Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1928, Side 1
10. tölublað.
i
Sunnudaginn 11. mars 1928. III. árgangur.
Eftirprentun bönnuð.
Kafbdtahernaðurinn.
Endurminningar Julius Schopka-
IL
Pyrstu hernaðarferðiprnar.
Það Arar hinn 13. mars 1916, er
við vorum á æfingu, að liðþjálf-
inn kallár til okkar að skipast all-
ir í röð. Var því skjótlega hlýtt
og vissum við þó ekki hvað til
stóð. En þangað var þá kominn
kafbátsforingi til að velja sjer
menn úr okkar hóp. Það var Hans
Walther. Hafði hann áður verið
yfirforingi á „U. 9“ og „U. 17,“
en nú hafði haun verið skipaður
yfirforingi á nýjum kafbáti, „U.
52,“ sem Germauia-Werft í Kiel
hafði smíðað, og vantaði menn á
skipið. Gekk hann nú fram með
röðinni og spurði hvern mann að
nafni, hvað hann hefði gert áður,
hvort liann hefði verið sjómaður
o. s. frv. Þanuig gekk liann röðina
á enda. Síðan valdi hann úr, þá,
sem honum leist best á og var jeg
einn af þeim, sem urðu fyrir val-
inu.
Okkur var nú skipað að taka
saman pjönkur okkar og síðan vor-
um við sendir um borð í „U.52.“
Bátur þessi var 65 ra. Jangur, hafði
tvær skrúfur og tvöfaldar vjelar —■
þ. e. rafmagnsvjel og Dieselvjel á
hvert borð. — Hvoi Dieselvjel
hafði 1100 hestöfl, en rafmagns-
vjelarnar 550 hestöf! hvor. Mesti
hraði bátsins var" 18 ínílur ofan-
(Skráð heíir Árni Óla).
sjávar og 9.2 mílur neðansjávar,
og burðarmagn var 720 smál. of-
ansjávar, en 940 smál. neðansjávar.
JULIVS SCHOPKA
í einketinivbúningi kafbátamanna
Hann hafði 4 tundurskeytabyssur
og tvær fallbyssur 8.8 cm. (Seinna
fengum við 10.5 cm. fallbyssu).
Hann gat haft 12 tundurskeyti
meðferðis. Það voru aðeins sex
kafbátar af þessari gerð í þýska
flotanum.
Skipverjar voru 35 og 4 for-
ingjar.
Hófust nú æfingar að nýju, og
var æft á sjó í 6 vikur samfleytt.
„Hfingarnar fóru fram í Eystra*
salti. Voru þær gerðar til þess að
vita hvernig kafbáturinn færi i
sjó, bæði í kafi og ofansjávar, fall*
byssur reyndar og tulidurskeyta-
byssur. Var fyrst aðeins skotið
lausaskotum, en seinast kúluin og
tundurskeytum til marks. Allar
þessar æfingar miðuðu að því, að
venja menn við handtökin, livern
við sitt verk, og að vera samtaka,
því að ef einhver mistök verða á,
fer illa; eitt einasta öfugt grip
getur orðið til þess, að bátur farist
með allri áhöfn.
Æfingarnar fóru aðallega fram
hjá Eckernförde, skamt frá Kiel.
Þar æfðu ýmsir fleiri en við —
menn sem voru að búa sig undir
að taka við stjórn á kafbátum. —
Meðal þeirra voru t. d. þeir Paul
König, er síðar sigldi verslunar-
kafbátnum ,Deutschland‘ til Ame-
ríki, og Rose, er seinna varð yfir-
foringi á „U. 53“, sem fór líka til
Ameríku árið 1917 og komst heim
aftur. Æfðu þeir um borð hjá
okkur þangað til þeir fengu sína
báta.
Af skipshöfninni á „U. 52“ vonl
það aðeins fjórir, sem áður höfðU