Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1927, Síða 2
218
Frísakvæði, eða Frísadans. Kvæð-
ið er í vikivakaritgerð Ólafs Da-
víðssonar, en lagið er í þjóðlaga-
safni mínu. Sje nú hvorttveggja
sett saman af smekkvísi, og þekk-
ingu á þessum hlutum, lagað of-
urlítið í meðferðinni, einkum text-
inn, án þess nokkuð gott og þjóð-
legt glatist, kemur fram ágætur
vikivakasöngur og leikur, sem er
vel þess verður, að hann sje sýnd-
ur á söngsviði, og mætti haga
þessu eitthvað á þessa leið: Fyrst
eru á leiksviðinu nokkrir frísnesk-
ir sjóræningjar, svo og mærin,
bóndadóttirin, sem þeir ætla að
ræna og flytja burtu með sjer.
Þeir syngja (þríraddað, ef vill):
Frísir kalla, kalla Frísir: Gáttu
með til skipanna! Mærin syngur
því næst: Frísir bíði, bíði Frísir,
frændur munu leysa mig. Þá kem-
ur1 inn faðir hennar og hún syng-
ur: Ó minn góði faðirinn og fað-
irinn góði: Leystu mig frá Frís-
um! Síðan syngja þau á víxl. Hann
segir: Með hverju á, jeg að leysa
þig 1 Hún svarar: Gefðu þinn bú-
garðinn út fyrir mig. Hann neitar
því og segir: Betri þykir mjer
lianu en þú. Nú syngja Frísir senx
áÖHr: Fi-ísir kalla o. s. frv. Og
mærin syngur sexn áður: Frísir
bíði og svo framvegis. Þá kem-
ur móðir hennar inn, og mærin
syngur: Ó mín góða móðirin og
móðirin góða: Leystu mig frá Frís-
um! Móðirin segir: Með hverju?
Með gxxllskikkjunni þinni, segir
dóttirin; en það fer sem fyr, hún
neitar því og segir við dótturina:
Ðetri þykir mjer liún en þú. Þá
kalla Frísir sem áður og mærin
biður þá enn að bíða. Þá kemur
bróðir hennar og hún biður hann
sÖmu bónar með sömu orðum, og
hann á að leysa hana með hestin
um sínum, en hann neitar og seg-
ir: Betri þykir mjer hann en þú.
Og enn kalla Frísir, og enn biður
hún Frísi að bíða. Nú kemur syst-
ir hennar, og hún biður hann sÖmu
bónar og hin og með sörnu orðum,
en hiin tímir ekki að sjá af eyrn&’-
gullunum sínum, og segir: Betri
þykja mjer þau en þú. Enn kalla
Frísir og enn biður mærin þá áð
bíða, því enn er hún ekki alveg
vonlaus um það, að verða leyst
frá Frísum. Nú kemur unnusti
hennar, og húu biður eun sem fyr:
LÉSBÓK MORGUNBLAÖSINÖ
--------------------------------— • .. . ......:- —■«- . . T aiVr^
Ó minn góði unnustinn og unn-
ustinn góði : Leystu mig frá Frís-
um! Hann svarar: Ó mín góða unn
ustan og unnustan góða: Með
hverju skal jeg leysa þig? Hún
svarar: Ó minn góði o. s. frv.
Gefðu skipið þitt út fyrir mig.
Hann svarar: Ó mín góða o. s.
frv. Þótt þau væru tvö eða þrjú!
Þar með var þrautin unnin. Nú
kalla Frísir í síðasta sinni: Gáttu
með til skipanna! Því nú fá þeir
önnuij svör en fyr; nú syngja þau
öll sex: Frísir fari, fari Frísir! og
mærin syugur ein: Unnustinn hef-
ir leyst mig. Þá fara Frísir, en
söngurinn er á enda. En af því
þetta er líka kallað Frísadans,
finst mjer tilhlýðilegast að þau
sex, foreldrarnir, systkini, mær-
in og unnustinn endi sýningiuaa
með dálitlum vikivakadansi. Ætl-
ast jeg til, að allur þessi víxlsöng-
ur sje með einföldu undirspiii, og
að sania, eða svipað sje spilað við
dansinn. Efni kvæðisins er fallegt,
og lagið sömuleiðis eftir því sem
lög þeirra tíma voru. Frísneskir
sjómenn komu stundum við Vest-
firði í gamla daga, og fóru með
ránum og yfirgangi, og frá Vest-
fjörðum mun bæði kvæði og lag
vera ruunið, og þar geymdist hvort
tveggja í minni manna lengi fram
eftir.
