Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1929, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1929, Blaðsíða 4
LESBOK MORÖUNBLAÐSTNB ____348 *■- '—«~v Redondilla: A | <11 Sáu<5 þið hana systnr mína sitja lömb og spinna ull? S? FyríOm átti jeg falleg gull; nú er jeg búinn að brjóta og týna. Hjá Heine lærir Jónas tvo hætti. Fyrst og fremst eftirlæt- isbrag Heines: • Og undir norður-ásnum er ofurlítil tó, og lækur líður þar niður um lágan Hvannamó. Hitt er spanska rómanzan (rímuð hjá Jónasi) : Hárið sítt af höfði drýpur hafmeyjar í fölu bragði; augum sneri hún upp af) landi og á brjóstið hendur lagði. Þetta eru frægustu hættirnir, sem fyrir koma hjá Jónasi, en marga fleiri notar hann á þess- um árum. Þeim er öllum sam- eiginleg mýktin. Eftir förina út yfir hafið fjölgar líka viðfangsefnum Jón- asar. Hann yrkir enn samsætis- kvæði (en þau eru innblásnari en áður) og erfiljóð. En svo koma ættjarðarkvæðin, eins og við vár að búast, þar sem hann er svo fjarri íslandi á vori frels- isbaráttunnar, kvæði til þess að vekja og hvetja þjóðina — og þá vitanlega með því að setja hinni sljóu kynslóð fyrir sjónir dýrð fornaldarinnar, að róman- tískum hætti. Hann yrkir mik- ið af náttúrulýsingum (Gunn- arshólmi, Fjallið Skjaldbreiður og önnur ferðakvæði), lof- söngva um sólina (Sólseturs- ljóð) og íslenskuna (Ástkæra, ylhýra málið). — Maður úti á Islandi yrkir heldur ófimlegt kvæði um konu í Noregi, sem verður úti — það særir smekk Jónasar, og hann kveður um þetta formfagra b a 11 ö d u: „Fýkur yfir hæðir“ (undir brag arhætti Schillers á ljóði Theklu í Wallenstein „Dunar í trjá- lundi“ — þýð. Jónasar, — hátt- urinn þó notaður áður af Bjarna Thórarensen). Hann yrkir við- kvæm dýrakvæði (Grátitling- ur, óhræsið) og kristallshreinar bárnavísur (Sáuð þið hana syst- ur mína, Heiðlóarkvæði). — Háðkveðskap sínum heldur Jón- as áfram, en hann verður marg- breytilegri. Nú bætist skopstæl- ingin við — það eru einkum rím- urnar, sem hann hefir að skot- spæni. Nú kemst Jónas í kynni við hinn fyndnasta og andrík- asta höfund samtíðarinnar, Heine. Þar kynnist hann hinu rómantíska háði, tvísæinu, þar sem draumurinn og veruleikinn rekast á, þar sem saman fer djúp viðkvæmni og meinleg lít- ilsvirðing, tár blikar í augum meðan glott leikur um varirn- ar. Ágætt dæmi um þetta má nefna úr Heine. Hann yrkir fylkingu af ljóðum um ást sína og ástarsorg, og niðurstaðan verður loksins: 0, König Wiswamitra, o, welch ein Ochs bist du, dass du svo viel kámpfest und bússe'st, und alles fiir eine Kuh.* í kvæðum Jónasar ber ekki allskostar mikið á hinu róman- tíska, tvísæa háði, en þó kemur það fyrir í hinum síðari kvæðum hans og. þýðingum, en sýnu meira í brjefum hans og brot- um. — Um samband Jónasar og Heines skal ekki rætt frekar hjer, en það er skemtilegt efni, sem kastar ljósi á skapferli Jónasar. VI. ! upptalningu minni á háttum Jónasar eftir hina fyrstu brott- för hans af íslandi, hefi jeg ekki litið á það, hvort þeir koma fram seint eða snemma á ár- unum eftir 1832. Þetta kemur af því, að allan þennan tíma er formið það sama hjá honum. Ef nokkurs væri þar við að geta, þá er það, að vera má, að hættir Heines sjeu honum tiltækastir á síðustu árum. En að efni og efnismeðferð hygg jeg aftur á móti, að finna megi * 1 þýðingu Hannesar Hafsteins: Þú vesalings Hallur á Hamri, hræðilegt naut ert þú, að þú skulir þjást svona mikið og það fyrir eina kú. breytingu á siðustu.:áru*n,ihans. Ef afttti að kenna þetta túorabil við nokkuð, þá væri það- .helst raunsæi qg klassicismi. Hvað jeg á- við með þessu, mun þrátt koma í ljós. Það er ekki efi á, að þung- lyndi Jónasar hefir farið vax- andi hin síðari ár, og kemur það greinilega fram í l.jóðum hans. Áður fjell enginn skuggi af raunum hans inn í sólheima fegurðarinnar, skáldskapinn. Nú verða þeir fleiri og fleiri. Hann barmar sjer nærri því aldrei og er altaf karlmenni. En í fjölmörgum hinna síðustu kvæða hans er hin þunga und- iralda sársaukans. En svo eru önnur kvæði, þar sem honum hefir tekist að drotna alveg yfir sársaukanum, og þar kemur fram það, sem jeg kendi við klassicisma. I því orði er oft fólgin hugmyndin um hina grísk-rómversku forn- öld. En það getur líka táknað þann anda, það horf við hlyt- unum, sem er skylt að ein- hverju grísk-rómverskum anda. Klassicismi er því um fjölmörg atriði ólíkur eða jafnvel and- stæður rómantíkinni. Rómantík- in hefir mætur á fjarlægðinni, rökkrinu, gruninum, einstak- lingnum, gefur tilfinningunum og ímyndunarafli lausan taum. Klassicisminn metur meira nánd- ina, vissuna, birtuna, hið sam- mannlega, vill skorða ástríðurnar í ströngu formi. 1 öllum hinum bestu kvæðum Jónftsar, nema þá helst ásta- kvæðum hans, ber mikið á klassiskum anda — sum róman- tísk einkenni eru þar ekki til, svo sem ástin á tunglsbirtu og rökkri. En í mörgum síðustu kvæðum hans sigrar hinn klass- iski andi að fullu, svo að það er ekki eftir snefill af rómantík. Vjer fáum ljósar, skarpar, raun sæar, svalar lýsingar á þjóðlífi (Sláttuvísur, Formannsvísur) eða þá staðalýsingar: Ömurlegt alt mjer þykir útnorður langt í sjá; beinin hvítna þar beggja bræðranna klettinum á,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.