Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1929, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1929, Blaðsíða 7
LBSBÓK MOMTOífBLABfllNS 316 Flugslys í Englcindi. Rústir flugvjelarinnar. Þess var nýlega getið í erlendum símfregnum, að stórkostlegT flug- slys he'fði orðið í Bnglandi þar sem sex mann hefðu farist. Plug- vjelin, sem fyrir slysinu varð, var frá Lufthansa. Hún annaðist far- þegaflug milli Berlínar og London. Plugvjelin lagði af stað frá Croy- don-flugvellinum við London kl. 3% að morgni. Voru 8 manns í vjelinni, þar af fjórir farþegar. Tíu mínútum eftir að flugvjelin hafði lyft sjer var hún dottin niður í Surry-hjeraði, skamt fyrir sunnan London. Mikil þoka hafði verið yfir Suður-Englandi þenna dag, ogj varð því enginn sjónarvottur að slysinu. Menn heyrðu í hreyfli flugvjelarinnar í þokunni, en sáu ekkert. Einn farþeganna, Kidstone sjó- liðsforingi, stökk út úr flugvjel- inni nokkru áður en hún kom nið- ur og bjargaði þannig lífi sínu en meiddist nokkuð. Eldur kviknaði í flugvjelinni um leið og hún kom til jarðar. — 'i Einn flugmannanna, Eugen . prins a£ Sehaumburg-Lippe- kom skríðandi út úr bálinu; var hann stórkost- lega brendur og særður. Er dáðst af þreki prinsins, því hann hafði þannig til reika skriðið til næsta bæjar og símað þaðan til þess að láta vita af slysinu. Það leið yfir hann, méðan hann var að síma. Kidstone sjóliðslforiiigi náði sjer fljótt éftir slýsið. Plaug hann þeg- ar á næsta degi til Berlínar. Stjörnuspckingar. Það er ekki sama hvernig menn koma fyrir sig orði. Stórmógúlinn Shah Je'han dreymdi einu sinni að hann misti úr sjer allar tennurnar. Morgun- inn eftir ljet hann kalla fyrir sig helsta stjörnuspeking sinn, og spurði hann livað þessi draumur mundi þýða. Spekingurinn leitaði ráða hjá stjÖrnunum og vísdóms- bókum sínum, kom síðan til mó- gúlsins og mælti: „Herra hinna rjetttrúuðu, draumur þinn þýðir það, að allir synir þínir og öll ætt þín á að deyja á undan þjer!“ Stórmógúllinn varð fokreiður er hann heyrði þetta svar, og ljet þegar varpa stjörnuspekingnum í dýflissu. Síðan ljet hann kalla fyrir sig annan stjörnufræðing og bað hann að ráða draum sixm. Stjörnuspekingurinn sneri sjer þá að hirðmönnum stórinógúlsina og mælti: „Gleðjist þjer og öll ríki veraldar! Gleðjist út af, þeirri liamingju, sem yður er búin! Því að draumur herra vors, honungs konunganna, þýðir þetta: Svo lengi og hamingjusamle'ga skal

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.