Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1929, Síða 7
hefir verið nefnd hernaðarstefna
nýja tímans. Þétta er rangt að því
leyti, sem hre'yfingin hefir að
vísu kosti heræfinga, e.n engan af
göllum nernaðar. Tjekkneska, þjóð-
in á þessari hreyfingu hvað mest
að þakka efnalegt, og pólitískt
sjálfstæði sitf.
Reykjavík, í ágústmán. 1929.
Jan Masek.
fielgisýningcir.
Helgisýningar á pínU og dauða
Krists eru orðnar sjaldgæfar nú.
Má svo lieita, að'þær fari hvergi
fram, nema í-'ámábænum Oberam-
mergau í Bayern. A miðöldum
voru slíkar sýningar algengar,
enda voru þær í samrauni við
iielgisiði þá, sem farið var með í
kirkjunum.
í Oberammergau hófust þessir
leikar árið 1634, og segir sagan,
að þeir sjeu sprottnir af áheiti, er
drepsótt gekk þar run slóðir. Voru
þeir þaðan af sýndir reglulega
10. hvert ár, fram að stríði. A
styrjaldarárunum fjellu leikarnir
niður, en voru teknir upp aftur
1922. Var þá ákveðið að sýna þá
sem fyr á tíu ára fresti, en vegna
mikillar aðsóknar og ágóða af að-
sðkn ferðamanna, var þessu brevtt.
LMMBÖK MORGUNBLAÐSIN9
Voru leikarnir haldnir síðast í
fyrra, en á næsta ári á að halda
|)á aftur.
Öunur myndin er af Alois Lang,
sem leikur frelsarann. Hin myndin
er áf Annie Kutz, sem á að leika
Maríu mey.
Sjúklingur
strjúka frá geðveikrahæli.
Það bar til í borgiuni Sevilkn
(Seljupollum) á Spáni, eigi alls
fyrir löngu, að frá geðveikrahæli,
sem ér skamt þaðan, struku 32
sjúklingar. Dreifðust þeir út um
ailan Spán og mörgum þeirra tókst
að fá sjer lífvænlega atvinnu. —
Tveir þeirra þóttust vera nauta-
banar og voru ráðnir á nauta-ats-
sviði,- þegar í þá ráðist. Einn fór
inn í kirkju og tókst að stela þar
prestsskrúða. Klæddi hann sig í
skrúðann og var að messa yfir
andagtugum söfnuði, þegar hann
var tekinn. Sá fjórði var hættu-
legri. Lögreglan náði honum þar
sem hann var að rífa upp járn-
brautarteina til þess að næsta
lest skyldi velta um koll.
Nokkrir hjeldu hópinn og sett-
ust að í gömlum og hrundum kast-
ala og þóttust vera þar landvarn-
armenn. Þegar komið var að sækja
þá, veittu þeir vasklega vörn, —
leystu upp grjót úr kastálarústun-
351 ■
um og börðust með því. Var það
alllengi áður en tókst að handsama
þá.
Nokkrir af sjúklingunum ljeku
enn lausum hala þegar seinast
frjettist.
Saga
af 30 dansmeyium.
Fyrir riokkru fóru 30 dansmeyj-
ar frá Londonderrv i írlandi og
ætluðu til Leenon-vígis og dansa
þar fyrir ensku setuliðsmennina.
Voru þær allar í einum stórum
bíl. En skamt frá Londonderry
stöðvuðu grímultlæddir og vopnað-
ir menn bíliun, settust upp í liann
og skipuðu bílstjóranum að aka
til ákveðins staðar niðri á strönd-
inni, þar sem engin mannabygð er
í nánd. Eru þar eintómir sandhólar
og hrjóstrugt mjög. Þar skipuðu
grímumenn stúlkunum að fara út
úr bílnum, og síðan urðu þær að
fara úr skóm og sokkum. Grímu-
mennirnir fleygðu skónum og sokk
unum upp í bílinn, stigu síðau
sjálfir á hann og skipuðu bilstjór-
anum að aka í burtu og skildu
stúlkurnar berfættar eftir þarna.
Var nú ekið langa leið, en i ein-
hverjum stað, langt frá manna-
bjTgðum, ljetu grímumenn stöðva
bílinn, tóku öll sokkaplögg stúlkn-
anna og báru þau í Hrúgu skamt
frá ve'ginum, jusu olíu yfir og
kveiktu svo í öllu saman. Síðan
leyfðu þeir bílstjóranum að fara
ferða sinna. Hann ók þegar til
næsta bæjar og tilkynti lögregl-
unni atburð þenna. Var þá þegar
brugðið við. Flokktir löglreglu*
manna var sendur til að reyna að
ná í grímumenn, en þeir vóru þá
borfnir, enda var komið fram á
nótt. Annar flokkur var sendur til
að vitja um stúlkurnar. Voru þær
illa staddar — höfðu orðið að
nopra fáklæddar og berfættar úti
á köldum sandinum í nátt-
myrkri og vissu ekkert, hvað þær
áttu af sjer að gdra. Sumar voru
aðframkomnar af kulda og
hræðslu.