Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1926, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1926, Page 4
4 LESBÓK MORGUNBLABSrMS 3. jan. '26. Silkolin. Munið eftir að biðjá kaupmann yðar um hina alþektu „Silkolin“ ofn- sveru. Engin ofnsverta jafnast á við hana að gæð- um! Anðr. J. Bertelsen. Sími 834. Austurstræti 17 urs atiðið verða á annan hátt en þann, að fyrir viðleitni mína mundi framliðnum fara að takast að koma því fram, með tilstyrk miðla. að þeir sjeu eklti andar í andaheimi heldur líkamlegar ver- ur á öðrum stjörnum. Og að vísu er þetta nú farið að takast. Árið 1922 kom út í Los Angeles, vestur við Kyrrahaf, bók sem heitir „By Wireless from Venus (þráðlaus skeyti frá Venus), eftir Ch. H. Taylor, B. Sc. Bókin er bersýnilega bvgð á ósjálfráðri skrift, Höfund- arinn hefir fengið samband við vísindamann sem hann segir að eigi nú heima á Venus, en hafi áð- ur lifað hjer á jörðu. Það er mjög eftirtektarvert atriði, að bók þessi er rituð á sama tíma og 3. hefti Nýals, og lang fróðlegust er bók þessi og lausust við misskilning, þar sem hún fæst við sama efni og hann. Þarna er beinlínis tekið fram, að framhaldslífið sje líkamlegt, og á öðrum stjörnum. Mars, segir þar, sje nokkurskonar Víti fyrir íbúa jarðar vorrar, þeir endurlíkamist þar, sem ekki hafi vel stefnt þegar þeir lifðu hjer á jörðu, en á Venus þeir sem vel hafa lifað. Venus sje nokkurskonar Paradís. Þó deya menn þar, og koma fram á Júpíter, ef þeir hafa vel stefnt, en á Mer- curius, ef þeir hafa ekki verið fram- faramenn svo sem þurfti. Mercur- íus er síðasta jörðin af því tagi; eftir það flytja menn ávalt í betri og betri staði. Mjög þykir mjer það vel sagt. að hjer á jörðu sjeu eng- ir sem hjer hafi lifað áður, engin teincarnation eigi sjer hjer stað. Bn ekki er það rjett, að liinn fram- liðni vísindamaður, sem Taylorhef- ir fengið samband við, eigi nú bd'ma á VenuS, eöa það, að menn eigi heima á hverri stjörnunni eft- ir aðra í voru sólhverfi. Heim- kynni þeirra, sem deyja burt af þessari jörð, verða í öðrum sól- hverfum. En þrátt fyrir þennan misskilning og margan annan, er bók Taylors ákaflega dýrmæt, vegna þess, að þar er skýlaust tek- inn fram þessi höfuðsannleikur, að menn endurlíkamast eftir dauð- ann, og lifa síðan á hverri stjörn- unni eftir aðra. Vestur við Kyrra- haf er betra til sambands við íbúa annara stjarna en víðasthvar ann- arsstaðar á jörðu hjer, og því að vonum, að í Kaliforníu skyldi iyrst takast að koina fram þessum höfuð- sannindum. I Kaliforníu á heima mr. Wallaee, sem Conan Doyle seg- ir að hafi fengið samband við anda á jarðstjörnum, sem fylgja sól þeirri er Aldebaran heitir, og íbúa enn annara sólhverfa. Þar er pró- fessor Campbell, sem sagt var í blöðunúm í haust, að gert hefði einhverjar uppgötvanir um lífið á öðrum stjörnum. Þar er skáldið Edgar Rice Burroughs, sem skrifað hefir ágætar sögur frá Mars (Mart- ian romances); þó að talsvert sje af skáldskap saman við, þá ræðir þar um sögur úr öðru lífi, sem lesa má sjer til mikils fróðleiks. Að í Kaliforníu er nær verið himnaríki en' á öðrum stöðum á. jörðu hjer, má sjer til mikils fróðleiks. Að í fyrsta tilraunin verið gerð til að vekja athygli vísindamanna á upp- götvun minni á því afarþýðingar- mikla náttúrulögmáli, sem jeg hefi nefnt Law of Determinants. Þá til- raun hefir gert mrS. Harriet L. Green, gáfukona mikil og rithöf- undur, og svo vel mentuð, að hún les ritgerðir um vísindalega eðlis- fræði. VIII. Höfundur bókar þeirrar um end- urkomu NorthcliffVs, sem jeg gat um í upphafi þessa máls, segir að hann hafi hlýtt á ræðu, þar sem Sir Artur Conan Doyle fór mjög áhyggjuþrungnum orðum um fram- tíð mannkynsins. Leiðtogi hans í æðra heimr hafði frætt hann. Leið- toga þessum tókst fyrst að gera vart: við sig í desember 1922. Segir hann, að illa muni fara, ef ekki verði mikil breyting. (Some greal change is needed). ÞaS er mín ætlan, að þetta sje rjett mælt. Jeg hygg, að ef ekki kemst á gagngerð breyting, þá muni a. m. k. Evrópa verða í rúst- um fyrir lok þessarar aldar, þann- ig að ekki sje viðreisnar von, en á næstu öld muni hið hvíta mann- kyn bíða fullkominn ósigur alstað- ar á jörðunni og verða aldauða. Það er aðeins eitt ráð til að af- stýra þessari óhamingju, og það er að fá miklu fullkomnara samband við æðri verur, en áður hefir verið. En frumskilyrði fyrir því, að slíkt samband geti orðið, er að menn fari að skilja aðallögmál lífsins, og viti, að þessar æðri verur eiga heima á öðrum stjörnum. Gæti jeg fengið alla Islendinga, sem til greina geta komið fyrir vitþroska sakir, til að skilja, að það er sann- leikurinn, sem lijer er verið a5 segja, þá mundi sú þjóð, sem voriá hefir einna ógæfusömust á jörðu hjer, upp frá því verða hin gæfu- samasta. Enginn má skilja þetta svo sem jeg teldi það neitt sjer- lega æskilegt, að ein þjóð væri gæfusömust þannig, að hún væri dálítið minna ógæfusom en aðrar þjóðir. Það sem vjer eigum að vilja, er að allar þjóðir verði gæfu- samar, þannig, að það verði gott að lifa, fyrir alla. En til þess að það geti lánast, þarf hugarfar vort að lagast, og vit og líkamsstyrkur að aukast að miklum mun. En fyrir bætt samband við æðri verur, get- ur þetta orðið. Og mun verða. Því að upphaf hinnar miklu breyting- ar er nú ekki langt undan. Og af alhug óska jeg þess, að ekki verði hjer enn stórslys á sjó og landi, áður sú sljóa og öfuga hugsun, sem allri fyrirstöðunni veldur, fær- ist svo til betri vegar, að guðleg- ur kraftur nái að hjálpa. Ráð við því. Móðir (við son sinn) : Skámm- astu þín ekki að gera henni móður þinni þá sorg, að koma fullur heim. Hann faðir þinn sálugi hlýt- ur að snúa sjer í grÖf sinni .... — Það er ráð við því, mamma. Jeg skal líka koma fullur heim á morgun, og þá er hann pabbi aftur kcnötrm á rjeftan kjÖl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.