Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1926, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1926, Blaðsíða 5
30. mai 1926. LESBÓK MORQUNBLAÖSENS 5 búða þvrfti að úthluta hverri sýslu. Heimsókn Vestur-íslendinga. Vitneskju þarf að afla um það, hvað búast megi við að mik- ið verði úr hinni fyrirhuguðu heimsókn Vestur-íslendinga, og imdirbúa það sem best, að hún geti orðið þeim til sem mestr- ar ánægju. Og kemur mjer þá til hugar, að það, sem þeiin muni þjrkja mest í varið, auk þátt- tökunnar í sjálfri hátíðinni, væri, að geta átt þess kost, að sjá sem flestir átthaga sína og sem mest af landinu, þann tíma, sem þeir dvelja hjer. Geri jeg því ráð fyrir, að þeim mundi sennil. þykja mest um vert, að geta farið sem víðast í bif- reiðum um landið; enda er það svo, að það besta, sem hjer cr upp á að bjóða, er landið sjálft, öræfin og hin frjálsa náttúra út um sveitirnar. Vegamál, Kaldidalur akfær. o. fl. Nú eru vegagerðir eitt af nauðsynjamálum þjóðarinnar, og hugsa jeg mjer því, að það ætti að vera einn aðalliðurinn í mót- töku Vestur-íslendinga, að hraða 'þeim sem mest; og er það þá meðal annars sambandið við Borg arfjörð, sem taka þyrfti til at- hugnnar. Leiðirnar, sem um hefir verið talað, er sveitaleiðin ann- ars vegar og vegur um Uxahrygjjþ og Lundareykjadal hins vegar. -I- En bifreiðafær vegur báðar þess ar leiðir mundi verða mjög dýr, og óvíst, að vegagerðinni yrði lok- ið í tæka tíð. Hygg jeg því, að ástæða væri til að athuga, hversu mikið það mundi kosta, að gera akfært fyrir bifreiðar leiðina frá Þingvöllum til Borgarfjarðar, um Kaldadal. Húsafell og Reykholt. jMikið af þessari leið er þannig, að litiu mun þar þurfa til að kosta, til þess að gera akfært. En leiðm sjálf er ein af tiikomu- mestu fjallvegum landsins. Ef úr þessu gæti orðið, og vega kerí'ið að öðrn leyti væri gert sem fullkomnast, hugsa jeg mjer, að verði Vestur-fslendingarnir svo margir, að það taki því fyrir þá, að leigja sjerstakt skip til farar- innar, þá ættu þeir að koma með bifreiðar sínar með sjer, tjöld og svefnpoka. Gætu þeir þá ekið fram og aftur um landið eftir vild sinni, frjálsir og sjálfráðir um það, að taka sjer náttstaði þar, sem þeim þætti best henta, án þess að óþægindi og vandræði þyrftu að hljótast af, sakir fólks- eklu og húsnæðisleysis í sveitun- um. Hefi jeg átt tal um þetta við nokkra Vestur-lslendinga, sem lijer eru staddir, og lýst þeiin vel á þessa fyrirætlun. Leyfi jeg mjer því að skjóta þessu fram til athugunar beggja megin hafs. Hvert sýslufjelag sitt afmarkaða svæði á Þingvöllum. A Þingvöllum hugsa jeg mjer, að úthluta ætti hverju sýslu- og bæjarfjelagi ákveðinn stað handa mönnum þaðan, til þess að reisa þar tjöld sín. A sama hátt hugsa jeg mjer, að alþingi og gestir þess hafi einnig sinn ákveðinn stað í þessu skyni, og eins Vestur- Islendingar, og ennfremur að mót tökunefndir, til þess að greiða götu útlendinga, sem hingað koma, fengju á sama hátt ákveð- in svæði til umráða. Til þess að taka á móti Dönum, skoða jeg Dansk-ísl. fjelagið sjálfkjörið, og eins Norðmenn, búsetta í Reykja- vík, til þess að greiða götu Norð- manna, er hingað kæmu o. s. frv. Umhyggja fyrir almenningi. Nefndir þær, sem tækju á móti útlendingum og sýslu- og bæjar- fjelög, hygg jeg að hagkvæmast væri, að hefðu hvert í sínu lagi allan veg og vanda af kínu fólki, og semdu fyrir þess nönd um nauðsjmlegar veitingar því til handa, að svo miklu leyti, sem einstaklingunum er ekki ætl- að að nesta sig sjálfir. En vitan- lega þyrfti yfirstjórnin að vera í ráðum með, og aðstoða fram- kvæmdarstjóra sýslanna, bæjar- fjelaganna og nefndanna eftir föngum, bæði um veruna á Þing- völlum, og ferðirnar milli Reykja- víkur og Þingvalla, og eins skemti ferðir, er ástæða þætti til að gera mönnum kost á að þjóðbá- tíðinni lokinni. Til þess að gera almenningi al- staðar á landinu sem jafnjfreið- Silkolin. Munið eftir að biðja kaupmann yðar um hina alþektu „Silkolin“ ofn- sveru. Engin ofnsverta jafnast á við hana að gæð- um! Anör. J. Ðertelsen. Sími 834. Austurstræti 17 ri ri n rflPrPC i3TSiiSu3ruijC*3rulK^l31jUU4JuuOl3uwUn ast að sækja þjóðhátíðina, þarf að hafa fleiri skip í förum, svo að sem minstur tími fari til sjó- ferðanna fyrir hvern og einn, og ættu þá þessir framkvæmdar- stjórar að vera yfirstjórninni til aðstoðar, til þess að greiða fyrir því að innanhjeraðssamgöngurnar og strandferðirnar standist sem best á. Almenningur sjái sem mest um sig sjálfur. Að mínu áliti er verkaskifting í þá átt, sem jeg hefi talað Uin, mjög áríðandi, með því að jeg lít svo á, að til þess að þjóðliátíðin fari vel úr hendi, útheimtist, að almenningur útbúi sig sem mest sjálfur, og fólkið sjái sjer að sem allra mestu leyti sjálft fyrir vist- um, svo að það geti notið útilífs- ins og útilegunnar í sem fylstuin mæli, í stað þess að hrekjast á milli veitingaskála. Þetta hefir auk þess þann höfuðkost í för með sjer, að það gerir þjóðhátíð- ina miklu ódýrari en ella. Næði á Þingvöllum. Að endingu vil jeg ekki ganga fram hjá því, að Þingvallanefnd- in gerir í áliti sínu ráð fyrir kvik- myndasýningum á Þingvöllum 1930, oj? margskonar öðrum skemt unum. Þetta er erlend tíska, til þess að hafa saman fje, sem jeg álít rjettara að gera ekki of mikið að, svo að fólkinu gefist næði til þess að s'kemta sjer sjálft og finna að máli frændur og vini hvaðanæfa af landinu og frá Vest urheimi, því að mönnum verður þaðminnisstæðara og meiri ánægja að því eftir á, en kvikinyndum og öðrum venjulegum bæjarlífs- skemtunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.