Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1927, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1927, Blaðsíða 4
02 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS á þá hluta landsins, sem eru sndd- flnum ofurseldir og þykkviSrinu. Jeg ú auðvitað við það, að Norðlendingar sjeu og verði heiðríkjumenn í vevk- um og orðum. Jeg vil það, og œtlast til þess, að Sunnlendingar reki úr hugskoti sínu þá ímyndun, að Norðurland geymi í sjer Jötunheima og Hrafnistu, og að þar sjeu menn þannig gerðir, að hárin rísi á htif'ðum þeirra, og að þeir hafi að ættarfylgju berserksgang. pjer, sem búið*’ eða dveljið hjeí Sunnanands eigið að trúa því, og hafa það hugfast í vöku og i svefni, Fyrir fimtíu árum síðan bjó ekk.ia á bæ í einni af svejtum landsins. — Jörðin lá, sem kallað er, bæði t;) sjós og sveitar. Bærinn hjet Fjörður, skulum við segja, og var ekki í Sunn- lendingafjórðungi. Ekkjan, er þarna bjó, og hafði búið lengi, var hin mesta rausnarkona, og heimili henn- ar talið af öllum mesta myndarheim- ili. Einn son átti ekkjan, var hann um þessar mundir kominn skamt yfir tvítugt, og af öllum talinn gott mannsefni; enda varð hann með tímanum dugnaðar- ðg sómabóndi. — Pilturinn var laglegur, eins og hanu átti kyn til í báðar ættir. Yar það altnæli, að ungu stúlkurnar, blóma- rósirnar í sveitinni, gæfu ]>ilti þess- um hýrt auga, og væri honum vcl tekið víða, ekki síst þó þar, sem margar voru heimasæturnar. En það fvlgdi venjulega sögtim þessum, að pilturinn yrði ekki allur að smjeri, þó að ungu stúlkurnar gæfu honu*n auga. Bærinn Fjörður var fremur í þjóð- braut, og leitnðu þar margir gisting- ar, sem um sveitina fóru, og það því fremur, sem þar mátti teljast vel hýst, að þeirra tíma hætti, og ges:- risni mikil. Allir hlutir, bæði innan bæjar og utan, voru með íslensku yfirbragði, og frekar fornum svi]>; en allt var þokkalegt og sómasam- legt, og bar vott um þrifnað og hirðu og góða umgengni. pegar sýslumaðurinn kom í Fjarð- ayhrepp til að þinga á yorin, þá gisti að þrátt fyrir alt, og þrátt fyrir alt, þreytuna, stritið og basiið alt, er þó bjart yfir Norðurlandi — við hátíð- leg tækifæri. Sá maður og sú kona, sem átt hefir vöggu í Norðurlandi, ætti ekki að þurfa brýningar við til að gevma í hugskoti sínu þá mynd, sem helst verður máluð með þessum orðum. Norfðlendingar eru mennirnir, sem eiga að sjá þjóðinni fyrir heiðríkju og hreinu lofti — á bókmentasviðinu. Norðurland er þrátt fyrir alt Bjarmaland vort og Hálogaiand. hann oft í Firði; var honum þar auðvitað vel tekið, ekki síður cn öðrnm, og hugnaðist honnm þar. \vl að öllu. — Sýslumaður var orðinn roskinn maður; hann var vitur maður og góðgjarn, unni öllu, sem þjóðlegt var og hann hafði reynt að vera nýtilegt, en var lítið hneygður fyrir tildur og hjegóma tilbreytni. Honum hafði jafnan líkað vel íslenska og látlausa yfirbragðið, sem var á öllum hlutum á heimilinu í Firði. — Og svo var um fleiri. Vorið 1876 kom sýslumaður í Fjarðarhrepp að þinga, eins og vant var. Hann gisti þá í Firði, eins og oft að undanförnu; var honum þegar boðið til stofu og unninn góður beini. En — þegar sýslumaður kom inn í stofuna, þá brá lionum kynja við, því þar var orðin gagngerð breyting á flestu. Húsgögnin gömlu, sem ár- um snnian höfðu staðið á,sama stað, voru komin í allt aðrar stellingar; fanst honum í fyrsta áliti, að þau stæðu líkast tryppum í rjett, þar sem eitt tryþpið horfir í útsuður og annað í landnorður, þriðja í austur og fjórða í vestur. Hvítir dúkar, smáir og stórir, voru þar breiddir á borð og bekki. Stór postulínsköttur sat þar, eins og goð á stalli, á miðl’i kommóðunni, og postulínsbollar með digrum puntskúfum, er stungið var ofan í þá, voru þessu nýja goði sinn til hvorrar handar. pó var þar ein breytingin sú, sem sýslumaður rak sjerstaklega augun i, og varð starsýnt á, Á miðju stofuþilinu hafði lengi hangið gömul og fornleg Kristsmynd; listaverk var hún alls ékki; — en flestum hafði samt þótt hún' sóma sjer vel í þessu umhverfi. pessari fornu Kristsmvnd var búið að rýma burtu; en í hennar stað, og þar sem hún áður hjekk, var nú búið að hengja upp á stofuþilið nýja mynd af afarstórum dönskum hundshaus; var hún í logagvltri umgerð, óg var öll hin vandaðasta. ,Lá það í augum uppi, að mynd þessi mundi ganga mjög í augun á sumu fólki, verða af sumum talin kjörgripur og máske í sumra augum varpa nýjum dýrðarljóma yfir þettx gamla og góðkunna heimili, enda munn refarnir hafa verið til þess skornir. Ekki var nú ^sýslum. samt alskostsr ánægður með þá breytingu, sem hjer var á orðin; og þótt hann væri stiltur vel, þá rann honum í skap, er hann sá þetta regin-hneyksli og 'smekk- leysi, að Kristsmyndin var látin rýma fyrir danska hundshausnum. Um það bil voru ekki liðin nema liðug 25 ár frá þjóðfundinum sæla; og þó að samlyndið milli vor og Dana hefði batnað mikið þjóðhátíðarárið, við konungskomuna og nýju stjórn- arskrána, ,frelsisskrána í föðurhendi*, þá mun þó varla vera hægt að segja, að kærleikur vor íslendinga í garð Dana hafi um þessar mundir verið heitari cn moðvolgur; og fremr.r þóttu það lítil meðmæli þá með hlut- unum, að minsta kosti í all-margra augum, þótt sagt væri, að þetta eða hitt væri komið til vor frá Dönuni. Ekki veit jeg, hvort þessar tilfinn- ingar hafa nokkru ráðið um geð- breytingu sýslumanns, er hann sá danska hundshausinn kominn í sæti Kristsmvndarinnar á stofuþilinu í Firði; en ómögulegt er það ekki í mínum augum. En — hitt veit jeg, að hann varð fár við þessa sjón, og spurði sjálfan sig, hvort gamla kon- an, ekkjan í Firði, mundi vera orðin eitthvað geggjnð; taldi þó með sjálf- um sjer líklegt, að svo mundi ekki vera, þar sem enginn orðrómur hefði um það borist mann á meðal; orsak- irnar til breytinganna innan bæjar í Firði mundu af öðrum toga spunnar; enda var það rjett ályktað; og segir gjör frá því hjer á eftir. Nei! Postulínskötturinn á kommóð- pnni og danski þundshausinn á ----<m>----- Danski hundshausínn eða byltingin (Firði Eftir sjera Ólaf Ólafsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.