Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1928, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1928, Page 6
38 LESÖÓK MORGUNBLAÐSINS góðu göralu döusku kunst hjá Eekersberg, Köbke Skovgaard og Lundbye. Næsti ættleggur vann áfram að því að gera nákvæmar rayndir af stórfenglegu dönsku landslagi. Landslagsmálarar eldri kynslóðarinnar dýrka náttúrufeg- urðina, fjalladrögin og fagurt út- sýni. íslensk málaralist virðist bvgð á sama grundvelli. 1 fullu samræmi við þá gömlu dönsku málara málaði Þórarinn Þorláksson. Hann verður hrifinn af hinu stórfelda landslagi, list hans er frásögn, landslagslýsing, sem gerir grein fyrir hverju smá- atriði — sennilega er það hann, sem hefir uppgötvað landið list- rænt. Þó hann sje ekki neinn fram úrskarandi listamaður, hefir hann þó lagt traustan grundvöll fyrir eftirkomendurnar. — Inn á milli mynda hans hangir mynd, ,Hekla‘ eftir Ásgr. Jónsson, hún bendir manni á samhengið. Þarna er hin snma trausta bygging landslags- ins, víðáttunpklir fletir upp að hinu fallega fjalli. Mann langar til að ganga inn í þetta fallega landslag. Það kallar á fæturnar, setur í mann ferðalöngun. í hin- um seinni myndum sínum hefir Ásgrímur Jónsson að nokkru leyti haldið áfram á þessari sinni braut, en málara-aðfe'rð hans er ljettari og loftrænni. Landslagið er ekki einungis form jarðarinnar, en líka ljós og litir, sjerkennilegt fyrir jarðtegundirnar og breiddargráð- una. Náttnruhrifningin og staðlitirnir eru þættir í hinni listrænu lýsing á landinu, og þessari landfræði- legu landslagsstefnu fylgja flest- ir af sýnendunum. Nokkrir teikna með litunum fremur en mála. Aðr- ir leggja upp með ákveðnum lit- um, t. d. brúnu og svörtu (Kjar- val), aðrir ljettara, vatnslitakend- ara, en með meiri litaskynjun (Jón Þorleifsson). Allir listamennirnir kunna að færa sjer í nyt náttúrufegurð landsins. Svo virðist sem hið ís- lenska landslag hafi alt til að bera, sem málari getur óskað sjer, jarðmyndanir, 1 jósbrigði og eðlis- liti. Næstum því of mikið af því góða. Slíkar fyrirmyndir verða næstum því sjálfkrafa að mynd. Jlvernig svo sem farið er með það, verður altaf úr því eitthvað eft- irtektarvert, og þetta getur jafn- vel narrað sjálfan málarann, og svo virðist sem nokkur dæmi þess sjeu að finna á sýningunni. Því að mikið er hjer í fang færst og mikið þarf til að geta ráðið við svo margar raddir. Aðra stefnu markar Guðmundur Thorsteinsson, sem var mjög tilfinninganæmur gáfaður listamaður, og nokkrir nýtískumálarar, t. d. Blöndal, sem málar mildar og blíðar konumynd- ir, en hinar óbrotnu myndir hans verða alvanalegar og efnislitlar (traditionel og tom i sin Por- enkling). Yfirleitt meiga Islend- ingar vera ánægðir með listamenn sína. Þeir hafa góðan smekk og mentun, og svo virðist sem á ís- landi þekkist ekki þessir vangefnu listamenn, sem t. d. hjeý í Dan- mörku eru leiðar dreggjar listar- innar. Spyrji maður nú: Geta liinir ís- lensku listamenn staðist saman- burð við þá merkustu jafnaldra málara á Norðurlöndum? særir maður víst engan með því að segja, að það geti aðeins einn þeirra, Jón Stefánsson. En að svo fámenn þjóð, þegar í öðrum lista- mannaættlið getur framleitt mál- ara, sem í sínum bestu Verkum stendur algerlega jafnfætis, t. d. Giersing, það sýnir óvenjulega gáf aða kynslóð. í mörg ár hefir Jón Stefánsson verið þektur og virtur meðal danskra listamanna. Myndir af verkum hans hafa verið sýndar. og ritað um þau í listblaðinu „Klingen“. Myndir hans hafa ver- ið keyptar á safn Tetzen-Lunds og próf. Oluf Thomsens. Sömu- leiðis hafði hann tvö herbergi á sýningunni af nýtískulist á Char- lottenborg 1925. Hið óheppilega fyrirkomulag á sýningum hjer í Danmörku á sinn þátt í því, að fólki yfirleitt varla c-r ljóst, hversu góður málari hann er. Nú gefst hið besta tækifæri að kynnast list lians á þessari ís- lensku sýningu; hann hefir þar 32 myndir, sem fylla stærsta sal- inn og hluta af öðrum. Vissulega sækir Jón Stefánsson verkefni sín úr náttúru lands síns, mikilfengar fjallmyndanir og einkennilega liti. Lítum t, d. á myndir eins og „Heklu“ og „Eyjafjallajökul“, þetta er sígild landslagslist. Marg- ir gætu náð einhverju áhrifamiklu úr slíkum fyrirmyndum, en hjá honum verður meira úr þessu, þungi.og dýpt í litunum, tign og ró yfir öllu. Hann vinnur með ó- skiftum áhuga að heildarsvip myndarinnar og þess vegna finn- ur maður meir til hennar sem sjálf stæðs listaverks, og gleymir fyrir- myndinni. Þessi heildarsvipur, sem hefir svo mikil áhrif á áhorfand- ann, er enginn fyrirfram ákveðinn stíll eða takmörkun smáatriða, hann er kominn af sjálfu sjer við baráttuna að ná tökum á náttúr- unni. Aftur og aftur málar hann ofan í þenna brúnleita og græn- leita forgrunnslit, blásvarta fjalls- hlíðina, snjóhvítan jökultindinn, og við þetta verða það þessar miklu andstæður, sem bera verkið uppi og gefa því festu. Þannig er þessu varið. Náttúran sjálf er svo margbrotin og aðaldrættirnir leys- ast smámsaman úr þessari óskipu- legu margbreytni við að listamaður inn reyni'r að skýra fyrirmyndina greinilega, innilega og stórfelt. í höndum smámenna verður einfald- leikinn innihaldslaus og utanað- lærður. Aðeins mikilhæfur lista- maður getur sýnt fjölbreytni og líf náttúrunnar í einföldum drátt- um. Ekki eru allar myndiV Jóns Stefánssonar jafngóðar. Hinir þungbúnu litir verða stundum þvingaðir, staðarlitirnir á fjöllum og hrauni hikandi og byggingin ófimlega gerð, innblásturslaust. Myndin (Hraun), sem málvefka- safn ríkisins keypti, virðist mjer hafa þessa ókosti, þó hún sje gerð af mikilli tilfinningu. Þareð hraun eru svo algeng á Islandi, hefir mönnum víst fimdist, að kaupa yrði mynd með hrauni á. Jón Ste- fánsson málar líka stundum kyrra- lífsmyndir, sem ekki sýna meir en aðrar svipaðar myndir eftir menn, sem hafa tamið sjer góðan fransk- an stíl. Sem dæmi þess hefir ríkið keypt mynd með gúmmítrje á. Á vorsýningunni eru altaf einhverjar myndir með gúmmítrjám á, nú hafa menn ekki þóttst geta beðið lengur að kaupa málverk með slíkri fýrirmynd á safnið. Maður á ekki að dæma málara af lakari myndum hans, en af þeim góði;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.