Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1926, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1926, Qupperneq 1
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. Flóttamannaheimili. Starfsemi Þjóðabandalagsins i Aleppo. (Frá firjettaritara Morgunbl.) Aleppo í maí. Á fyrsta þjóðabandalagsfund- inuin árið 1920, var meðal ann- ars rætt um það, hvernig ætti að hjálpa þeim konum og börnum t'.r á hrakriingi eður í ánauð voru í hei’naðarlöndunum, og þá aðal- lega grískum og armenskum konum er þúsundum saman höfðu verið fluttar með valdi til tyrkureskra landa. Var það afráðið að skipa nefnd til þess að hjálpa þessuin veslingum og formaður nefndar þessarar er dönsk stúlka, Karen Jeppe að nafni. Ilún hafði þá um nokkur ár staðið fyrir hæli fyrir armensk börn í Urfa. \'a»v l>að stofnað af Þjóðverjanum dr. Lcpsius, sem nú er nýlega látinn. Var ungfrú Jeppe því gagnkunn- ug meðferðinni á Armenum. Sett- ist hún nú að í Aleppo í Sýrlandi, sejn «r undir franskri „vernd' ‘, eins og kunnugt er, og setti þar á fót hæli fyrir armenskar konur. og börn, sem tókst að flýja úr ánauð Tyrikja. A þessum fjórum áffum, sem hælið hefir starfað, liefir það tekið á móti 1000 flótta- mönnum. Sennilega hefir engin þjóð í heimi þolað aðrar eins hörmungar og armenska þjóðin nú á síðari árum. Fyrw- stríðið voru Armenar miljónir og var mestur hluíi þeirra í Tvrkjalöndum. Þriðjung- urinn var chrepinn, eða sálaðist af illri meðferð í herleiðingum. Nú sem stendur býr nokkur hluti hinna eftirlifandi í hinu litla ar- menska lýðveldi Btrivan í Káka- sus. Hinir eru á þrakningi um allan heim. Fjöldi þeirra hefir sest að hjer í Sýrlandi, eða um 90 þúsundir að því er menn ætla. Sýrlendinga.” eru eldki nema mitjón, og það er því enginn hægð Karen Jeppe, Hedjim Pascha og Misak nýlendustjóri. arleikur fyrir þá að skjóta skjóls- húsi yfir allan þennan fjölda, sjer staklega vegna þess, að flótta- mennirnir hafa aðallega sest að í borgunum, en þar vair ástandið mjög bágborið fyirir. Sýrlendingar eru heldur ekkert lirifnv- af þessum gestum sínum, sem bii-ði eru af iiðrum þjóðflokki en þeir sjálfir og liafa annan átrúnað. Hefir þetta bitnað á Ar- menum í óeirðunum síðustu, sjer- staklega í DamaMkus. Var fjöidi þe:,-ra drepinn þar, en aðrir flvðu til Beyrut, sem fyr var þó futl af flóttabði. Hjer í Aleppo hafa engar óeirðir oi'ðið og samkomn- l.igið er heldur gott meðal MÚ- hameðsmanna og hinna loristnu. í flóttamannabúðunum, sem eru í rarininni sjerstök borg í útjaðri Aleppo, eru nú um 17 þúsundir manna. Hjer er engirin bygging- arstíll, því að húsunum er hrófað upp úr alskonar efni og víða hefst fólk við í t.jaldaræflum. A þessitm tím;l árs getur það verið viðun- andi, en þegar rigningatíminn er, á fólkið hivnnulega a*fi, því.að þá flóir vatn í stríðum straumum cfl- ir götnnum. ef götur skyldi kalla, og fatnaður og sængurldæði er rennandi blautt dögum og vilkum saman. Síðastliðinn vetur var atvinnu levsi og með mesta móti og hung- u." og þjáningar þjökuðu mjÖg að flóttamönnunum. Til þess að bæta úr sárustu nevðinni, hefir Karen Jeppe í marga mánuði gefið 7— 800 börnum að borða. Jeg leit á þá líknarstafsemi. Börnin komu í flokkum, hvert með sína skál, og fengu vænan skamt, af heitum súrmjólkwvelling, sem þau borð- uðu með góðri lyst og gengu síð- an burt í sömu röð og þau komil. Það vakti sjerstalklega eftirtekt mína, hvað börnin voru hreinleg. Er auðsjeð að fólkið er mjög l>rifið, því að alstaðar er lirein- legt inni, þó örbirgð sje í hverju koti. Og betl þekkist þar eigi! Jeg dáist að þessu fólki, sem ber allar sínar raunir svo vel. Það ætti skilið betri örliig. Nokfera hjálp fær það þó víðs- vegar að, og reynt er að bæta úr atvinnuskortinum eftir því sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.