Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1927, Síða 8
‘224
LESBÓK MORGUKBLAfiSlNS
Bandaríkjum, seiu mestan áliu'ia
liafa á flugferðum, kvað svo að
orði nýlega, að loftið væri hjóð-
brautin mesta, sem heimur hefði
nokkru sinni þekt — vegur, sem
þekur jörð alla, og aldrei þarfn-
ast aðgerðar, Þau ummæli eru at-
hyglisverð; ekki síst okkur íslend-
ingum, sem samgöngur eru sjer-
staklega erfiðar sökum strjálbýlis
og staðhátta.
En þótt engum dyljist, að oklv-
ur standi næst, að ráða sem best
og skjótast fram iir innanlaudsmal-
um okkar í þessu sa^mbandi að
komast að því með athugunum og
tilraunum eins fljótt og kringum-
stæður leyfa, hve heppilegar flug-
ferðir myndu bygða milli á ís-
landi, má okkur eigi gleymast, að
við lifum eigi sjálfum oss alger-
lega. Getum það eigi þó okkur svo
fýsti. Smáþjóð erum við og fátæk
að vísu, en samt hluti umheims-
ins, leggjum okkar skerf beinlínis
eða óbeinlínis til heimsþarfanna og
heimsmálanna.
Við erum hluthafar í fram-
leiðslu annara landa, en leggjum
einnig af mörkum okkar fram-
leiðslu. Okkur ber fyrst að horfa
inn á við, gæta þess að innanlands
sje að öllu vel um hnúta búið;
því verður eigi neitað. En okkur
sæinir einnig að horfa út á við,
verða okkur þess vitandi hvert
hlutverk við fáum innti af hendi í
alþjóða samstarfi, hvort sem um
auknar samgöngur meðal þeirra
eða önnur mál er að ræða.
Þegar þess er gætt, er spurn-
ingin: „verður ísland lendingar-
staður á flugferðum milli Ameríku
og Evrópu?“ ekki eins óviturleg
eða fjarstæð og virðast mætti að
fyrsta, áliti. Og aldrei hefir áhug-
inn á flugferðum yfir Atlantshaf,
frá Ameríku til Evrópu, eða Ev-
rópu til Ameríku, verið meiri en
einmitt nú.
Á hálfsmánaðarfresti hefir 2
amerískum flugmönnum tekist að
brúa Atlantshaf loftleiðina. Komst
annar þeirra, sem kunnugt er til
Parísar, en hinn til nágrennis Ber-
línar. Þriðji flugmaðurinn, Byrd,
heimskautsfari, kvað ætla að
fljúga innan skamms til Parísar
og þaðan aftur til New-Yorkborg-
ar, svo að kalla í einni lotu. Svo
langt er komið flugvjelagerð og
flugferðum. Má búast við bætt-
um og auknum samgöngum loft-
leiðina í náinni framtíð. Lindbergh
ofursti, er það afrek vann nýlega,
að fljúga fyrstúr einsamall yfir
Atlantshaf, spáir því, að áður mörg
ár líða muni koinið á reglubundn-
um verslunarloftferðum milli Ame-
ríku og Evrópu, ferðum er íarnar
verði á skömmum tíma og öruggar
sjeu og vænlegar fjárhagslega.
Þó gleymir hann eigi aðl benda
á örðugleika þá, sem eru á vegum
flugmannanna — sjerstaklega
stormana og þokurnar. Hann veit.
brýna þörf lendingarstaða. Legg-
ur hann því til að bygðir sjeu á
hafi úti lendingarflekar og skýli,
að flugmenn geti þangað leitað er
óhagstætt veður krefur og haldið
þar kyrru fyrir uns veður batnar.
Sjeu skýlin útbúin að loftskeytum,
matvælum og öllum þægindum,
fyrir flugmenn og farþega.
Ur annari átt hefir komið fram
bending í þessu samgöngumáli, er
frekar snertir okkur Islendinga og,
lcom mjer til að skrifa grein þessa.
I ritgerð einni nýútkominni rit-
ar William Mitchell hershöfðingi
— hann var foringi flughers
Bandaríkja á stríðsárunum — all-
langt mál um flugferðir yfir At-
lantshaf. Meðal annars farast
liouum svo orð: „Nú sem stendur
eru tvær tegundir flugvjela, gerð-
ar hjer á landi, sjerstaklega hent-
ugar til slíkra nota (þ. e. ílugs
yfir Atlantshaf) — Fokker þrí-
vjela flygillinn og Ford þrí-vjela-
flygillinn. Eru hvorutveggja vjel-
ar þessar öruggar injög sökum þess
hve vel þær eru að orku búnar.
Þær eru einnig þægilegar fyrir
farþega, láta vel að stjórn, og
gætu verið útbúnar með lientugum
leiðsögutækjum.
Flugvjelar þessar gætu farið frá
New-Yorkborg til Parísar í þrem
áfongum — fyrst frá New-York
til Labrador, síðan frá Labrador
til íslands, loks frá fslandi til
Lundúna eða Parísar. (Leturbr.
mín). Með þessu móti þyrftu far-
þegar eigi að vera lengur í flug-
vjelunuin en fimmtán klukkust. í
einu, þar sem lendingarstaðirnir
veittu þeim tækifæri til hvíldar og
hressingar."
Uppástunga þessi er mjög
metkileg, þegar þess er gætt frá
hverjum hún er sprottin. Hvern ár-
angur hún ber er eigi gott að
segja. Framtíðin ein sker úr því.
iHitt er víst, að hún er okkur ís-
lendingum atliyglisverð. Kæmist
hugmynd þessi í framkvæmd
mundi það þjóð vorri mikið gagn.
Fjárhagslega mundi það mikill
hagur. Með því yrði Islaud einnig
lilekkur, sein saman knýtti tvær
álfur heims. Mætti eigi vænta
nýrra menningarstrauma af slíku
sambandi ?
Eflaust virðist sumum að hjer
sje um dagdrauma tóma að ræða.
Hver veit? Allar framfarir mann-
kynsins eiga rót. sína að rekja til
draumlanda þess. Og altaf eru nýir
draumar að rætast. Því er oss vel
að hafa vakandi auka á fram-
gangi þessa máls.
St. Olaf College, 14. júní 1927.
Richard Beek.
Brjefamerkl I. S. í.
1. S. 1. hefir látið gera mjög
snotur brjefamerki, sem seld
verða til ágóða fyrir væntanlega
för íslenskra íþróttamanna á 01-
ympiuleikaua og fyrir undirbún-
ing að þjóðhátíðinni. Merki þessi
kosta 10 og 20 aura, Er á öðru
þeirra mynd af manni er fleygir
sjer tií sunds, en á hinu mynd af
íslenskri glímu. Merkin eru lit-
prentuð og verða til prýðis á
hverju brjefi.
Fram og aftur yfir Atlantshaf.
Nú hefir ínaður einn, Courtney
að nafni, það í hyggju, að fljúga
fram og aftur yfir Atlantshaf í
einni ferð. Hann ætlar að koma við
í Azoreyjum í vesturleið, en fljúga
í einum áfanga austur yfir.
líia'r6r<íaffcWntSml8ía h.f.