Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1926, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1926, Blaðsíða 6
6 LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. jan. ’26. UUDÍð • þas«u nina innlenda fjeiagi Þagar þjer ajó- og bruna- tryggið. Simí 542. Pósthólf 417 og 574. Simnofnii Insurance. húsbóndans, og er þegar auðsjeð, að honum er mikið niðri fyrir. „Allmikið hafið þjer af blöðun- um, húsbóndi góður,“ segir karl; „það munu vera í þeim margar og merkilegar auglýsingar, ekki síður en vant er. Eða er ekki svo? „Ójú, það er sitt af hverju í þeim, eins og vant er,“ segir hús- bóndinn. „En jeg hefi ekki lesið þau öll ennþá, og síst allar auglýs- ingarnar.“ „Já, þá er nú ekki að marka enn- þá,“ segir karl. „Það getur þá máske verið einhver merkileg aug- lýsing í þeim, sem þjer eruð ekki búinn að kynna yður. Jeg vænti að þjer hafið ekki rekið yður á neitt frá drotningunni á Eng- landi?” „Ónei! Ekki liefi jeg nú gert, það. Það getur verið eitthvað um hana talað í þessum nýkomnu blöð- um fyrir því. — Hafa drengirnir verið að tala um hana við þig núna nýlega eða síðan að blöðin komu V ‘ „Já, blessaðir drengirnir, þéir vilja mjer vel; þeir sögðu mjer strax þegar blöðin voru komin, að drotningin á Englandi væri að auglýsa eftir vfirfjósamanni, og til Sannindamerkis sýndu þeir mjer mynd af drotningunni og mjer leist bráðvel á hana. Þetta er reffi- legasta kona, forrík ekkja, ekki ó- svipuð henni Björgu á Bala, nema hvað drotningin hefir eins og grind á höfðinu." „Jeg held að þú sjert farinn að hugsa upp á drotninguna á Eng- lamii, Jón gamli,“ segir húsbónd- ixtp. Hr' t$I J^rrPs fs’Tir þig, gamlan og tannlausan fausk- inn.“ „Ónei! Ekki er það nú beint svoleiðis, þó maður viti nú raun- ar aldrei sinn næturstað, eins og mig minnir að' meistari Jón segi cinhversstaðar. — En — jeg vil vera fjósamaður hjá henni. Og nú er jeg satt að segja kominn til að biðja yður um að hjálpa mjer, og skrifa drotningunni fyrir mig, og sækja um embættið fyrir mína hönd. Jeg hugsa að hún taki brjef frá yður til anleiðingar. Drengirn- ir eru búnir að setja mig inn í alt þetta. Og satt að segja hafa þeir ýtt undir mig að tala um þetta við yður —“ „Jú, þessu trúi jeg vel; þetta er svo sem eftir þeim/‘ segir húsbónd- inn. „Jú, þetta er eftir þeim,“ segir Jón, „því að þeir eru kátir og góð- ir drengir; þeir eru búnir að lýsa þessu öllu fyrir mjer; sunnan- drengirnir eru svo dæmalaust kunn ugir þessu öllu. Fjósið kvað verá fjarska stórt — mikið stærra en allar Bakkabúðirnar — og jeg á bara að vera vfirmaður og „re- gera“ yfir öllu fólkinu; standa uppi á háum palli í fínni „múnd- eringu“ með hlaðna pístólu í hend- inni; mjer er nú raunar hálfilla við hana, ef skotið færi úr henni og yrði einhverjum að slysi. Þeir, sem moka flórinn, kváðu vera kol- svartir eins og líkkistur, og eru kallaðir Negrar. Svo eru aðrir, sem sópa upp fyrir kúnum, og þeir eru öðruvísi litir og heita Hott —Hott — Hott —“ ..TtW uwtft'i hvíti Hottentottar/ ‘ greip húsbóndinn fram í. „Jú, satt er orðið,“ segir Jón, „Hottentottar heita þeir. Svo er allri mykjunni ekið út með járn- brautum, og heyið kemur inn í loít- inu í stórum körfum, og vatnið bunar inn um fjósvegginn, ef snúið er krana. — Það er frágangur á þessu. — Og svo er mataræðið og viðurgerningarnir! — Hún kvað; kaupa alt sauðakjötið, sem flutter,’ út úr landinu; þar fær einhver góð an bita; og hún kvað taka til sín. alt rjómabússmjörið, sem strokkaú; er hjer á landi; ekki þarf kannske að jeta þurt,“ Svona ljet karlinn dæluna ganga: og kom móður á hann, þegar hann! mintist á kjötið og smjörið, að ó-j gleymdu kaupinu, sem hann sagði: að væri vegið út í gulli í punda- tali. Loks þraut húsbóndann þoli-»‘ mæðina, og segir hann þá við Jón^ „Æ, hættu nú þessum lestri, heillai karl! Jeg skil ekki, livernig pilt-. arnir hafa getað látið þetta alt! tolla í þjer. Farðu nú niður til liús-- móðurinnar og skilaðu frá mjer, aðj hún eigi að gefa þjer góðan skyr- spón og kaffi á eftir. Og hjerna er í nefið.“ — Auðsjeð var, að karli þóttu þetta slæm málalok, en ljet þó við svo búið standa. Húsbónd- inn beiddi pilta sína að reyna að plokka þessa drotningarflugu úr höfðinu á Jóni gamla, og hjetu þeir góðu um það. Nú liðu nokkrir dagar, og er Jón í daufara lagi í dálkinn; gerir hann hvorki að tóna, syngja nje halda tölur; en fundarhöld eru í fjósinu í hverju rökkri. Loks kemur Jón eitt kvöld inn fyrir til húsbónda síns og er þá sýnilega glaður í bragði. „Jeg er alveg hættur að hugsa um Englandsdrotningu,“ segirkarl, „hún er ekki mitt meðfæri; þeir lásu aðra grein í blöðunum út- lendu, drengjagreyin, og þar stóð, að ef fjósamaðurinn gerði ekki sína „pligt“ óaðfinnanlega, þá væri hann hengdur; þeir kváðu gera það þarna úti á Englandi að hengja fólk. Svo sögðu þeir, að það stæði í blöðunum, að orð ljeki á, að Negr- arnir og Hottentottarnir í drotn- ingarfjósinu mundu þar að auki 4 - T .n

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.