega unnið mál. Honum hafði með mælsku sinni og snið- ugum lagakrókum tekist að fá braskara dæmdan sýknan saka. Og einn af embættisbræðrum hans spurði hann harla kímileitur: — Segið þjer mjer eitt, er til nokkurt mál, sem er svo gruggað og saurugt, að þjer -fáist ekki til að taka það að yður. — Það er alveg undir kringum- stæðum komið, kæri kollega! s\araði hæstarjettarmálaflutnings- maðuritttt. Segpð þjer mjer bara fyrst, í hverju þjer hafið gert yður sekan! Yfir miklu að gleðjast. Maður úr fjarlægu hjeraði var að halda fyrirlestur í Reykjavík og var mjög andstæður allri bók- legri mentun. „Aftur til náttúr- unnar!“ klifaðist hann á í sífellu. Hann hámaðist á móti öllum æðri skólum og kvaðst prísa sig sjálf- ar. sælan fyrir, að hann hefði hverki tekið gagnfræðapróf nje stúdentspróf. Þegar fyrirlestrinum var lokið, gekk einn saf áheyrendunum til hans og spurði: — Á jeg að skilja yður svo, að þjer sjeuð glaður yfir van- þekkingu yðar ? — Já ef þ.jer viljið líta svo á það. — pá vil jeg aðeins leyfa mjer að gera þá athugasemd, að þjer hafið yfir miklu að gleðjast. Fimtíu af hundraði. Maður kom inn í skóarabúð, sem hann var vanur að skifta við. — Eru stígvjelin mín ekki bú- in? spurði hann. — Því miður er skóverslunin orðin gjaldþrota og allri vinnu hætt. — Hvað kemur það mjer við? Jeg vil fá stígvjelin mín! — Þjer getið, hvernig sem velt- ur, ekki fengið nema annað þeirra. Það kemur varla til mála, að þrotaúið geti greitt meira en 50%. UafoldarprtntsmlVJa h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.