Hoffinnskvæði er dálítið svipað
Frísakvæði að formi, en lögin eru
alveg ólík. Hoffinn og Alfinn eru
foringjar fyrir dálitlum flokki
sveina, og eru þeir allir í bónorðs-
för. Svo er dálítill flokkur stúlkna,
og hefir ein þeirra orð fyrir þeim,
og syngur á móti þeim Hoffinni
og Alfinni. Þessi víxlsöngur end-
ar svo með dansi eins og Frísa-
kvæðið, en miklu minni tilbreyting
er í þessu lagi en hinu.
Þá skal jeg minnast á dýrlinga-
minni þau, sem sungin voru og
drukkin hjer á landi í kaþólskum
sið, og höfum við þar bæði texta
og gott lag í þjóðlagasafni mínu,
sitt á hvorum stað, og er auðvelt
að setja þau saman, setja við það
hæfilegt undirspil, og flytja það
fram fyrir áheyrendur, ef vill. —
Þessi minni voru sungin og drukk-
in í öllum stærri veislum, brúð-
kaupum og öðrum veislum, og var
söngurinn fólginn í því, að sungið
var bæði Vers, — stundum fleiri en
eitt —, og slæmur. Versið var oft-
ast dróttkvætt, átta línur, og söng
siðamaðurin það einn. Siðamaður-
inn í hinum fornu brúðkaupum og
öðrum veislum átti að sjá um að
alt færi fram eftir rjettum regl-
um, mæla fyrir minni og stýra
öllum söng. Hann þurfti því að
vera valinn maður, og voru menn
stundum sóttir í aðrar sveitir til
þessa virðingarstarfs.Þegar syngja
skyldi fyrir minni einhvers dýr-
lings, fór það þannig fram, að
siðamaðurinn söng einn tvær
fyrstu línurnar af versinu, en
veislufólkið svaraði með því að
syngja slæminn, sem var venju-
lega tvær línur, nokkurs konar við-
lag, með öðrum bragarhætti og
öðru lagi. Þá söng siðamaðurinu
næstu tvær línur af versini*, og svo
veislufólkið slæminn, þá siðamaður
næstu tvær línur, o. s. frv. uns
lokið var versinu og slæmurinn
sunginn fjórum sinnum; þá var
söngnum lokið og minnið drukkið.
Loks skal jeg mínnast á fornkvæð-
in okkar svo kölluðu, og önnur
gömul kvæði með viðlögum, t. d,
Stjúpmóðurkvæði með þessu við-
lagi:
Fagurt syngur svanurinn
um sumarlanga tíð,
]iá mun lyst að leika sjer,
mín liljan fríð.
Fagurt syngur svanurinn
í sóleyjarlilíð.
Eiimig Lysthúskvæði eftir Eggert
Ólafsson, með þessu viðlagi:
Fagurt galaði fuglinn sá
forðum tíð í lundi,
listamaðurinn lengi þar við undi.
'fc:.-- . ' . ,
Ólafur liljurós, og mörg fleiri slík
kvæði, sem lög eru til við, og hafa
það öll sameiginlegt, að einn syng-
ur kvæðið, en fleiri syngja við-
lagið.
Danir eiga all-mörg gömul þjóð-
kvæði með viðlögum og hafa við
þau gömul lög með reglulegum
miðaldablæ; hafa lög þessi eflaust,
og líklega sum af kvæðunum, ver-
ið einskonar sameign frændþjóð-
anna á Norðurlöndum fyr á öld-
um. Nokkur af þessum kvæðum
og lögum gáfu þeir út um alda-
inótin síðustu m,eð nafninu :DauSke