Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1929, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1929, Blaðsíða 1
Huerfi Reykjauíkur og íbúatala þeirra síöan um alöamót. Eftir Þorstein t?orstein5son, hagstofustj. Niðurl. II. Hvernig mannfjöldinn í Reyjíjavík skiftist niður á þau hverfi, sem hjer hafa verið tal- in, hefi jeg athugað, eigi að- eins samkvæmt síðasta manntali, heldur samkv. öllum bæjarmann- tölunum síðan 1921 og auk þess 1917 og 1914. Rnnfremur hefi je'g athugað skiftinguna samkvæmt aðalmanntölunum 1920, 1910 og 1901. Gaman hefði verið að fara lengra aftur í tímann og athuga eldri manntöl að þessu leyti. En það hefi jeg ekki sjeð mjer fært, þvi að það útheimtir mjög ná- kvæma þekkingu á nöfnum húsa og býla í bænum á ýmsum tímum og legu þeirra, því að röðin á þeim í manntölunum er mismunandi og stundum harla ruglingsleg að því er virðist. Á yfirlitstöflu þeirri, se'm hjer birtist má sjá, hvemig mann- fjöldinn í Reykjavík skiftist á hin ýmsu hverfi bæjarins árin 1901, 1910, 1920 og 1928. Á eftir nafn- inu á hverju hverfi eða bæjar- hluta er sett milli sviga skamm- stöfun sú, sem nota mætti um þau (t. d. á brjefum). Á þessu tíma- bili öllu (1901—28) hefir mann- fjöldinn í bænum vaxið úr 6682 árið 1901 upp í 25217 árið 1928. Hefir hann þannig nálega fjór- faldast á þessum 27 árum. Á móti hverju 100 manna í bænum 1901 koma 377 manns 1928. En fjölg- unin hefir verið mjög misjafnle'ga mikil í ýmsum hlutum bæjarins. í Austurbænum og úthverfunum hefir mannfjöldinn rúmlega sex- faldast á þessu tímabili, en aftur á móti ekki nema 3-faldast í Vest- urbænum og aðeins 2-faldast í Miðbænum. Ef litið er á smáhverf- in verður munurinn ennþá meiri. Tiltölulega langminst hefir fjölg- unin ve'rið í elsta hluta bæjarins, Víkinni, aðeins 27%. Arnarhóll og Selland hafa rúmlega 2-faldast og álíka mikil fjölgun hefir orðið í fjarhverfunum vestan bæjar. Þing- holtin hafa 2%-faldast og Tjarn- arbrekka, Bræðraborg og Ægis- síða nál. 3-faldast. Elstu hverfin í Austurbænum, Skuggahverfi og Tungan, hafa heldur ekki nema rúml. 3-faldast. En í öllum hinum hverfunum í Austurbænum, Sól- völlum í Vesturbænxun og úthverf- unum, að undanskildu Kaplaskjóli, hefir fólksfjölgunin verið miklu meiri heldur eti að meðaltali í öllum bænum. Eftirfarandi yfir- lit sýnir, hve margir menn í hverju hverfi koma 1928 á móts við hverja 100, sem þar voru árið 1901. Víkin...................... 127 Tjarnarbrekka...............293 Vesturhluti Miðbæjar .. 156 Þingholt................... 248 Arnarhóll.................. 215 Austurhluti Miðbæjar .. 242 Skuggahverfi............... 318 Austurhlíð.................1543 Tungan..................... 336 Norðurliluti Austurbæjar 458 Ásgarður................... 6296 Suðurhlíð ................. — Lauíás..................... 719 Suðurhluti Austurbæjar .. 2168 Ægissíða................... 295 Sólvellir.. .... .'. .... .. 1041 Innri hluti Vesturbæjar .. 348 Bræðraborg................. 277 Selland .. .. .. ... ., ... .. 210 Ytri hluti Vesturbæjar .. 235 Nærhverfin vestan bæjar .. 406 ---- austan bæjar .. 1385 alls........... 664 Fjarliverfin vestan bæjar .. 217 —— austan bæjar .. 632 alls........... 605 Miðbærinn .. .. .. ........ 203 Austurbærinn............... 608 Vesturbærinn............... 289 Úthverfin.................. 600 Allur bærinn.............. 377

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.