Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1928, Side 6
78____ - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
200 miljón ára. Fyrir skemst.n fanst í Wanvichshire í Englandi
beinagrind af einu þeirra kynjadýra, sem iifðu á jörðinni a júra-
tímabilinu, og menn nefna Plesiosaurus. Forstjóri náttúrugripa-
safn Breta, Swinton prófessor, álítur að beinagrind þessi sje 200
miljóna ára gömul. — Hjer birtis mynd af beinagrind þessari.Hefir
hún geymst alveg furðulega vel, er lítið sködduð og allar tönnur
heilar í skoltunum. Hiifuðið hefirverið lítið og þríhyrnt, skallinn
nokkuð breiður og trjóna fram úr Þrjú augu hefir dýrið haf't, eitt
í miðju enni. Dýr þetta hefir aðallega lifað í sjó.
beinlínis, svaraði hann vandræða-
lega.
—• Jæja, blessaður vertu. Farðu
með henni hvert á land, sem þú
vilt, og góða skemtun. Sje þig á
morgun.--------
Jeg fór heim og hugsaði, hvort
alt væri að snúast við á þessum
degi. Fyrst var það nvi tóbaksleys-
ið og leiðindin, svo kom þessi píla-
grímur lirifninganna eins og
þruma úr heiðskíru lofti með ci-
garettur, fjekk hjá mjer ástakvæði
ti! stúlku, sem jeg hafði aldrei
sjeð nje heyrt, og að lokum rakst
jeg svo á siðferðispóstulann hann
Jóhann, sem var að fara í bíó með
stúlku.
Jeg kveikti mjer í cigarettu og
for að Jesa The double traitor eft-
ir Oppenheim, en þegar jeg var
lcominn að því, er þau Anna og
Norgate horfðust innilega í augu
og töluðu í hálfum hljóðum, var
barið að dyrum.
— Hvaða bölvað ónæði er þetta,
hugsaði jeg og opnaði hurðina.
TJti fyrir stóð ung stúlka. Jeg
kæri mig ekki um að lýsa henni
nánar, en hún var ansi lagleg og
bauð af sjer góðan þokka.
Jeg reyndi árangurslaust að
giska á, hvaða erindi híin ætti til
mín.
— Eruð þjer Gunnar Bjarnason
frá Hvalvík ?, spurði hún.
— Já, viljið þjer ekki lcoma inn
og fá yður sæti?
Jú, hún þáði það.
— Jeg heiti Guðrún Helgadóttir,
sagði hún. Og eins og þjer sjáið
hefi jeg orðið við ósk yðar.
— Ósk minniT endurtók jeg og
glápti á hana steinhissa.
—- Já, um að koma til yðar í
kvöld, sagði hún hálfgletnislega.
— Koma til mín í kvöld? sagði
jeg og klóraði mjer í höfðinu. —
Fyrirgefið fröken, en hjer er um
einhvern misskilning að ræða.
— Voruð þjer þá bara að gera
grín að mjer? sagði hún lágt, og
leit niður fyrir sig.
Það er ekki ein báran stök fyrir
mjer á þessum drottins degi, hugs-
aði jeg og kveikti mjer í eigar-
ettu. Fari bölvað, ef jeg sltil nokk-
urn skapaðan hlut í þessu. Það er
best að ganga beint til verks, og
komast að kjarna málsins.
tr- Segið mjer hreinskilnislega,
hversvegna datt yður í liug að
koma hingað? spurði jeg stúlk-
una.
— Af því að þjer sögðust vilja
óska að jeg yrði hjá yður í kvöld,
svaraði hún, án þess að líta upp.
Nú rann skilningsljósið upp fyr-
ir mjer eins og kveikt væri á
hundrað kerta rafmagnsperu. —
Stúlkan var Gunna, piltagullið,
sem ungi maðurinn elskaði. Jeg
hafði ort fyrir hann kvæði til
hennar og skrifað nafnið mitt und-
ir það af gömlum vana. Svo hafði
hvorugur okkar athugað það neitt,
en hann smelti kvæðinu í umslag
og sendi það samstundis. Afleið-
ingin var auðvitað sú, að Gunna
fjekk ástkvæði í pósti með nafninu
mínu undir, þar sem jeg ljet í ljósi
þá ósk, að hún yrði hjá mjer í
kvöld. — Og nú var hún komin.
Veslings ungi maðurinn, sem
vildi eiga Gunnu, hugsaði jeg með
sjálfum mjer. Nú gengur hann um
gólf heima hjá sjer eða úti á göt-
unni og brennur í skinninu af ást
og óþolinmæði, en stúlkam er hjer,
heldur að jeg hafi beðið sig að
koma.
Astandið er ískyggilegt, eins og
útgerðarmenn segja, m. ö. o. alt í
grænum sjó.
En hvað sem er unr það, þó að
illa liti út í bili með allan þennan
misskilning um mannaskífti, þá
fór alt vel á endanum. Mig dauð-
iangar til að segja nánar, frá öll-
um smáatvikum, en jeg hefi iofað
Gunnu því, upp á mína æru og
trú, að lofa engum að vita neitt
meira að sinni. Nú kynni einhver
að spyrja, hversvegna jeg hafi
lofað þessu.
Það er ofur eðliÍegt. Við Gunna
erum trúlofuð.