Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1928, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1928, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 147 arinnar gjalda sjélfum sjer 200*- BOO Jjús. kr. á ári ril þess að ráða frain.iir vhndamálum Jijóðarinnar. Uessir fulltrúar þyrftu helst að hafa allir bæði J)j-óðlegan og heims borgara lmgsunarhátt. Þess vegna er þeim einnig ]>örf á meira hraða í þjóðlíf'i voru. Hver góð og göfug liugsun ágætustu manna vorra ]>arf að strevma um ])jóðlíkamann. Vjer )>url'um að iírva blóðrás ]>jóð- arinnar. Um tlOUO bæmlabýli eru dreifð um landið. Með útvarpi þurf'um vjer að tengja öll ]>essi býli saman. Ríkið á að stuðla að ]>ví, að hver einasti bóndi á land- inu, er þess hefir þörf, geti feng- Gegnum Njöprvasund. . Þegar við fórum frá Þýskalandi til Kanarieyja, var okkur í sjálfs- vald sett hvort við vildum heldur fara lieim til Helgoland aftur eða tii Pola við Adrtahaf. Nú var svo komið að við urð- um að leita hafnar og taka ákvörð- un nm það, hvor leiðin skvldi kos- in. Til Ifelgoland var mörgum sinnum öruggari leið, en ef við áttum að fara norður fyrir Hjalt- land þá var leiðin svo löng, að liæpið var að olíubirgðir okkar entust, og ekkert mátti út af bera. Walter kafbátsstjóri afrjeð því að fara heldur til Pola, þótt ekki væri árennilegt að fara í gegn um .Njörvasund (Gibraltatsuncl), sem Bretar höfðu lokað með marg- földum skipagirðingum landa á milli. Að vísu var ekki að óttast tundurdufl nje kafbátanet, því að straumur er svo mikill í sundinu að net og tundurdufl haldast þar ekki. En á hinn bóginn er undir- straumúr 1 gegnum sundið, úr Miðjarðarhafi og út í Atlantshaf, svo stríður að hættulegt er fyrir kafbáta að sigla þar neðansjávar. Yarð því að treysta á guð og gæf- una og fara í gegnum sundið ofan- ið sjer útvarpstæki, og útvarps- stoð að vera rekin af ríkinu til trvggingar ]>ví, að hver einasti ís- lendingur eigi kost á að göfga anda sinn og öðlast víðsýni. Þessi tvö mál, flugmál og út- varpsmál, eru að mínu áliti merk- ustu mál þjóðarinnar. .Teg treysti ]>ví, að æskulýður landsins styðji ]>essi mál. Yið erum öll að ganga ii|ip brokkn. að leita að sjónarliól- iiiii. þar sem andi vor geti lifað og starfað frjáls í heiSríkju ]>ekking- arinnar. í bra'ðralagi þjóðarvit- undariniMir, í ást og trú á framtíð ættjarðarinnar. sjávar og láta náttinýrkur skýla sjer. Við sigldum nú upp undir Af- ríkuströnd. Var talsverð alda og stormur og ljetum við reka með- fram ströndinni. Þar á land upp er gamall kastali, sem Spánverjar eiga og heitir Juby. Stendur hann á eyðimörlc og sjest þar ekki grasstrá nje skógur svo langt sem auga eygir. Til beggja handa með fram sjónum eru ægisandar og eyðimörk fvrir innan. Spánverjar sáu okkur og drógu þegar upp gunnfána sinn, en við svöruðum með því að draga þýska fiaiann við hún. Spánverjar sendu okkur þá alþjóða-fánakveðju og A'ið svöruðum. En svo sem 10—15 mínútum seinna náðum við loft- skeyti frá yfirforingjunum í víg- inu. Var það sent til Las Palmas og var á þessa leið: „Þýskur kafbát- ur á reki hjer framundan. Vjel- arnar sennilega bilaðar." Þar sviku þeir okkur í trygð- um! Því að auðvitað liöfðu loft- skeytastöðvar Breta einnig náð I skeytið. Vorum við því við öllu búnir og undir kvöldið fórum við þaðan. Þá sendi vígið annað skeyti til Las Palmas: „Kafbáturinn far- inn; siglir með feiknahraða til norðvesturs.“ Daginn eftir var sjógangur mik- ill. Komum við þá auga á breskt gufuskip og bjuggumst til orustu. Skutum við fyrst á það á 6500 metra færi, en það sneri af leið og svaraði okkur með skotliríð. öldugangur var mikill og sáum við ekki skipið nema endrum og eins. Var því mjög erfitt að hæfa það. Þó sáum við að nokkrar kúl- ur okkar lentu á skipinn. Kom þrái í kafbátsstjóra og vildi hann ekki láta undan, þótt hann sæi að skothríðin var heldur tilgangs- lítil. Hætti liann ekki fyr en við liöfðum skotið 163 skotum á skip- ið og það ljet lítið eða ekki ásjá að heldur. Allan þennan tíma stóð um við lioldvotir frá hvirfli til ilja við fallbyssúrnar, því að öld- urnar gengu hvað af liverju yfir bátinn. Bar nú ekki fleira til tíð- iiida þann daginn. Með birtu morguninn eftir sá- um við breskt hjálparbeitiskip. — Við sendum ]>ví tundurskeyti, en ]>að misti marks. Fórum við þá mjög nærri því og komum úr kafi. Var okkur þremur skipað að ltoma upp á þiljur og skjóta. Sendum við skipinu 12 kúlur, hverja á eftir annari. Hæfðu þær allar og kviknaði í yfirbyggingu skipsins. En alt í einu skaut ]>að úr mörg- um fallbyssum á okkur í senn og þutu kúlurnar hvínandi rjett yf- ir höfuðin á okkur. Var sýnt að skipið va‘r betur vopnað en við og var þá gefin skipun um að kafa undir eins. Þegar við vorum komnir á svo sem 20 metra dýpi, heyrðiim við skrúfuhvin yfir okk- ur. Hafði skipið siglt beint á oklc- ur og ætlaði að sökkva okkur. — Mátti ekki tæpara standa að því tækist það. Eftir svo sem þriggja stunda kafsiglingu, komum við aftuí upp á yfirborð. Þá sást ekkert til.skips ins! En nú urðum við að vera var- ir um okkur, því að við höfðuni komið upp um okkur hvar við vorum og mátti ætla að Bretar hefði nú auga á hverjum fingri. Undir kvöld komum við í ná- munda við Njörvasund og sáum vitana beggja megin, því að þeiV loguðu jafn glatt og á friðartím- unum. Hjeldum við npp nnc]ir --------- Eftirprentun bðnnuð. Kafbátahernaðnrinn. Endurminningar Julius Schopka. (Skráð hefir Árni Óla).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.