Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1929, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1929, Blaðsíða 2
á46 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS hin fegurstu kvæði sín. I þeim liefir hann þegar alla aðaldrætt- ina í svip sínum. En nokkuð virðist mjer skera sig úr kvæði þau, sem ort eru fyrir 1832, þegar hann fer utan í fyrsta sinn, sjeu þau borin saman við síðari kveðskap hans. III. Lítum fyrst á formið. Að hátt- um er hann ekki ýkjaauðugur á þessum tíma. Langmest ber á fornh^ttunum, fornyrðislagi og ljóðahætti; dróttkvætt (ó- reglulegt) og hrynhenda koma fyrir. Frá Sveinbirni Egilssyni hefir hann háttinn — og ekki svo lítið í anda kvæðisinS með — í kvæðinu ,,Nótt og morg- un“; það er sá sami og er á kvæði Sveinbjarnar: „Fóstur- jörðin fyrsta sumardegi“. Frá Bjarna er bragurinn á „Skradd- araþönkum um kaupmanninn“ (sbr. Freyjuketti Bjarna), og kvæðið um sumardagsmorgun- inn fyrsta er ort undir sama lagi og „Lofsöngur“ Claus Fri- manns, sem Jónas þýðir á þess- um árum („Líti jeg um loftin blá“). Þegar við er bætt nokkr- um rímnaháttum og fáeinum öðrum háttum á háðkvæðum Jónasar, þá er upp talið! Fleiri hættir koma ekki fyrir í ís- lenskum kveðskap Jónasar á þessum tíma. Annað, sem vert er að at- huga, er meðferð hans á hinum fornu háttum, fornyrðislagi og ljóðahætti. Eins og þeir Konráð og Brynjólfur benda á í fyrstu útgáfu ljóðanna, blandar Jón- as þessum háttum oft saman •—- í sama kvæði skiftast þeir á eða þeim er slengt saman í einni vísu; t. d. hefst vísan á forn- yrðislagi: Hví und úfnuin öldubakka sjónir inndælar seinkar þú að fela — svo hefst ljóðahátturinn: blíða ljós, að bylgju skauli hnigið hæðum frá 1 Kvæðið Galdraveiðin er und- ir ljóðahætti, nema fyrsta er- indið: Hvað mun það undra, er je'g úti sje, — þrúðgan þrætudraug um þveran dal skyndilega skýi rí(5a? Hjer ber nú svo kynlega við, að hik kemur á lesandann í lok þriðju braglínu: hann veit ekki, hvort þar á að koma þögn Ijóða- háttarins, sem gerir línuna að kjarnyrði, eða hann á að hlíta leiðslu fornyrðislagsins, er ger- ir erindið alt að óslitinni frá- sögn og lýsing. I þessu hviki milli háttanna, þessari óvissu, þessum skorti á hreinum stíl, birtist æska skáldsins: hann hefir enn ekki öðlast alt það vandlæti og þann stílþroska, sem kemur síðar fram í hverju kvæði hans. í sömu andránni og taldir eru fram gallar á formi Jónasar á þessum árum, hæfir vel að geta annara vísna, sem að þessu Ieyti eru fullkomnar. Jónas lætur dalabóndann kveða í óþurk- um: Hví svo þrúðgu þú þokuhlassi, súldanoru, um sveitir ekur ? Þjer mun jeg offra til árbóta kú og 'konu , og kristindómi. Þessi vísa er meitluð og köld, eins og mörg kvæði frá síðari árum Jónasar. — Þetta kveður hann um næturvindinn: Þegi þú, vindur! þú kunnir aldregi hóf á hvers manns hag; langar eru nætur, er þú, hinn leiðsvali, þýtur í þakstráum. Þegar til efnisins kemur, finn- um vjer meðal kvæða Jónasar frá þessum tíma allmikið af tækifæriskvæðum — og oss kemur í hug kveðekapur Bjarna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.