Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1926, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1926, Blaðsíða 5
,8. jan. ’26. LB8BÓK MOROUNBLAÐ8INS 6 ■ Gamansögur. Gamall sveitamaður segir frá. Framh. 3. Jón talar tungum. Enginn gat sagt um Jón gamla, að hann væri tungumálamaður. Fyrir utan móðurmálið kvaðst hann þó kunna að mæla á eina tungu, og væri það engelska. — Húsbónda Jóns var lengi ókunn- ugt um þessa málakunnáttu gamla mannsins. En eitt kvöld um mjaltatímann kom húsbóndinn út í fjós. Heyrir hann þá, er hann ikemur í dyrnar, að Jón er í of- boð góðu skapi, og er að glamra við stúlkurnar út um alla heima og geima; en nokkuð var það þó með öðrum hætti en vant var. „Jess-fox, stúlkur mínar. Jess- fox, Gudda mín. Jess-fox, Gunna mín. Jess-fox, allar blessaðar dúf- urnar mínar“, hvín í karlinum, og um leið pataði hann með báð- um vísifingrunum út í loftið. „Þú talar þá ensku, gamli mað- urinn, heyri jeg er“, segir hús- bóndi háns. „Nei, húsbóndi góður, nei, ekki er nú það. Jeg kann ekkert í ensku; en jeg er dálítið rólfær í engelsku“. Húsbónda hans fór þá eitthvað líkt og Bjarna Thorarensen, er hann sagði: „Hver hefir kent þjer dönsikuna, Kláusf' Hann fór að spyrja Jón, hvar hann hefði lært engelskuna. Jón gerði fljótlega grein fyrir því; hann hafði lært hana af öðrum karli, mjög skemti legum líka, sem átti heima þar í næstu sveit, og var kunnur flest- um þar um slóðir. Sá karl hafði einusinni einn mánaðartíma verið samtímis tveim Englendingum á bæ við eina veiði-ána á Suður- lendi, og höfðu Englendingarnir haft hund með sjer, sem þeir kölluðu Fox. — Þessi tvö orð, Jess og Fox, lærði karlinn af Englendingunum og þeytti þeim út í hrifur, einkum þegar hann hafði fengið í staupinu. Þessi karl var lærimeistari Jóns í engelskunni. En — það hýrnaði heldur yfir un^lingUii’uiu, s’om vtJru á h*úm- ilinu með Jóni, er það varð öll- um kunnugt, að Jón gamli kynni að tala útlend tungumál. Það ljós var ekki látið standa undir mæli- keri í rö'kkrunum um veturinn. Sagði unga fólkið oft, að „margt væri Jóni til lista lagt“. Nú líður veturinn og kemur sumarið; ljet Jón gamli drjúglega yfir því um vorið, að honum hefði allmikið farið fram í málakunn- áttu þennan vetur; drengirnir hefðu verið sjer betri en engir í tungumálavísindunum. Enginn bar brigður á þetta, nema Gunna kokkur. Hún sagði oft, að enginn skyldi taka mark á bannsettri vitleysunni í karlin- um, — Þau voru vön að elda grátt silfur. Þetta sama sumar bar nú svo við, að eitt kvöld komu tveir Englendingar með tvo fylgdar- menn og marga hesta; þeir beidd- ,ust gistingar, og var hún heimil. Morguninn eftir, um dagmála- leytið, kemur Jón inn í eldhúsið og er þá búinn að lúka morgun- verkum. Englendingarnir, sem báðir voru ungir menn, voru þá ferðbúnir á hlaðinu; voru þar hjá þeim fylgdarmenn þeirra, hús- bóndinn og fleiri heimamenn. Þá rís Gunna kokkur upp, eins og boði á skeri, og segir af mikl- um móði við Jón gamla: „Þarna standa nú Englendingarnir ferð- búnir. Farðu nú að tala við þá og láttu nú sjá og heyra, að engelsku kunnáttan þín sje annað og meira en eintómt grobb og vitleysa". Þetta var ljóti löðrungurinn fyrir Jón gamla; fann hann það þegar af mannviti sínu, að ef hann rynni af þessum hólmi, þá mundi hann aldrei eiga frið á sjer fyrir brígslyrðunum úr Gunnu kokk. Það var nú annaðhvort að hrökkva eða stökkva, duga eða drepast. Hann náfölnaði fyrst af geðshræringu, en setti samt móð í sig Qg hljóp út; gengur þá beint framan að Englendingunum, baðý ítr tft hthríumnn. parhffr út f Itrft- ið með báðuni vísifingrunum, og segir í sífellu: Jess-fox, Jess-fox, Jess-fox. Þetta gerðist alt í svo skjótri svipan, að Englendingarnir vissu ekkert hvaðan á þá stóð veðrið. Horfðu þeir á karlinn nokkur augnablilc, með vanalegri enskri alvörugefni og stillingu. En svo sprakk blaðran. Setti þá að þeim svo óstjórn- legan hlátur, að þeir urðu að halda um magann eða í hestana, til þess að velta ekki um koll. Varð af þessu öllu hinn mesti glaumur og kátína. Þegar Jóni gamla þótti nóg komið til að bjarga æru sinni og mannorði undan árásunum hjá Gunnu koltk, liopaði liann af víg- vellinum; en Englendingarnir riðu úr hlaði, síhlæjandi, meðan sást og heyrðist til þeirra. Mátti segja um Jón líkt og um Brján konung, að hann „fjell, en hjelt velli“. Þegar Jón kom inn í eldhúsið aftur kafrjóður af geðshræring- unni, þá segir Gunna: „Þarna sást það, að það er ekki mikið vit í þessu bulli þínu !‘ ‘ „Og þegiðu, gribban þín!“ — svaraði Jón með óvanalegum þjósti. „Þú hefir ekkert vit á tungumálavísindum. Þeir töluðu ensku, en jeg talaði engelsku; þess vegna var náttúrlegt, að hvorugur skildi annar,“. 4. Jón vill verða yfirfjósamaður hjá Viktoríu Englandsdrotningu. Það var einu sinni um veturinn, að póstur var búinn að vera á ferð- inni, ekki alls fvrir lÖngU; hafði húsbóndi Jóns fengið allmikið af blöðum, bæði innlendum og útlend- um. Bar nú svo við, að hann sat síðari hluta dags einhverju sinni inni í herbergi sínu, og var að lesa blöðin; lá þar allmikil blaðalirúga á borðinu við hliðina á honum; heimilisfólk var flest alt niðri við og úti við. Þð kemur Jórt gmnii fun fyrir til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.