Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1926, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1926, Síða 7
3. jan. ’26. L18BÖK MOEGTmBLÁDSTNl 7 fjósamanninn. — Hún hefir haft vit á, sxi gamla, að setja þetta ekki í auglýsinguna sína. — Þetta er auðsjáanlega opinber lífsháski. .leg er á sáma máli og drengirnir, að það er of seint að hætta við þetta, þegar máske er búið að heng.ja mann og jeta.“ Þar með var yfirfjósamenskan lijá drotningunni á Ehglandi úr sögunni. Jón tók aftur gleði sína, söng og prjedikaði að venju mik- ið um kvöldið. 5. Jón reynist tvíelfdur fjögramaki. Þó að Jón væri fremur hniginn á efra aldur, j>á gekk hann samt jafnan út til sláttar með \innu- fólkinu um heyskapartímann. — Baulurnar hans lágu úti meiriparr sláttar og hirtu sig sjálfar; ráku unglingar þær af stöðli og á stöð- ul. Það var helst á sunudögum, að Jón gaf sig að þeim, leit yfir hóp- inn, skrafaði við þær, klóraði þeim og klappaði. En ýmsar lífsreglur lagði hann fyrir unglingana, sem ráku þær; en þær voru misjafnlega haldnar, og mörg voru boðorða- brotin, og sagöi Jón oft, að það væri ekkert uppeldi, orðið á þessu ungviði! Taldi hann tvímælalítið, að kálfarnir, sem hann fóstraði á hverjum vetri, væru betur uppald- ir og siðaðir. Honum þótti „sinn fugl fagur“, eins og mörgum fleir- um. Út á engjarnar var yfir læki og ósa að fara; fór því fólkið jaínan ríbandi á engjarnar. Jón reið jafn- an á sama hrossinu, jarpri fullorð- inni hrvssu; hún var stólpagripur, stilf og þæg í meðförum; hafði hann mikið dálæti á hryssunni; hugði lengi, að hún væri hestur og kallaði hana „gamla Jarp“, og fest- ist það nafn auðvitað við hana. Fólkið, sem til heyskapar gekk, var 12—14 að tölu; flutti það með sjer skyr á hverjum morgni út á engjarnar í tveimur döllum; var í öðrum matur handa 8—9, en í hin- um 4—5, eftir atvikum. Heldur mæltust piltarnir undan því,. að reiða skyrdallana, og dæmdist það jnfnan á Jón gamla, að reiða stóra dallinn á „gamla Jarp“. .Tóni þótti rið T^tt'og vildi alt til vinm, að það kæmist með góðum skilum út é engjarnar; enda var því á lofti Trolle & Rothe h.f. Rvfk Elsla vátryggingarskrilstofa landsins. ---------Stofnud 1910.------ Annast vátryggingar gegn sjó og brunatjóni mod bestu fáarflegum kjörum hjá ébyggilegum fyrsta flokks vátyggingarfjelögum. Margar miljónir króna greiddar nnlendutu vá- tryggendum I skadabœtur. s Látið þvi aðeins okkur annast allar ydar vá- tryggingar, þá er yður árefðanlega borgið. Italdið af samverkamönnum hans, að Jón væri allra manna best til þess fallinn, aö inna þetta trúnað- arstarf af höndum sakir stillingar og langrar lífsreynslu; ekkert hross heldur á bænum, sem íæri eins vel með skvrdallinn, eins og „gamli Jarpur“. Á engjaveginum var á einum stað yfh- sljetta og harða sandeyri <ið fara; var það altítt, að piltarn- irnir greikkuðu dálítið sporið yfir eyrina. Einn morgun tókst svo óheppi- lega til, að „gamla Jarp“ verður fótaskortur á eyrinni, piltarnir lík- lega riðið ógætilega undir hann. Jón gamli hendist fram af reiö- skjótanum með skyrdallinn í fang- inu, lokið af dallinum og alt skyrið úr honum og niður á sandeyrina. Báðir stóðu ómeiddir upp aftur, Jón og „Gamli Jarpur“ ; en skyr- stöpullinn stóð eftir á eyrinni. Jóni varð orðfall af þungu hugarangri og rendi tárvotum augum yfir „sví- virðing eyðileggingarinnar“ ; þarna lá uppáhaldsmatur hans, nóg handa 8 til 9 mönnum, og ekki annað sýni- legt en að hann yrði allur hundum og hröfnum að bráð! En þaö var sannast að segja, að það var eng- inn sorgarsvipur á samverkafólk- inu; piltarnir orguðu af hlátri og skeltu báðum höndum á lærin, en stúlkurnar. hrinu; en Jón gamli stóð eins og saltstólpi og skildi ekki neitt í neinu! r b’ að átti aö gnrat Þar stóð brífunnn í k'inni! Dftir sllmiklar bollaleygingar kvað ráðsmaðnrinn upp svofeldan úrskurð, að fólkið skyldi alt halda áfram til sinnur vinnu á engjun- um; en Jón gamli skyldi vevða e»‘t- ir og jeta það, sem hann gæti, at' skyrinu; hann mundi, eins og vant væri, hafa spón upp á vasann. Hnd- ir þennan úrskurð beygðu allir s’g orðalaust; og Jón fór að liefta Gamla Jar])“ ; en hitt fólkið fór leiðar sinnar. Svo leið hver stundin eftir aðra; en ekki kom Jón út á engjarnar. Eftir hádegið kom unglingur með kaffi lianda fólkinu. Iíann var spurður, hvort Jón heföi ekki kom- ið heim. — Ekki var það. — Og ekki liafði hann heldur hitt liann á leiðinni. Kn hann kvaðst hafa sjeð mann álengdar við efra vaðiö á ósnum; hefði sjer sýnst hann sitja flötum beinum á sandinum og vera að borða; meira vissi hann ekki. NTálægt nóni kom Jón loku til fólksins. Kvaðst hann þá vera bú- inn að borða alt skyriö upp af eyr- inni og gang i þrifalega frá mnt sín- um; hefði þar ekki tillingur í nef ’ sjer. En mest hefði sig á meðan angrað aðsókn hunda og lirafna, sem hefðu drifið aö sjer hvaðan- æva, og gert aðsúg að sjer ineð gelti og gargi; hefði inikill tími farið í að reka þann óvinaher af hönd’im sjer mefi grjótkasti. En heldur sagöist hann vera illn lag- aður til sláttar það, sem eftir væri ■•'"K- því sjer væri „erfitt og um-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.